Magnús Hlynur mætti óvænt í Stykkishólm Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2022 12:15 Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður, sem er á ferð um landið í sumar í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem sýndar verða á Stöð 2 og fara svo líka inn á Vísi. Einkasafn Hvar er Magnús Hlynur? Já, það var spurning gærkvöldsins í fréttum Stöðvar 2, því hann er á hringferð um landið í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem við fáum að sjá öll laugardagskvöld í júní og júlí í fréttatímum Stöðvar 2 og á Vísi. Það er svo ótrúlega gaman að koma í Stykkishólm því þar er allt svo snyrtilegt og fínt, enda mikil metnaður hjá íbúunum að viðhalda húsum og görðum sínum vel. Bæjarfélagið lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Gömlu húsin í Stykkishólmi eru sér kapítuli út af fyrir sig því þau eru svo glæsileg og heilla alla, sem þangað koma. Stykkishólmsbær og Helgafellssveit voru að sameinast og nýtt sveitarfélag tók formlega til starfa 29. maí. Íbúarnir eru þá tæplega 1300. Stykkishólmur er fallegt og vinsælt bæjarfélag.Mats Wibe Lund „Stykkishólmur er ferðamannabær, gamall fiskistaður og verslunarstaður. Við erum með ríka hefð fyrir verndun gamalla húsa, við hófum þá vegferð 1978. bæjarmyndin er mjög sterk og falleg og einkennist af þessum gömlu húsum,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi Íbúðarhúsum fjölgað „Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsum í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu fjórum til fimm árum. Við erum að stækka leikskólann, vorum að klára það núna á þessu ári, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ bætir bæjarstjórinn við. En hvernig er með íbúðaverðið? „Við erum með töluvert hátt fasteignaverð hér í Stykkishólmi samanborið við marga aðra staði á landsbyggðinni, þannig að það sýnir það hversu eftirsóknarvert er að búa hér í Stykkishólmi meðal annars,“ segir Jakob Björgvin. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nunnurnar í Stykkishólmi hafa allt sett skemmtilegan brag á bæjarfélagið. „Já, nunnurnar eru búnar að vera hérna með okkur í langan tíma og var náttúrulega grunnur þess að hér var byggður spítali 1936. Þær hafa búið með okkur hérna síðan,“ segir bæjarstjórinn. Húsin í Stykkishólmi eru mjög falleg og vel viðhaldið, alveg til fyrirmyndar.Magnús Hlynur Hreiðarsson íbúar virðast almennt vera mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt. „Það er bara fallegasti bær í heimi, það er bara svoleiðis, lang flottastur. Okkur líður öllum vel hér, sérstaklega mér, aðal Hólmarinn. Ég er númer eitt, það er alveg pottþétt,“ segir Jón Beck Agnarsson, bæjarverkstjóri kátur í bragði. „Þetta er mjög gott samfélag, það er samheldið. Það er stutt að fara í náttúruna, út að ganga, fuglalífið hérna er alveg dásamlegt. Þjónusta er líka mjög góð, það er allt hérna, sem við þurfum,“ segir Sigrún Þórsteinsdóttir, leikskólastjóri í Stykkishólmi. „Það besta við Stykkishólminn er nálægðin við sjóinn hérna og eyjarnar. Það er bara hvergi betra að eyða deginum heldur en akkúrat í siglingu um eyjarnar hérna á Breiðafirði, það er ekkert betra,“ segir Kristján Lár Gunnarsson, íbúi í Stykkishólmi. En hvað segja krakkarnir í Stykkishólmi, hvernig er að búa á staðnum? „Þetta er skemmtilegur bær og oft dálítið gott veður,“ segir Sigurrós Arna Thoroddsen, 9 ára. „Náttúran er fallegust og það er gaman að eiga heima hérna, fullt af krökkum, tónlistarskólinn og íþróttahúsið,“ segir Valdís Helga Alexandersdóttir, 11 ára. „Sundlaugin er best og svo er þetta rosalega skemmtilegur bær og góðir krakkar,“ segir Hugrún María Hólmgeirsdóttir, 11 ára. Krakkarnir í Stykkishólmi eru mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Stykkishólmsbæjar Stykkishólmur Hvar er Magnús Hlynur? Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Það er svo ótrúlega gaman að koma í Stykkishólm því þar er allt svo snyrtilegt og fínt, enda mikil metnaður hjá íbúunum að viðhalda húsum og görðum sínum vel. Bæjarfélagið lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Gömlu húsin í Stykkishólmi eru sér kapítuli út af fyrir sig því þau eru svo glæsileg og heilla alla, sem þangað koma. Stykkishólmsbær og Helgafellssveit voru að sameinast og nýtt sveitarfélag tók formlega til starfa 29. maí. Íbúarnir eru þá tæplega 1300. Stykkishólmur er fallegt og vinsælt bæjarfélag.Mats Wibe Lund „Stykkishólmur er ferðamannabær, gamall fiskistaður og verslunarstaður. Við erum með ríka hefð fyrir verndun gamalla húsa, við hófum þá vegferð 1978. bæjarmyndin er mjög sterk og falleg og einkennist af þessum gömlu húsum,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi Íbúðarhúsum fjölgað „Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsum í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu fjórum til fimm árum. Við erum að stækka leikskólann, vorum að klára það núna á þessu ári, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ bætir bæjarstjórinn við. En hvernig er með íbúðaverðið? „Við erum með töluvert hátt fasteignaverð hér í Stykkishólmi samanborið við marga aðra staði á landsbyggðinni, þannig að það sýnir það hversu eftirsóknarvert er að búa hér í Stykkishólmi meðal annars,“ segir Jakob Björgvin. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nunnurnar í Stykkishólmi hafa allt sett skemmtilegan brag á bæjarfélagið. „Já, nunnurnar eru búnar að vera hérna með okkur í langan tíma og var náttúrulega grunnur þess að hér var byggður spítali 1936. Þær hafa búið með okkur hérna síðan,“ segir bæjarstjórinn. Húsin í Stykkishólmi eru mjög falleg og vel viðhaldið, alveg til fyrirmyndar.Magnús Hlynur Hreiðarsson íbúar virðast almennt vera mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt. „Það er bara fallegasti bær í heimi, það er bara svoleiðis, lang flottastur. Okkur líður öllum vel hér, sérstaklega mér, aðal Hólmarinn. Ég er númer eitt, það er alveg pottþétt,“ segir Jón Beck Agnarsson, bæjarverkstjóri kátur í bragði. „Þetta er mjög gott samfélag, það er samheldið. Það er stutt að fara í náttúruna, út að ganga, fuglalífið hérna er alveg dásamlegt. Þjónusta er líka mjög góð, það er allt hérna, sem við þurfum,“ segir Sigrún Þórsteinsdóttir, leikskólastjóri í Stykkishólmi. „Það besta við Stykkishólminn er nálægðin við sjóinn hérna og eyjarnar. Það er bara hvergi betra að eyða deginum heldur en akkúrat í siglingu um eyjarnar hérna á Breiðafirði, það er ekkert betra,“ segir Kristján Lár Gunnarsson, íbúi í Stykkishólmi. En hvað segja krakkarnir í Stykkishólmi, hvernig er að búa á staðnum? „Þetta er skemmtilegur bær og oft dálítið gott veður,“ segir Sigurrós Arna Thoroddsen, 9 ára. „Náttúran er fallegust og það er gaman að eiga heima hérna, fullt af krökkum, tónlistarskólinn og íþróttahúsið,“ segir Valdís Helga Alexandersdóttir, 11 ára. „Sundlaugin er best og svo er þetta rosalega skemmtilegur bær og góðir krakkar,“ segir Hugrún María Hólmgeirsdóttir, 11 ára. Krakkarnir í Stykkishólmi eru mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Stykkishólmsbæjar
Stykkishólmur Hvar er Magnús Hlynur? Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira