Vinna ríkisstjórnarinnar ótrúverðug ef frumvarp Jóns nær fram að ganga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 12:59 Þórhildur Sunna vonar að stofnun nefndarinnar sé til marks um breytingar hjá ríkisstjórninni. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin geti ekki sett á fót ráðherranefnd sem endurskoða eigi útlendingamál á sama tíma og samþykkja eigi útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Forsætisráðherra segir að með nefndinni sé verið að setja útlendingamál í forgang. Forsætisráðuneytið tilkynnti í gær um stofnun tímabundinnar ráðherranefndar um málefni innflytjenda og flóttafólks. Hlutverk nefndarinnar verði að vinna markvisst að áherslum ríkisstjórnarinnar í málaflokkinum sem birtast í stjórnarsáttmála. „Þessi nefnd fer nú af stað og henni er ætlað að huga að bæði þeim sem koma hingað til að vinna, þeim sem eru að koma hingað í leit að alþjóðlegri vernd og líka bara hvernig við getum hugað að því að taka vel á móti fólki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Aðspurð hvort um stefnubreytingu í málaflokkinum væri að ræða sagði Katrín: „Þetta sýnir miklu heldur að við erum í raun og veru að forgangsraða þessum málefnum með því að setja niður sérstaka ráðherranefnd, þannig að við erum að vinna áfram út frá þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en erum að setja þetta ofar á dagskrána.“ Katrín Jakobsdóttir segir að verið sé að setja útlendingamál í ákveðinn forgang með stofnun ráðherranefndarinnar.Vísir/vilhelm Ótrúverðugt ef frumvarpið fer í gegn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að ríkisstjórnin geti ekki ráðist í endurbætur á málaflokkinum ef samþykkja eigi útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. „Það segir sig sjálft að ríkisstjórnin getur ekki skipað ráðherranefnd um heildarendurskoðun á þessum málaflokki og byrjað þá vinnu með því að keyra í gegn mjög umdeilt frumvarp sem þrengir verulega að réttindum þessa hóps sem ríkisstjórnin ætlar að skoða í því ljósi að þau séu mannauður og fengur, eins og þau lýstu í þessari yfirlýsingu,“ segir Þórhildur Sunna. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins um stofnun nefndarinnar segir: Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir m.a. að þátttaka fólks af erlendum uppruna auki fjölbreytileika, efli íslenskt samfélag og menningu og sé ein forsenda fyrir vexti efnahagslífsins. Tryggja þurfi að innflytjendur sem hér vilji búa og starfa fái tækifæri til aðlögunar og geti nýtt hæfileika sína og þekkingu. Þórhildur Sunna vonar að málið sé til marks um stefnubreytingu. „Ef það er byrjunarpunkturinn að samþykkja þessi ómannúðlegu lög, þá er skipun þessa starfshóps auðvitað bara einn ein smjörklípan til þess að beina athyglinni frá mannvonsku þessa frumvarps.“ Hún fái ekki annað séð en að falla verði frá frumvarpi dómsmálaráðherra. „Allt annað er ótrúverðugt varðandi þessa vinnu. Þau eru búin að velja að skipa starfshóp, þau geta ekki valið bæði,“ segir Þórhildur Sunna. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Tengdar fréttir Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. 2. júní 2022 14:01 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 „Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Forsætisráðuneytið tilkynnti í gær um stofnun tímabundinnar ráðherranefndar um málefni innflytjenda og flóttafólks. Hlutverk nefndarinnar verði að vinna markvisst að áherslum ríkisstjórnarinnar í málaflokkinum sem birtast í stjórnarsáttmála. „Þessi nefnd fer nú af stað og henni er ætlað að huga að bæði þeim sem koma hingað til að vinna, þeim sem eru að koma hingað í leit að alþjóðlegri vernd og líka bara hvernig við getum hugað að því að taka vel á móti fólki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Aðspurð hvort um stefnubreytingu í málaflokkinum væri að ræða sagði Katrín: „Þetta sýnir miklu heldur að við erum í raun og veru að forgangsraða þessum málefnum með því að setja niður sérstaka ráðherranefnd, þannig að við erum að vinna áfram út frá þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en erum að setja þetta ofar á dagskrána.“ Katrín Jakobsdóttir segir að verið sé að setja útlendingamál í ákveðinn forgang með stofnun ráðherranefndarinnar.Vísir/vilhelm Ótrúverðugt ef frumvarpið fer í gegn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að ríkisstjórnin geti ekki ráðist í endurbætur á málaflokkinum ef samþykkja eigi útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. „Það segir sig sjálft að ríkisstjórnin getur ekki skipað ráðherranefnd um heildarendurskoðun á þessum málaflokki og byrjað þá vinnu með því að keyra í gegn mjög umdeilt frumvarp sem þrengir verulega að réttindum þessa hóps sem ríkisstjórnin ætlar að skoða í því ljósi að þau séu mannauður og fengur, eins og þau lýstu í þessari yfirlýsingu,“ segir Þórhildur Sunna. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins um stofnun nefndarinnar segir: Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir m.a. að þátttaka fólks af erlendum uppruna auki fjölbreytileika, efli íslenskt samfélag og menningu og sé ein forsenda fyrir vexti efnahagslífsins. Tryggja þurfi að innflytjendur sem hér vilji búa og starfa fái tækifæri til aðlögunar og geti nýtt hæfileika sína og þekkingu. Þórhildur Sunna vonar að málið sé til marks um stefnubreytingu. „Ef það er byrjunarpunkturinn að samþykkja þessi ómannúðlegu lög, þá er skipun þessa starfshóps auðvitað bara einn ein smjörklípan til þess að beina athyglinni frá mannvonsku þessa frumvarps.“ Hún fái ekki annað séð en að falla verði frá frumvarpi dómsmálaráðherra. „Allt annað er ótrúverðugt varðandi þessa vinnu. Þau eru búin að velja að skipa starfshóp, þau geta ekki valið bæði,“ segir Þórhildur Sunna.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir m.a. að þátttaka fólks af erlendum uppruna auki fjölbreytileika, efli íslenskt samfélag og menningu og sé ein forsenda fyrir vexti efnahagslífsins. Tryggja þurfi að innflytjendur sem hér vilji búa og starfa fái tækifæri til aðlögunar og geti nýtt hæfileika sína og þekkingu.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Tengdar fréttir Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. 2. júní 2022 14:01 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 „Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. 2. júní 2022 14:01
Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57
„Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. 23. maí 2022 17:13