„Það mun ábyggilega taka nokkur ár að ná fyrra trausti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2022 13:20 Brynjar Már Brynjólfsson ef mannauðsstjóri ISAVIA. Hann segir að það hafi gengið vel að ráða um þrjú hundruð sumarstarfsmenn á flugvöllinn. Isavia Mannauðsstjóri ISAVIA telur að það muni taka nokkur ár að ná því trausti sem fólk hafi áður borið til flugvalla sem vinnustað eftir þrengingarnar sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum. Fylgifiskur sóttvarnatakmarkana sem ýmist voru hertar eða víkkaðar út var skert starfshlutfall og uppsagnir. Þrátt fyrir þetta hefur tekist betur að manna í stöður á flugvöllum ISAVIA fyrir ferðamannasumarið heldur en víða í Evrópu. Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri ISAVIA, var ekki bjartsýnn í byrjun árs þegar ráða þurfti um þrjú hundruð manns í sumarstörf á flugvöllum ISAVIA enda kom kórónuveirufaraldurinn illa niður á starfsfólki flugvalla víða um heim og gróf undan starfsöryggi þess. Undanfarið hafa fréttir verið sagðar af hálfgerðri örtröð og ringulreið á mörgum flugvöllum í Evrópu nú í aðdraganda ferðasumarsins. Brynjar segir að staðan sé mun betri á flugvöllum ISAVIA en víða annars staðar og að vel hafi gengið að manna stöður. „Miðað við þær fréttir sem við lesum núna um flugvelli í Evrópu og Bandaríkjunum þá erum við bara í ágætismálum. Margir flugvellir eiga í erfiðleikum með að manna störf hjá sér og þar af leiðandi hefur þurft að bæði fresta flugferðum og aflýsa en við búum ekki við það, sem betur fer. Við náum að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum hafa þannig að við erum í betri stöðu en margir aðrir.“ Brynjar segir að eftir kórónuveirufaraldurinn sé mikil áskorun fyrir stjórnendur flugvalla að skapa aftur traust til flugvalla sem vinnustað. „Við heyrum það frá kollegum okkar alls staðar í heiminum að traust á flugvöllum sem vinnustað hefur dalað vegna COVID-19. Margir flugvellir hafa ráðið starfsfólk en síðan þurft að draga ráðningarnar til baka ýmist út af nýjum afbrigðum af COVID eða uppsveiflum af COVID. Það mun ábyggilega taka nokkur ár að ná fyrra trausti. Við, til að mynda, vorum búin að ganga frá nánast öllum sumarráðningum fyrir sumarið 2020 og þurftum að draga stóran hluta þeirra til baka út af COVID. Sömuleiðis í fyrrasumar, þá vorum við langt komin með sumarráðningar en þá skellur á önnur bylgja og það setti hlutina í annað samhengi. Við þurftum annað hvort að draga úr starfshlutfalli eða draga ráðningar til baka.“ Það iðar allt af lífi á Keflavíkurflugvelli enda er ferðavilji ríkur eftir takmarkanirnar sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum. Þrátt fyrir þetta sé tilefni til bjartsýni vegna þess lærdóms sem dreginn var í faraldrinum. „Við, hins vegar, sem vinnum á flugvellinum erum mjög bjartsýn og trúum því að við séum búin að læra ansi margt á síðustu tveimur árum og við förum vonandi ekki aftur í sambærilegt ástand.“ Brynjar segir að þorri þeirra þrjú hundruð sumarstarfsmanna sem hafi fengið sumarstarf á flugvöllum ISAVIA séu ýmist Íslendingar eða íslenskumælandi einstaklingar því fyrirtækið geri kröfu um íslenskukunnáttu þegar störf eru auglýst. Þess ber þó að geta að starfsfólk frá ISAVIA telur ekki nema 10% af þeim sem starfa á Keflavíkurflugvelli. Þar eru fyrir stórir vinnuveitendur á borð við Icelandair og Airport Associates og þá er ótalinn fjöldi rekstraraðila inn á flugstöðinni. „Við erum bara brotabrot þar af en auðvitað vinnum við öll mjög náið saman í því samfélagi sem er til staðar á Keflavíkurflugvelli.“ Störf innan ferðaþjónustu geta verið afar sveiflukennd og því var kórónuveirufaraldurinn ekki á bætandi. „Já, það er náttúrulega þannig að við hjá ISAVIA erum orðin vön því að vera í mjög sveiflukenndri starfsemi. Ísland er vinsælt ferðamannaland, sérstaklega yfir sumarið, en blessunarlega hefur okkur nú samt tekist að markaðssetja Ísland sem áfangastað allt árið um kring þannig að sveiflurnar eru ekki eins miklar og áður fyrr en auðvitað er það alltaf áskorun að vinna í umhverfi þar sem eru sveiflur en ég held að við séum bara orðin góð í því og okkur gefst það vel,“ sagði Brynjar. Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01 Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. 13. apríl 2022 22:58 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Þrátt fyrir þetta hefur tekist betur að manna í stöður á flugvöllum ISAVIA fyrir ferðamannasumarið heldur en víða í Evrópu. Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri ISAVIA, var ekki bjartsýnn í byrjun árs þegar ráða þurfti um þrjú hundruð manns í sumarstörf á flugvöllum ISAVIA enda kom kórónuveirufaraldurinn illa niður á starfsfólki flugvalla víða um heim og gróf undan starfsöryggi þess. Undanfarið hafa fréttir verið sagðar af hálfgerðri örtröð og ringulreið á mörgum flugvöllum í Evrópu nú í aðdraganda ferðasumarsins. Brynjar segir að staðan sé mun betri á flugvöllum ISAVIA en víða annars staðar og að vel hafi gengið að manna stöður. „Miðað við þær fréttir sem við lesum núna um flugvelli í Evrópu og Bandaríkjunum þá erum við bara í ágætismálum. Margir flugvellir eiga í erfiðleikum með að manna störf hjá sér og þar af leiðandi hefur þurft að bæði fresta flugferðum og aflýsa en við búum ekki við það, sem betur fer. Við náum að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum hafa þannig að við erum í betri stöðu en margir aðrir.“ Brynjar segir að eftir kórónuveirufaraldurinn sé mikil áskorun fyrir stjórnendur flugvalla að skapa aftur traust til flugvalla sem vinnustað. „Við heyrum það frá kollegum okkar alls staðar í heiminum að traust á flugvöllum sem vinnustað hefur dalað vegna COVID-19. Margir flugvellir hafa ráðið starfsfólk en síðan þurft að draga ráðningarnar til baka ýmist út af nýjum afbrigðum af COVID eða uppsveiflum af COVID. Það mun ábyggilega taka nokkur ár að ná fyrra trausti. Við, til að mynda, vorum búin að ganga frá nánast öllum sumarráðningum fyrir sumarið 2020 og þurftum að draga stóran hluta þeirra til baka út af COVID. Sömuleiðis í fyrrasumar, þá vorum við langt komin með sumarráðningar en þá skellur á önnur bylgja og það setti hlutina í annað samhengi. Við þurftum annað hvort að draga úr starfshlutfalli eða draga ráðningar til baka.“ Það iðar allt af lífi á Keflavíkurflugvelli enda er ferðavilji ríkur eftir takmarkanirnar sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum. Þrátt fyrir þetta sé tilefni til bjartsýni vegna þess lærdóms sem dreginn var í faraldrinum. „Við, hins vegar, sem vinnum á flugvellinum erum mjög bjartsýn og trúum því að við séum búin að læra ansi margt á síðustu tveimur árum og við förum vonandi ekki aftur í sambærilegt ástand.“ Brynjar segir að þorri þeirra þrjú hundruð sumarstarfsmanna sem hafi fengið sumarstarf á flugvöllum ISAVIA séu ýmist Íslendingar eða íslenskumælandi einstaklingar því fyrirtækið geri kröfu um íslenskukunnáttu þegar störf eru auglýst. Þess ber þó að geta að starfsfólk frá ISAVIA telur ekki nema 10% af þeim sem starfa á Keflavíkurflugvelli. Þar eru fyrir stórir vinnuveitendur á borð við Icelandair og Airport Associates og þá er ótalinn fjöldi rekstraraðila inn á flugstöðinni. „Við erum bara brotabrot þar af en auðvitað vinnum við öll mjög náið saman í því samfélagi sem er til staðar á Keflavíkurflugvelli.“ Störf innan ferðaþjónustu geta verið afar sveiflukennd og því var kórónuveirufaraldurinn ekki á bætandi. „Já, það er náttúrulega þannig að við hjá ISAVIA erum orðin vön því að vera í mjög sveiflukenndri starfsemi. Ísland er vinsælt ferðamannaland, sérstaklega yfir sumarið, en blessunarlega hefur okkur nú samt tekist að markaðssetja Ísland sem áfangastað allt árið um kring þannig að sveiflurnar eru ekki eins miklar og áður fyrr en auðvitað er það alltaf áskorun að vinna í umhverfi þar sem eru sveiflur en ég held að við séum bara orðin góð í því og okkur gefst það vel,“ sagði Brynjar.
Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01 Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. 13. apríl 2022 22:58 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Gera ráð fyrir 5,7 milljónum farþega Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019. 11. maí 2022 08:01
Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55
Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. 13. apríl 2022 22:58