Kjósendur völdu næturstrætó Sindri Freyr Ásgeirsson skrifar 1. júní 2022 11:30 Nú standa yfir meirihlutaviðræður hjá borgarstjórnarflokkum Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, og má ætla að þau séu þar að ræða sameiginlega snertifleti á málefnum. Fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí var augljóst að flestir þeirra flokka sem nú eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavíkurborg sammála um ágæti næturstrætó: Afdráttarlausust voru Framsókn og Píratar en í stefnuskrá Framsóknar stendur „Framsókn vill endurvekja næturstrætó”[1] og hjá Pírötum stendur „komum aftur á næturstrætó”[2] . Voru það þessir tveir flokkar sem bættu við sig fylgi í kosningunum og ekki ólíklegt að þessi skýra afstaða gagnvart endurkomu næturstrætó sé hluti af því hvers vegna kjósendur greiddu þeim atkvæði sitt. Í kosningaáherslum Samfylkingarinnar segir að “sett verði aukið fjármagn í rekstur Strætó strax [...] einnig verði skoðað að auka tíðni á völdum leiðum utan háannatíma og/eða lengja aksturstímabil, meðal annars um helgar með næturstrætó”[3] . Að lokum talar Viðreisn um að „Reykjavík setji sér stefnu um næturhagkerfið”[4] en hluti af þörfum næturhagkerfisins eru öruggar samgöngur. Flokkarnir virðast því vera sammála um mikilvægi þess að endurvekja næturstrætó, enda er þessi þjónusta gríðarlega mikilvæg í fjárhagslegu-, umhverfislegu-, og jafnréttislegu tilliti. Næturstrætó er fjárhagsmál Kostnaður við að taka leigubíl er hár eins og bent var á í grein [5] um næturstrætó fyrr í vetur og eftir afléttingu samkomutakmarkana hefur einnig orðið vart við leigubílaskort. Því er næturstrætó mikilvæg þjónusta fyrir stúdenta og annað efnaminna fólk þannig að drjúgur hluti ráðstöfunartekna fólks fari ekki í leigubíl, en vitað er að framfærsla stúdenta er of lág og því nýta stúdentar og yngra fólk sér þjónustu strætó í auknum mæli.[6] Stúdentaráð Háskóla Íslands lagðist gegn áformum Strætó bs. að hætta rekstur næturstrætó m.a. af þessum ástæðum í ályktun sem ráðið sendi frá sér í ágúst 2021.[7] Næturstrætó er loftslagsmál Í umhverfisstefnu strætó stendur „Að upplýsa almenning um ávinning almenningssamgangna og stuðla þannig að aukinni notkun þeirra”[8]. Ljóst er að umhverfisvitund landsmanna er að aukast og mikilvægt er að auka hlutdeild vistvænna samgangna, á daginn sem og á nóttunni. Almenningur vill nýta sér þessa þjónustu og hún þarf að vera í boði fyrir þann hóp. Stór hópur ungs fólks vinnur vaktavinnu eða á óhefðbundnum tímum og því mikilvægt að gera þeim kleift að nýta sér vistvæna og örugga ferðamáta en í dag þarf þetta fólk að nýta sér bílinn ef þau búa út fyrir þjónustusvæði rafhlaupahjólanna. Þjónustan hafði ekki fengið nægilega reynslu þegar hún var lögð niður vegna COVID-19 og mikilvægt að gefa henni annað tækifæri. Næturstrætó er öryggismál Öryggi fólks er takmarkað á nóttunni og núverandi staða í samgöngumálum tengdum næturlífinu eykur á þetta öryggisleysi þar sem einungis dýrir og sjaldséðir leigubílar standa fólki til boða. Því er mikilvægt að aðgengi sé að áreiðanlegum almenningssamgöngum á næturnar, sérstaklega fyrir þann hóp fólks sem er meira berskjaldaður fyrir ofbeldi, til dæmis konur og aðrir minnihlutahópar. Þar sem næturstrætó væri hluti af almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins væri líklega fleira fólk með í hverri ferð, aukinn fjöldi veitir öryggi. Að ganga heim úr miðborginni er ekki ákjósanlegt fyrir alla. Síðustu ár hafa rafskútur skapað sér stöðu sem einn algengasti ferðamáti fólks, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Rafskútur eru ódýr og umhverfisvæn samgöngutæki og því tilvalinn kostur. Mörg nota rafskútur til að ferðast til og frá skemmtanalífinu og skiptar skoðanir eru á ágætum þess, ljóst er að áfengisneysla og rafskútunotkun fara ekki saman. Til þess að draga úr rafskútunotkun tengdri næturlífinu er nauðsynlegt að bjóða upp á annan umhverfisvænan, ódýran og öruggan ferðamáta. Mikilvægt er að þeir flokkar sem nú eru í meirihlutaviðræðum málamiðli ekki við sjálf sig heldur taki höndum saman, standi við loforðin og setji þetta mikilvæga málefni í forgang í meirihlutasáttmálanum - enda er ljóst að þau eru öll sammála um mikilvægi þjónustu næturstrætó. Kosningar eru til þess að fólkið fái að velja og kjósendur völdu næturstrætó! Undir þetta bréf skrifa: Egill Ö. Hermannsson - varaforseti Ungra umhverfissinna Glódís Guðgeirsdóttir - varaformaður Samtakanna um bíllausan lífsstíl. Sindri Freyr Ásgeirsson - Forseti Röskvu - samtök félagshyggjufólks við HÍ. Sólveig Ástudóttir Daðadóttir - Forseti Q - félag hinsegin stúdenta. Unndís Ýr Unnsteinsdóttir - Forseti Femínistafélags Háskóla Íslands Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams - stjórnarmaður Samtaka Reykvískra Skemmtistaða Heimildir: [1] Kosningastefna Framsóknarflokksins í Reykjavík. Framsókn (2022). [2] Kosningastefna Pírata í Reykjavík. Píratar (2022). [3] Kosningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin (2022). [4] Stefna Viðreisnar í Reykjavík. Viðreisn (2022). [5] Næturstrætó fyrir stúdenta. Sindri Freyr Ásgeirsson (2022). [6] Markaðsmál: Sumar & haust 2021. Strætó (2021). Bls 6 [7] Viðbrögð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna þjónustu Strætó bs. á næturnar. Stúdentaráð Háskóla Íslands (2021). [8] Umhverfisstefna Strætó bs. Strætó (2021). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Hagsmunir stúdenta Næturlíf Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir meirihlutaviðræður hjá borgarstjórnarflokkum Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, og má ætla að þau séu þar að ræða sameiginlega snertifleti á málefnum. Fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí var augljóst að flestir þeirra flokka sem nú eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavíkurborg sammála um ágæti næturstrætó: Afdráttarlausust voru Framsókn og Píratar en í stefnuskrá Framsóknar stendur „Framsókn vill endurvekja næturstrætó”[1] og hjá Pírötum stendur „komum aftur á næturstrætó”[2] . Voru það þessir tveir flokkar sem bættu við sig fylgi í kosningunum og ekki ólíklegt að þessi skýra afstaða gagnvart endurkomu næturstrætó sé hluti af því hvers vegna kjósendur greiddu þeim atkvæði sitt. Í kosningaáherslum Samfylkingarinnar segir að “sett verði aukið fjármagn í rekstur Strætó strax [...] einnig verði skoðað að auka tíðni á völdum leiðum utan háannatíma og/eða lengja aksturstímabil, meðal annars um helgar með næturstrætó”[3] . Að lokum talar Viðreisn um að „Reykjavík setji sér stefnu um næturhagkerfið”[4] en hluti af þörfum næturhagkerfisins eru öruggar samgöngur. Flokkarnir virðast því vera sammála um mikilvægi þess að endurvekja næturstrætó, enda er þessi þjónusta gríðarlega mikilvæg í fjárhagslegu-, umhverfislegu-, og jafnréttislegu tilliti. Næturstrætó er fjárhagsmál Kostnaður við að taka leigubíl er hár eins og bent var á í grein [5] um næturstrætó fyrr í vetur og eftir afléttingu samkomutakmarkana hefur einnig orðið vart við leigubílaskort. Því er næturstrætó mikilvæg þjónusta fyrir stúdenta og annað efnaminna fólk þannig að drjúgur hluti ráðstöfunartekna fólks fari ekki í leigubíl, en vitað er að framfærsla stúdenta er of lág og því nýta stúdentar og yngra fólk sér þjónustu strætó í auknum mæli.[6] Stúdentaráð Háskóla Íslands lagðist gegn áformum Strætó bs. að hætta rekstur næturstrætó m.a. af þessum ástæðum í ályktun sem ráðið sendi frá sér í ágúst 2021.[7] Næturstrætó er loftslagsmál Í umhverfisstefnu strætó stendur „Að upplýsa almenning um ávinning almenningssamgangna og stuðla þannig að aukinni notkun þeirra”[8]. Ljóst er að umhverfisvitund landsmanna er að aukast og mikilvægt er að auka hlutdeild vistvænna samgangna, á daginn sem og á nóttunni. Almenningur vill nýta sér þessa þjónustu og hún þarf að vera í boði fyrir þann hóp. Stór hópur ungs fólks vinnur vaktavinnu eða á óhefðbundnum tímum og því mikilvægt að gera þeim kleift að nýta sér vistvæna og örugga ferðamáta en í dag þarf þetta fólk að nýta sér bílinn ef þau búa út fyrir þjónustusvæði rafhlaupahjólanna. Þjónustan hafði ekki fengið nægilega reynslu þegar hún var lögð niður vegna COVID-19 og mikilvægt að gefa henni annað tækifæri. Næturstrætó er öryggismál Öryggi fólks er takmarkað á nóttunni og núverandi staða í samgöngumálum tengdum næturlífinu eykur á þetta öryggisleysi þar sem einungis dýrir og sjaldséðir leigubílar standa fólki til boða. Því er mikilvægt að aðgengi sé að áreiðanlegum almenningssamgöngum á næturnar, sérstaklega fyrir þann hóp fólks sem er meira berskjaldaður fyrir ofbeldi, til dæmis konur og aðrir minnihlutahópar. Þar sem næturstrætó væri hluti af almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins væri líklega fleira fólk með í hverri ferð, aukinn fjöldi veitir öryggi. Að ganga heim úr miðborginni er ekki ákjósanlegt fyrir alla. Síðustu ár hafa rafskútur skapað sér stöðu sem einn algengasti ferðamáti fólks, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Rafskútur eru ódýr og umhverfisvæn samgöngutæki og því tilvalinn kostur. Mörg nota rafskútur til að ferðast til og frá skemmtanalífinu og skiptar skoðanir eru á ágætum þess, ljóst er að áfengisneysla og rafskútunotkun fara ekki saman. Til þess að draga úr rafskútunotkun tengdri næturlífinu er nauðsynlegt að bjóða upp á annan umhverfisvænan, ódýran og öruggan ferðamáta. Mikilvægt er að þeir flokkar sem nú eru í meirihlutaviðræðum málamiðli ekki við sjálf sig heldur taki höndum saman, standi við loforðin og setji þetta mikilvæga málefni í forgang í meirihlutasáttmálanum - enda er ljóst að þau eru öll sammála um mikilvægi þjónustu næturstrætó. Kosningar eru til þess að fólkið fái að velja og kjósendur völdu næturstrætó! Undir þetta bréf skrifa: Egill Ö. Hermannsson - varaforseti Ungra umhverfissinna Glódís Guðgeirsdóttir - varaformaður Samtakanna um bíllausan lífsstíl. Sindri Freyr Ásgeirsson - Forseti Röskvu - samtök félagshyggjufólks við HÍ. Sólveig Ástudóttir Daðadóttir - Forseti Q - félag hinsegin stúdenta. Unndís Ýr Unnsteinsdóttir - Forseti Femínistafélags Háskóla Íslands Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams - stjórnarmaður Samtaka Reykvískra Skemmtistaða Heimildir: [1] Kosningastefna Framsóknarflokksins í Reykjavík. Framsókn (2022). [2] Kosningastefna Pírata í Reykjavík. Píratar (2022). [3] Kosningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin (2022). [4] Stefna Viðreisnar í Reykjavík. Viðreisn (2022). [5] Næturstrætó fyrir stúdenta. Sindri Freyr Ásgeirsson (2022). [6] Markaðsmál: Sumar & haust 2021. Strætó (2021). Bls 6 [7] Viðbrögð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna þjónustu Strætó bs. á næturnar. Stúdentaráð Háskóla Íslands (2021). [8] Umhverfisstefna Strætó bs. Strætó (2021).
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun