Tárvotur Zinchenko lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júní 2022 07:01 Oleksandr Zinchenko gat ekki haldið aftur af tilfinningum sínum á blaðamannafundi fyrir leik Úkraínu gegn Skotlandi. Mark Runnacles/Getty Images Úkraínski landsliðsmaðurinn Oleksandr Zinchenko brast í grát á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Skotlandi í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í kvöld. Hann lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta. Leikur Úkraínu og Skota fer fram í kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram í lok mars, en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta verður fyrsti leikur úkraínska landsliðsins síðan innrásin hófst, en sigurlið kvöldsins mætir Wales í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Katar næstkomandi sunnudag. „Allir Úkraínumenn vilja bara einn hlut - að stöðva þetta stríð,“ sagði Zinchenko á blaðamannafundi í gær. „Ég er búinn að tala við fólk frá mismunandi löndum og ég er búinn að tala við nokkra úkraínska krakka sem bara skilja ekki hvað er í gangi í Úkraínu. Þau vilja bara að stríðið hætti. Þau eiga sér einn draum og það er að stöðva stríðið.“ Leikmaðurinn sagði einnig að liðsmenn úkraínska landsliðsins ættu sér annan draum. Að komast á HM fyrir þjóð sína. „Þegar kemur að fótbolta þá á liðið sér sinn eigin draum. Við viljum fara á HM. Við viljum gefa úkraínsku þjóðinni þá mögnuðu tilfinningu af því að þau eiga það svo sannarlega skilið á þessari stundu.“ Oleksandr Zinchenko couldn’t hold back the tears while discussing Russia’s invasion during Ukraine’s press conference 💛💙 pic.twitter.com/4MOfAvZjj8— B/R Football (@brfootball) May 31, 2022 Zinchenko hefur ekki farið í felur með tilfinningar sínar eftir að stríðið hófst og þegar hann svaraði spurningum frá úkraínskum blaðamanni á fundinum í gær brotnaði hann niður. Hann þakkaði einnig skoska liðinu fyrir móttökurnar og kallaði eftir samstöðu. „Ég vil líka segja að það eru fullt af þjóðum sem kannski skilja ekki að í dag er það Úkraína, en á morgun gætu það verið þið. Þess vegna þurfum við að sýna samstöðu og sigrast á ofríkinu.“ „Ég er viss um að öll úkraínska þjóðin mun fylgjast með okkur. Við finnum fyrir stuðningnum. Við getum talað eins mikið og við viljum, en við þurfum að sanna okkur á vellinum. Við munum reyna að færa þjóðinni okkar gleði og stolt,“ sagði klökkur Zinchenko að lokum. HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Leikur Úkraínu og Skota fer fram í kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram í lok mars, en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta verður fyrsti leikur úkraínska landsliðsins síðan innrásin hófst, en sigurlið kvöldsins mætir Wales í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Katar næstkomandi sunnudag. „Allir Úkraínumenn vilja bara einn hlut - að stöðva þetta stríð,“ sagði Zinchenko á blaðamannafundi í gær. „Ég er búinn að tala við fólk frá mismunandi löndum og ég er búinn að tala við nokkra úkraínska krakka sem bara skilja ekki hvað er í gangi í Úkraínu. Þau vilja bara að stríðið hætti. Þau eiga sér einn draum og það er að stöðva stríðið.“ Leikmaðurinn sagði einnig að liðsmenn úkraínska landsliðsins ættu sér annan draum. Að komast á HM fyrir þjóð sína. „Þegar kemur að fótbolta þá á liðið sér sinn eigin draum. Við viljum fara á HM. Við viljum gefa úkraínsku þjóðinni þá mögnuðu tilfinningu af því að þau eiga það svo sannarlega skilið á þessari stundu.“ Oleksandr Zinchenko couldn’t hold back the tears while discussing Russia’s invasion during Ukraine’s press conference 💛💙 pic.twitter.com/4MOfAvZjj8— B/R Football (@brfootball) May 31, 2022 Zinchenko hefur ekki farið í felur með tilfinningar sínar eftir að stríðið hófst og þegar hann svaraði spurningum frá úkraínskum blaðamanni á fundinum í gær brotnaði hann niður. Hann þakkaði einnig skoska liðinu fyrir móttökurnar og kallaði eftir samstöðu. „Ég vil líka segja að það eru fullt af þjóðum sem kannski skilja ekki að í dag er það Úkraína, en á morgun gætu það verið þið. Þess vegna þurfum við að sýna samstöðu og sigrast á ofríkinu.“ „Ég er viss um að öll úkraínska þjóðin mun fylgjast með okkur. Við finnum fyrir stuðningnum. Við getum talað eins mikið og við viljum, en við þurfum að sanna okkur á vellinum. Við munum reyna að færa þjóðinni okkar gleði og stolt,“ sagði klökkur Zinchenko að lokum.
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira