Ætlum við að halda áfram að brjóta á börnum? Eymundur L. Eymundsson skrifar 31. maí 2022 21:30 Ár eftir ár tölum við um að það þurfi að gera betur í forvörnum til að minnka afleiðingar gagnvart vanlíðan barna. Vanlíðan barna spyr ekki um stöðu eða stétt frekar en líkamlegur vandi.Börn og fjölskyldur á að byggja upp en ekki brjóta niður eins og gert er og baráttan við kerfið og biðlistar lengjast. Það eru sögur um vanlíðan barna nær daglega í fjölmiðlum og það er eitthvað sem við sem samfélag og kerfi eigum ekki að samþykkja það er komið nóg. Sem samfélag og kerfið í heild verðum að gera betur fyrir börn og fjölskyldur framtíðarinnar.Það er nógu erfitt að glíma við vanlíðan alla daga og í vonleysinu fylgir sjálfsvígsáhætta og ég vil trúa því að nú hætti menn að tala og fari að framkvæma. Ég vona svo innilega að Ásmundur Einar mennta- og barnamálaráðherra muni fá hjálp frá skólakerfinu,samfélaginu og þeim sem vinna í geðheilbrigðismálum svo hægt sé að byggja upp góða framtíð og skapa verðmæti hjá börnum og fjölskyldum óháð stöðu eða stétt. Fá fagfólk til að vinna með tilfinningar, hugsanir, hegðun og atferli í skólum landsins er nefnillega ekki síður mikilvægt eins og við erum með tvo leikfimiskennara fyrir hreyfingu.Þegar barn glímir við vanlíðan á það að fjá hjálp hvort sem það er vegna foreldra eða það sé erfðatengt það er barnið á alltaf að vera í forgangi. Ef við látum ekki af fordómum og breytum ekki í skólakerfinu með betri forvörnum þá erum við ávallt að takast á við afleiðingar í stað þess að skapa verðmæti! Frá 12 ára aldri Það er svo grátlegt hvað lítið eða ekkert er fjallað um félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma ég hef reynt að vekja athygli á og mun gera áfram meðan virðing og viðurkenning er ekki til staðar fyrir börn og fullorðna.Félagsfælni byrjar oftast hjá börnum frá 10 til 15 ára aldri og að viðurkenna að manni líði illa og vita ekki hvert hægt er að leita er helvíti á jörð. Neikvæðar hugsanir og skömm hafði ég um sjálfan mig og var viss um allir væru að dæma mig og gera lítið úr mér. Lítið sem ekkert sjálfstraust eða sjálfsmynd,ég hataði sjálfan mig að þurfa að fela mína vanlíðan Ég var í fullri vinnu við að halda mér á lífi þar sem ég var með sjálfsvígshugsanir nær daglega frá 12 til 38 ára Ég forðaðist flestar aðstæður og mikill reiði og pirringur sem getur valdið togstreitu í samskiptum. Ég réð ekkert við taugakerfið, ég roðnaði og klökknaði í tíma og ótíma og það gerðist bara án þess ég réði nokkru um það. Ég hataði grunnskóla og entist tvo mánuði í framhaldsskóla. Þegar ég fór að sofa á kvöldin kveið ég fyrir því að vakna morguninn eftir og fara í trúðshlutverkið til að fela vanlíðan. Á mínum vinnustað forðaðist ég að fara í kaffi eða mat og mætti ekki á starfsmannafundi.Þegar félagar eða vinir fóru út á lífið þurfti ég að vera búinn að drekka í mig kjark til að komast til þeirra og endaði ég oftast í blackout. Vímuefnamisnotkun,þunglyndi og mikil einangrun er nefnilega ein af afleiðingum félagsfælni. Það var til nafn Hvort sem það er líkamlegt eða andlegt skiptir öllu máli að hafa nafn yfir það sem maður glímir við svo hægt sé að taka á vandanum. Ég greinist með slitgigt árið 1994 og er þá 27 ára gamall. Ég þurfti í mjaðmaliðaskipti 1998 og aftur 2004 sem mistókst sem er það besta sem hefur gerst í mínu lífi. Það er svolítið skrýtið að segja að misheppnuð aðgerð og glíma við mikla verki oft á tíðum sé það besta sem hafi hent 37 ára gamlan mann. Árið 2005 var ég á verkjasviði á Kristnesi í Eyjafirði og þar var fræðsla og fengum bæklinga um kvíða,félagsfælni og þunglyndi. Þegar ég fór að lesa þessa bæklinga var eins og ég væri að lesa um mig frá a til ö. Að fá nafn yfir það sem maður glímir við og sjá að það voru ástæður fyrir minni vanlíðan og flótta frá lífinu gaf mér nýtt og betra líf. Ég sá nefnilega að hægt var að fá hjálp og til að eignast betra líf. Ég gat losnað úr einangrun og komist úr mykrinu og feluleiknum´með að vinna í sjálfum mér með opnum huga. Ég hef líka menntað og hef haft kjark og þor til að opna á félagsfælni og um leið hefur verið gefandi að segja frá úrræðum sem hafa hjálpað sem gæti hjálpað öðrum að eignast betra líf. Það er gott að vera 54 ára í dag og ég er þakklátur að hafa fengið hjálp frá frábæru fagfólki og notendum geðheilbrigðiskerfisins sem ég bý að í dag. Ég vona að börn og fjölskyldur fái hjálp til að byggja sig upp fyrir lífsins verkefni óháð stöðu eða stétt.Hættum að fela vandan og förum að viðurkenna og taka á vandanum í samfélaginu, skólakerfinu og kerfinu öllu.Það er mjög þreytandi að sjá hvernig er brotið á börnum og fjölskyldum í stað þess að byggja upp fyrir framtíðina. Höfundur er ráðgjafi og félagsliði með mikla reynslu af vanlíðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ár eftir ár tölum við um að það þurfi að gera betur í forvörnum til að minnka afleiðingar gagnvart vanlíðan barna. Vanlíðan barna spyr ekki um stöðu eða stétt frekar en líkamlegur vandi.Börn og fjölskyldur á að byggja upp en ekki brjóta niður eins og gert er og baráttan við kerfið og biðlistar lengjast. Það eru sögur um vanlíðan barna nær daglega í fjölmiðlum og það er eitthvað sem við sem samfélag og kerfi eigum ekki að samþykkja það er komið nóg. Sem samfélag og kerfið í heild verðum að gera betur fyrir börn og fjölskyldur framtíðarinnar.Það er nógu erfitt að glíma við vanlíðan alla daga og í vonleysinu fylgir sjálfsvígsáhætta og ég vil trúa því að nú hætti menn að tala og fari að framkvæma. Ég vona svo innilega að Ásmundur Einar mennta- og barnamálaráðherra muni fá hjálp frá skólakerfinu,samfélaginu og þeim sem vinna í geðheilbrigðismálum svo hægt sé að byggja upp góða framtíð og skapa verðmæti hjá börnum og fjölskyldum óháð stöðu eða stétt. Fá fagfólk til að vinna með tilfinningar, hugsanir, hegðun og atferli í skólum landsins er nefnillega ekki síður mikilvægt eins og við erum með tvo leikfimiskennara fyrir hreyfingu.Þegar barn glímir við vanlíðan á það að fjá hjálp hvort sem það er vegna foreldra eða það sé erfðatengt það er barnið á alltaf að vera í forgangi. Ef við látum ekki af fordómum og breytum ekki í skólakerfinu með betri forvörnum þá erum við ávallt að takast á við afleiðingar í stað þess að skapa verðmæti! Frá 12 ára aldri Það er svo grátlegt hvað lítið eða ekkert er fjallað um félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma ég hef reynt að vekja athygli á og mun gera áfram meðan virðing og viðurkenning er ekki til staðar fyrir börn og fullorðna.Félagsfælni byrjar oftast hjá börnum frá 10 til 15 ára aldri og að viðurkenna að manni líði illa og vita ekki hvert hægt er að leita er helvíti á jörð. Neikvæðar hugsanir og skömm hafði ég um sjálfan mig og var viss um allir væru að dæma mig og gera lítið úr mér. Lítið sem ekkert sjálfstraust eða sjálfsmynd,ég hataði sjálfan mig að þurfa að fela mína vanlíðan Ég var í fullri vinnu við að halda mér á lífi þar sem ég var með sjálfsvígshugsanir nær daglega frá 12 til 38 ára Ég forðaðist flestar aðstæður og mikill reiði og pirringur sem getur valdið togstreitu í samskiptum. Ég réð ekkert við taugakerfið, ég roðnaði og klökknaði í tíma og ótíma og það gerðist bara án þess ég réði nokkru um það. Ég hataði grunnskóla og entist tvo mánuði í framhaldsskóla. Þegar ég fór að sofa á kvöldin kveið ég fyrir því að vakna morguninn eftir og fara í trúðshlutverkið til að fela vanlíðan. Á mínum vinnustað forðaðist ég að fara í kaffi eða mat og mætti ekki á starfsmannafundi.Þegar félagar eða vinir fóru út á lífið þurfti ég að vera búinn að drekka í mig kjark til að komast til þeirra og endaði ég oftast í blackout. Vímuefnamisnotkun,þunglyndi og mikil einangrun er nefnilega ein af afleiðingum félagsfælni. Það var til nafn Hvort sem það er líkamlegt eða andlegt skiptir öllu máli að hafa nafn yfir það sem maður glímir við svo hægt sé að taka á vandanum. Ég greinist með slitgigt árið 1994 og er þá 27 ára gamall. Ég þurfti í mjaðmaliðaskipti 1998 og aftur 2004 sem mistókst sem er það besta sem hefur gerst í mínu lífi. Það er svolítið skrýtið að segja að misheppnuð aðgerð og glíma við mikla verki oft á tíðum sé það besta sem hafi hent 37 ára gamlan mann. Árið 2005 var ég á verkjasviði á Kristnesi í Eyjafirði og þar var fræðsla og fengum bæklinga um kvíða,félagsfælni og þunglyndi. Þegar ég fór að lesa þessa bæklinga var eins og ég væri að lesa um mig frá a til ö. Að fá nafn yfir það sem maður glímir við og sjá að það voru ástæður fyrir minni vanlíðan og flótta frá lífinu gaf mér nýtt og betra líf. Ég sá nefnilega að hægt var að fá hjálp og til að eignast betra líf. Ég gat losnað úr einangrun og komist úr mykrinu og feluleiknum´með að vinna í sjálfum mér með opnum huga. Ég hef líka menntað og hef haft kjark og þor til að opna á félagsfælni og um leið hefur verið gefandi að segja frá úrræðum sem hafa hjálpað sem gæti hjálpað öðrum að eignast betra líf. Það er gott að vera 54 ára í dag og ég er þakklátur að hafa fengið hjálp frá frábæru fagfólki og notendum geðheilbrigðiskerfisins sem ég bý að í dag. Ég vona að börn og fjölskyldur fái hjálp til að byggja sig upp fyrir lífsins verkefni óháð stöðu eða stétt.Hættum að fela vandan og förum að viðurkenna og taka á vandanum í samfélaginu, skólakerfinu og kerfinu öllu.Það er mjög þreytandi að sjá hvernig er brotið á börnum og fjölskyldum í stað þess að byggja upp fyrir framtíðina. Höfundur er ráðgjafi og félagsliði með mikla reynslu af vanlíðan.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun