Rannsakandi Trumps beið afhroð Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2022 18:38 Lögmaðurinn Michael Sussmann var sýknaður í dag að formaður kviðdóms í málinu sagði að meðlimir kviðdómsins hefðu vel getað varið tíma sínum í eitthvað gáfulegra. AP/Manuel Balce Ceneta Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að. Durham, sem var skipaður af William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trump, hefur varið þremur árum í að rannsaka Rússarannsóknina með litlum sem engum árangri. Þetta er fyrsta mál hans þar sem réttarhöld fara fram. Ásakanirnar gegn Sussmann sneru, samkvæmt frétt New York Times, að undarlegum tölvugögnum sem rannsakendur fundu eftir að tölvuárás rússneskra útsendara á tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins var opinberuð. Rannsakendurnir komu gögnunum til starfsmanna FBI og sögðu þau mögulega sýna fram á að leynileg samskipti milli Trump-liða og Rússa. Rannsókn FBI sýndi þó að svo var ekki. Sussmann mun hafa komið gögnunum til FBI en saksóknarar Durham sökuðu hann um að hafa logið því að hann væri ekki að gera það á vegum skjólstæðings. Þeir sögðu hann hafa unnið bæði fyrir framboð Hillary Clintons og annan aðila sem kom gögnunum til hans. Á sama tíma hafi hann verið að reyna að fá blaðamenn til að skrifa um gögnin. Verjendur Sussmanns sögðu að rannsakendur FBI hefðu vitað að hann hefði starfað fyrir framboð Clinton og Demókrataflokkinn. Sagði kviðdómendur hafa sóað tíma sínum Durham vildi sýna fram á að Sussmann hefði tekið þátt í einhvers konar samsæri um að koma sök á Trump. Framboð Clinton átti meðal annars að hafa komið einnig að þessu samsæri. Eftir tveggja vikna réttarhöld tók það kviðdómendur sex klukkustundir að komast að þeirri niðurstöðu að Sussmann væri saklaus. Þau voru öll sammála. Eftir að niðurstaðan lá fyrir sagði formaður kviðdómsins við blaðamenn fyrir utan dómshúsið að fólkið sem skipaði kviðdóminn hefði vel getað varið tíma sínum í eitthvað gáfulegra en þessi réttarhöld. The jury forewoman, who did not give her name, told reporters outside the courthouse that I think we could have spent our time more wisely. https://t.co/mrCwqAoPkp— Laura Rozen (@lrozen) May 31, 2022 Sérstakur rannsakandi var skipaður eftir að í ljós kom að Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði sagt ósatt um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Mueller staðfesti mat leyniþjónustu Bandaríkjanna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Trump sigur. Ekkert samráð Rannsóknin leiddi ekki ljós glæpsamlegt samráð við Rússa en Trump forseti var þó ekki sýknaður af því að hafa staðið í vegi fyrir því að réttlætið næði fram að ganga, þó hann hafi ítrekað haldið því fram. 34 einstaklingar voru ákærðir vegna rannsóknarinnar og fyrir ýmsa glæpi. Þar á meðal eru sex fyrrverandi bandamenn og ráðgjafar Trump eins og fyrrverandi kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri, þjóðaröryggisráðgjafi og persónulegur lögmaður hans. Auk þess var hópur rússneskra starfsmanna „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu og aðrir ákærðir fyrir afskipti þeirra af kosningunum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Trump-liðar hafa lengi kvartað yfir rannsókn Mueller og þegar Trump var forseti setti hann og hans fólk nokkrar rannsóknir á laggirnar sem beindust að rannsókn Mueller. Þar á meðal var rannsókn Durhams. Samkvæmt frétt NPR hefur einn fyrrverandi lögmaður FBI játað við saksóknarar Durhams að hafa breytt opinberum gögnum og þar að auki eiga að fara fram önnur réttarhöld seinna á þessu ári gegn Igor Danchenko, rússneskum manni sem hefur verið sakaður um að ljúga að rannsakendum FBI. Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Tengdar fréttir Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03 Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Durham, sem var skipaður af William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trump, hefur varið þremur árum í að rannsaka Rússarannsóknina með litlum sem engum árangri. Þetta er fyrsta mál hans þar sem réttarhöld fara fram. Ásakanirnar gegn Sussmann sneru, samkvæmt frétt New York Times, að undarlegum tölvugögnum sem rannsakendur fundu eftir að tölvuárás rússneskra útsendara á tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins var opinberuð. Rannsakendurnir komu gögnunum til starfsmanna FBI og sögðu þau mögulega sýna fram á að leynileg samskipti milli Trump-liða og Rússa. Rannsókn FBI sýndi þó að svo var ekki. Sussmann mun hafa komið gögnunum til FBI en saksóknarar Durham sökuðu hann um að hafa logið því að hann væri ekki að gera það á vegum skjólstæðings. Þeir sögðu hann hafa unnið bæði fyrir framboð Hillary Clintons og annan aðila sem kom gögnunum til hans. Á sama tíma hafi hann verið að reyna að fá blaðamenn til að skrifa um gögnin. Verjendur Sussmanns sögðu að rannsakendur FBI hefðu vitað að hann hefði starfað fyrir framboð Clinton og Demókrataflokkinn. Sagði kviðdómendur hafa sóað tíma sínum Durham vildi sýna fram á að Sussmann hefði tekið þátt í einhvers konar samsæri um að koma sök á Trump. Framboð Clinton átti meðal annars að hafa komið einnig að þessu samsæri. Eftir tveggja vikna réttarhöld tók það kviðdómendur sex klukkustundir að komast að þeirri niðurstöðu að Sussmann væri saklaus. Þau voru öll sammála. Eftir að niðurstaðan lá fyrir sagði formaður kviðdómsins við blaðamenn fyrir utan dómshúsið að fólkið sem skipaði kviðdóminn hefði vel getað varið tíma sínum í eitthvað gáfulegra en þessi réttarhöld. The jury forewoman, who did not give her name, told reporters outside the courthouse that I think we could have spent our time more wisely. https://t.co/mrCwqAoPkp— Laura Rozen (@lrozen) May 31, 2022 Sérstakur rannsakandi var skipaður eftir að í ljós kom að Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði sagt ósatt um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Mueller staðfesti mat leyniþjónustu Bandaríkjanna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Trump sigur. Ekkert samráð Rannsóknin leiddi ekki ljós glæpsamlegt samráð við Rússa en Trump forseti var þó ekki sýknaður af því að hafa staðið í vegi fyrir því að réttlætið næði fram að ganga, þó hann hafi ítrekað haldið því fram. 34 einstaklingar voru ákærðir vegna rannsóknarinnar og fyrir ýmsa glæpi. Þar á meðal eru sex fyrrverandi bandamenn og ráðgjafar Trump eins og fyrrverandi kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri, þjóðaröryggisráðgjafi og persónulegur lögmaður hans. Auk þess var hópur rússneskra starfsmanna „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu og aðrir ákærðir fyrir afskipti þeirra af kosningunum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Trump-liðar hafa lengi kvartað yfir rannsókn Mueller og þegar Trump var forseti setti hann og hans fólk nokkrar rannsóknir á laggirnar sem beindust að rannsókn Mueller. Þar á meðal var rannsókn Durhams. Samkvæmt frétt NPR hefur einn fyrrverandi lögmaður FBI játað við saksóknarar Durhams að hafa breytt opinberum gögnum og þar að auki eiga að fara fram önnur réttarhöld seinna á þessu ári gegn Igor Danchenko, rússneskum manni sem hefur verið sakaður um að ljúga að rannsakendum FBI.
Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Tengdar fréttir Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03 Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41
Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55
Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03
Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42