Grétar Sigurbjörnsson, verkefnisstjóri Sandgerðishafnar, segir að hann hafi sjálfur óskað eftir aðstoð slökkviliðs þegar hann varð þess var að báturinn Sindri GK væri að sökkva við Norðurgarð hafnarinnar.
„Ég kom að honum og hafði samband við slökkvilið. Það var mikið um að vera hérna í höfninni milli tíu og ellefu í gærkvöldi. En það náðist að dæla upp úr honum áður en hann sökk, sem betur fer,“ segir Grétar í samtali við fréttastofu.