Sendi Kobe heitnum skilaboð áður en hann kom Boston í úrslit NBA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 13:00 Jayson Tatum var frábær í einvíginu gegn Miami Heat. Ásamt því að senda Kobe Bryant heitnum skilaboð að oddaleiknum loknum þá lék hann með svitaband Kobe til heiðurs. Andy Lyons/Getty Images Jayson Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er komið í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn síðan árið 2010. Hann sendi Kobe Bryant heitnum skilaboð fyrir oddaleik Celtics og Miami Heat en Kobe var hálfgerður lærifaðir Tatum. Boston Celtics er mætt í úrslit NBA-deildarinnar ásamt Golden State Warriors. Boston fór erfiðu leiðina en liðið fór alla leið í oddaleik gegn Jimmy Butler og félögum í Miami Heat í úrslitaleik Austurdeildarinnar. Má færa ágætis rök fyrir því að Tatum sé helsta ástæða þess að Boston er komið alla leið í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2010 en hann hefur verið frábær á leiktíðinni. Þá var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Miami. „Þetta er mikill heiður. Þetta virðist ekki enn vera raunverulegt. Ég er mjög hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Tatum í viðtali eftir oddaleikinn. Eastern Conference Finals MVP for a reason pic.twitter.com/yNjnBSZWal— Boston Celtics (@celtics) May 30, 2022 „Þó ég hafi verið í deildinni í dágóðan tíma þá man ég enn þegar ég var í menntaskóla að láta mig dreyma um augnablik sem þessi. Ég er að lifa drauminn,“ bætti Tatum við. Áður en hann ræddi svitaband sem hann lék með í leiknum, það var tileinkað Kobe Bryant. „Hann var fyrirmyndin mín, innblásturinn minn, uppáhaldsleikmaðurinn minn. Skórnir sem ég hef verið í undanfarna leiki voru tileinkaðir honum. Fyrir leikinn í dag horfði ég á myndband af nokkrum af stærstu augnablikum hans á ferlinum. Þetta var stærsti leikurinn á ferli mínum til þessa og ég vildi spila með armbandið til að heiðra hann og deila augnablikinu á einhvern hátt. Það gekk upp.“ Eftir leik sendi Tatum svo skilaboð á Kobe Bryant heitinn. I got you today pic.twitter.com/M24l1g0PRJ— Ballislife.com (@Ballislife) May 30, 2022 Jayson Tatum er ásamt Boston Celtics kominn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Þar bíður þeirra ógnarsterkt lið Golden State Warriors. Það skyldi þó enginn veðja gegn Tatum og Boston, þeim virðast allir vegir færir þessa dagana. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Boston Celtics er mætt í úrslit NBA-deildarinnar ásamt Golden State Warriors. Boston fór erfiðu leiðina en liðið fór alla leið í oddaleik gegn Jimmy Butler og félögum í Miami Heat í úrslitaleik Austurdeildarinnar. Má færa ágætis rök fyrir því að Tatum sé helsta ástæða þess að Boston er komið alla leið í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2010 en hann hefur verið frábær á leiktíðinni. Þá var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Miami. „Þetta er mikill heiður. Þetta virðist ekki enn vera raunverulegt. Ég er mjög hamingjusamur og þakklátur,“ sagði Tatum í viðtali eftir oddaleikinn. Eastern Conference Finals MVP for a reason pic.twitter.com/yNjnBSZWal— Boston Celtics (@celtics) May 30, 2022 „Þó ég hafi verið í deildinni í dágóðan tíma þá man ég enn þegar ég var í menntaskóla að láta mig dreyma um augnablik sem þessi. Ég er að lifa drauminn,“ bætti Tatum við. Áður en hann ræddi svitaband sem hann lék með í leiknum, það var tileinkað Kobe Bryant. „Hann var fyrirmyndin mín, innblásturinn minn, uppáhaldsleikmaðurinn minn. Skórnir sem ég hef verið í undanfarna leiki voru tileinkaðir honum. Fyrir leikinn í dag horfði ég á myndband af nokkrum af stærstu augnablikum hans á ferlinum. Þetta var stærsti leikurinn á ferli mínum til þessa og ég vildi spila með armbandið til að heiðra hann og deila augnablikinu á einhvern hátt. Það gekk upp.“ Eftir leik sendi Tatum svo skilaboð á Kobe Bryant heitinn. I got you today pic.twitter.com/M24l1g0PRJ— Ballislife.com (@Ballislife) May 30, 2022 Jayson Tatum er ásamt Boston Celtics kominn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Þar bíður þeirra ógnarsterkt lið Golden State Warriors. Það skyldi þó enginn veðja gegn Tatum og Boston, þeim virðast allir vegir færir þessa dagana. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn