Utan vallar: Komust á Rushmore-fjall íslenska handboltans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2022 10:01 Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, er kominn í góða æfingu við að lyfta bikurum. vísir/hulda margrét Valur var með langbesta lið landsins í handbolta karla í vetur. Það er staðreynd, ekki skoðun. En hversu gott er Valsliðið 2021-22 í sögulegu samhengi? Á laugardaginn komst Valur á Rushmore-fjall íslenska handboltans með nokkrum goðsagnakenndum liðum þegar þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV, 30-31, í Eyjum. Valsmenn kórónuðu þar með stórkostlegt tímabil þar sem þeir unnu þrennuna svokölluðu, urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Aðeins fimm lið höfðu afrekað það áður: FH 1992, Valur 1993, Afturelding 1999, Haukar 2010 og ÍBV 2018. Fámennur en afar góðmennur hópur. Á Rushmore fjallinu í Suður-Dakóta eru hausmyndir af fjórum af frægustu Bandaríkjaforsetum sögunnar: George Washington, Thomas Jefferson, Theodore Roosevelt og Abraham Lincoln. Valur varð jafnframt fyrsta liðið í íslenskum karlahandbolta til að vinna tvöfalt tvö ár í röð. Valsmenn voru líka hársbreidd frá því að komast í hóp með Haukum 2005, HK 2012 og Haukum 2015 sem unnu alla leiki sína í úrslitakeppninni. Það hefði verið ansi vígalegt að taka alla þrjá titlana og vinna alla leikina í úrslitakeppninni. En eitt naumt tap fyrir sterku liði ÍBV telur lítið í stóra samhenginu. Valur vann ekki bara leikina sína; þeir rústuðu þeim. Fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni unnu Valsmenn með samtals 51 marks mun. Fyrri hálfleikurinn í fyrsta leiknum gegn ÍBV, sem Valur vann 22-9, var meistarastykki og eftir þann leik bjuggust eflaust flestir við að Valsmenn myndu sópa Eyjamönnum eins og Frömurum og Selfyssingum. En ÍBV á mikið hrós skilið fyrir að koma til baka. Þeir fundu lausnir og síðustu þrír leikirnir voru hnífjafnir. Árangurinn er ekki það eina aðdáunarverða við Valsliðið 2021-22 heldur einnig spilamennskan. Fullt af íslenskum liðum hafa spilað hraðan handbolta en ekkert á sama hraða þetta Valslið. Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert frábæra hluti með Val.vísir/Hulda Margrét Það keyrði í hvert einasta skipti og skoraði ógrynni marka eftir hraðaupphlaup og hraða miðju. Sóknirnar voru oft örstuttar sem hlýtur að hafa verið niðurdrepandi fyrir andstæðingana. Eftir að hafa kannski að puðað og erfiðað í mínútu til að skora tók það Val kannski bara tíu sekúndur að koma boltanum í markið hinum megin. Til að spila þennan túrbóbolta þarf að vera í góðu formi og það vantar ekkert upp á það hjá Valsmönnum. Líkamlegt atgervi liðsins er augljóslega fyrsta flokks. Svo hjálpar líka til að vera með mikla breidd eins og Valur býr svo sannarlega yfir. Lán í óláni Valsliðið varð ekki til á einni nóttu. Fyrstu tvö tímabil Snorra Steins Guðjónssonar enduðu með því að Val var sópað í sumarfrí og þegar þeir virtust vera líklegir meistarakandítatar 2019-20, og urðu deildarmeistarar, var tímabilið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Á ýmsu gekk tímabilið 2020-21 og framan af því voru Valsmenn ekki líklegir til afreka. En þeir urðu betri eftir því sem á leið og svo óstöðvandi í óhefðbundinni úrslitakeppni. Skarð Einars Þorsteins Ólafssonar hjá Val verður vandfyllt. Hann er á leið til Frederica í Danmörku.vísir/Hulda Margrét Mikil meiðsli herjuðu á Val tímabilið 2020-21 en það reyndist blessun í dulargervi því þá fékk Einar Þorsteinn Ólafsson tækifæri. Drengurinn er ekki bara frábær varnarmaður heldur virðist handboltagreindin og hæfileikinn til að hefja hraðaupphlaup hafa erfst í beinan karllegg. Svipað gerðist í vetur. Vegna meiðsla fengu til að mynda bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir stórt tækifæri, gripu gæsina og gott betur. Frammistaða Arnórs var það góð að Agnar Smári Jónsson, einn mesti endakall íslensks handbolta síðustu ára, fékk nánast ekkert að spila. Síðasta púslið í Valsliðið var svo Björgvin Páll Gústavsson. Besti markvörður landsins og þar að auki með frábærar sendingar fram völlinn. Og ekki fækkaði hraðaupphlaupsmörkunum við komu hans. Sögulega samhengið En já, vorum við ekki að spá í því hvar ætti að setja þetta Valslið yfir þau bestu sem hafa sést hér á landi. Valur er allavega besta lið sem undirritaður hefur séð á þeim rúmu tuttugu árum sem hann hefur fylgst með handbolta. Einu liðin frá aldamótum sem gætu talist í sama flokki eru Haukar 2001 og ÍBV 2018. Haukar unnu tvöfalt, komust í undanúrslit EHF-bikarsins og voru með fjölda landsliðsmanna innan sinna raða. Eyjamenn unnu þrefalt og fóru í undanúrslit Áskorendabikarsins. Magnús Óli Magnússon í leik Vals og Lemgo síðasta haust.vísir/vilhelm Bæði þessi lið hafa árangur í Evrópukeppni fram yfir Val 2022. En það er erfitt að skammast í Valsmönnum fyrir að vinna ekki þýsku bikarmeistarana. Raunar spilaði Valur tvo hörkugóða leiki gegn Lemgo og það hefði verið áhugavert að sjá hvað strákarnir hans Snorra Steins hefðu getað gert í framhaldinu, hefðu þeir komist áfram. Það hlýtur að vera næsta mál á dagskrá hjá Val; að vera með læti í Evrópukeppni. Samanburðurinn við önnur eldri og frábær lið er snúnari, sérstaklega fyrir mann sem á „bara“ 33 ár á ferilskránni. Landslagið í handboltanum er allt öðruvísi en á síðustu öld og íþróttin tekið gríðarlega miklum breytingum. Þetta er samt líklega besta Valsliðið frá þrennuliðinu 1993 og Íslands- og deildarmeistaraliðinu 1995. Síðarnefnda liðið hafði svo það sem Val í vetur vantaði kannski, alvöru andstæðing eins og KA sem ýtti Val út á bjargbrúnina hvað eftir annað í goðsagnakenndum viðureignum í bikarúrslitum og úrslitaeinvígi. ÍBV gerði það að einhverju leyti í vetur en önnur lið voru ljósárum á eftir Val. Stiven Tobar Valencia blómstraði í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.vísir/Hulda Margrét Vondu fréttirnar fyrir hin ellefu liðin í Olís-deildinni er að fátt bendir til þess að Valur gefi eitthvað eftir á næsta tímabili. Einar Þorsteinn er vissulega á förum og skarð hans verður ekki fyllt svo glatt en hópurinn er sterkur og breiður, enginn er skortur á efnilegum leikmönnum á Hlíðarenda og svo er Valur fjársterkasta félag landsins. Strákarnir hans Snorra Steins hafa svifið vængjum þöndum undanfarna mánuði og allar líkur eru á að þeir geri það áfram og haldi áfram að skrifa nýja kafla í íslenska handboltasögu. Olís-deild karla Valur Utan vallar Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Sjá meira
Á laugardaginn komst Valur á Rushmore-fjall íslenska handboltans með nokkrum goðsagnakenndum liðum þegar þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV, 30-31, í Eyjum. Valsmenn kórónuðu þar með stórkostlegt tímabil þar sem þeir unnu þrennuna svokölluðu, urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Aðeins fimm lið höfðu afrekað það áður: FH 1992, Valur 1993, Afturelding 1999, Haukar 2010 og ÍBV 2018. Fámennur en afar góðmennur hópur. Á Rushmore fjallinu í Suður-Dakóta eru hausmyndir af fjórum af frægustu Bandaríkjaforsetum sögunnar: George Washington, Thomas Jefferson, Theodore Roosevelt og Abraham Lincoln. Valur varð jafnframt fyrsta liðið í íslenskum karlahandbolta til að vinna tvöfalt tvö ár í röð. Valsmenn voru líka hársbreidd frá því að komast í hóp með Haukum 2005, HK 2012 og Haukum 2015 sem unnu alla leiki sína í úrslitakeppninni. Það hefði verið ansi vígalegt að taka alla þrjá titlana og vinna alla leikina í úrslitakeppninni. En eitt naumt tap fyrir sterku liði ÍBV telur lítið í stóra samhenginu. Valur vann ekki bara leikina sína; þeir rústuðu þeim. Fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni unnu Valsmenn með samtals 51 marks mun. Fyrri hálfleikurinn í fyrsta leiknum gegn ÍBV, sem Valur vann 22-9, var meistarastykki og eftir þann leik bjuggust eflaust flestir við að Valsmenn myndu sópa Eyjamönnum eins og Frömurum og Selfyssingum. En ÍBV á mikið hrós skilið fyrir að koma til baka. Þeir fundu lausnir og síðustu þrír leikirnir voru hnífjafnir. Árangurinn er ekki það eina aðdáunarverða við Valsliðið 2021-22 heldur einnig spilamennskan. Fullt af íslenskum liðum hafa spilað hraðan handbolta en ekkert á sama hraða þetta Valslið. Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert frábæra hluti með Val.vísir/Hulda Margrét Það keyrði í hvert einasta skipti og skoraði ógrynni marka eftir hraðaupphlaup og hraða miðju. Sóknirnar voru oft örstuttar sem hlýtur að hafa verið niðurdrepandi fyrir andstæðingana. Eftir að hafa kannski að puðað og erfiðað í mínútu til að skora tók það Val kannski bara tíu sekúndur að koma boltanum í markið hinum megin. Til að spila þennan túrbóbolta þarf að vera í góðu formi og það vantar ekkert upp á það hjá Valsmönnum. Líkamlegt atgervi liðsins er augljóslega fyrsta flokks. Svo hjálpar líka til að vera með mikla breidd eins og Valur býr svo sannarlega yfir. Lán í óláni Valsliðið varð ekki til á einni nóttu. Fyrstu tvö tímabil Snorra Steins Guðjónssonar enduðu með því að Val var sópað í sumarfrí og þegar þeir virtust vera líklegir meistarakandítatar 2019-20, og urðu deildarmeistarar, var tímabilið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Á ýmsu gekk tímabilið 2020-21 og framan af því voru Valsmenn ekki líklegir til afreka. En þeir urðu betri eftir því sem á leið og svo óstöðvandi í óhefðbundinni úrslitakeppni. Skarð Einars Þorsteins Ólafssonar hjá Val verður vandfyllt. Hann er á leið til Frederica í Danmörku.vísir/Hulda Margrét Mikil meiðsli herjuðu á Val tímabilið 2020-21 en það reyndist blessun í dulargervi því þá fékk Einar Þorsteinn Ólafsson tækifæri. Drengurinn er ekki bara frábær varnarmaður heldur virðist handboltagreindin og hæfileikinn til að hefja hraðaupphlaup hafa erfst í beinan karllegg. Svipað gerðist í vetur. Vegna meiðsla fengu til að mynda bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir stórt tækifæri, gripu gæsina og gott betur. Frammistaða Arnórs var það góð að Agnar Smári Jónsson, einn mesti endakall íslensks handbolta síðustu ára, fékk nánast ekkert að spila. Síðasta púslið í Valsliðið var svo Björgvin Páll Gústavsson. Besti markvörður landsins og þar að auki með frábærar sendingar fram völlinn. Og ekki fækkaði hraðaupphlaupsmörkunum við komu hans. Sögulega samhengið En já, vorum við ekki að spá í því hvar ætti að setja þetta Valslið yfir þau bestu sem hafa sést hér á landi. Valur er allavega besta lið sem undirritaður hefur séð á þeim rúmu tuttugu árum sem hann hefur fylgst með handbolta. Einu liðin frá aldamótum sem gætu talist í sama flokki eru Haukar 2001 og ÍBV 2018. Haukar unnu tvöfalt, komust í undanúrslit EHF-bikarsins og voru með fjölda landsliðsmanna innan sinna raða. Eyjamenn unnu þrefalt og fóru í undanúrslit Áskorendabikarsins. Magnús Óli Magnússon í leik Vals og Lemgo síðasta haust.vísir/vilhelm Bæði þessi lið hafa árangur í Evrópukeppni fram yfir Val 2022. En það er erfitt að skammast í Valsmönnum fyrir að vinna ekki þýsku bikarmeistarana. Raunar spilaði Valur tvo hörkugóða leiki gegn Lemgo og það hefði verið áhugavert að sjá hvað strákarnir hans Snorra Steins hefðu getað gert í framhaldinu, hefðu þeir komist áfram. Það hlýtur að vera næsta mál á dagskrá hjá Val; að vera með læti í Evrópukeppni. Samanburðurinn við önnur eldri og frábær lið er snúnari, sérstaklega fyrir mann sem á „bara“ 33 ár á ferilskránni. Landslagið í handboltanum er allt öðruvísi en á síðustu öld og íþróttin tekið gríðarlega miklum breytingum. Þetta er samt líklega besta Valsliðið frá þrennuliðinu 1993 og Íslands- og deildarmeistaraliðinu 1995. Síðarnefnda liðið hafði svo það sem Val í vetur vantaði kannski, alvöru andstæðing eins og KA sem ýtti Val út á bjargbrúnina hvað eftir annað í goðsagnakenndum viðureignum í bikarúrslitum og úrslitaeinvígi. ÍBV gerði það að einhverju leyti í vetur en önnur lið voru ljósárum á eftir Val. Stiven Tobar Valencia blómstraði í úrslitakeppninni og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.vísir/Hulda Margrét Vondu fréttirnar fyrir hin ellefu liðin í Olís-deildinni er að fátt bendir til þess að Valur gefi eitthvað eftir á næsta tímabili. Einar Þorsteinn er vissulega á förum og skarð hans verður ekki fyllt svo glatt en hópurinn er sterkur og breiður, enginn er skortur á efnilegum leikmönnum á Hlíðarenda og svo er Valur fjársterkasta félag landsins. Strákarnir hans Snorra Steins hafa svifið vængjum þöndum undanfarna mánuði og allar líkur eru á að þeir geri það áfram og haldi áfram að skrifa nýja kafla í íslenska handboltasögu.
Olís-deild karla Valur Utan vallar Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Sjá meira