Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Ágúst Mogensen skrifar 30. maí 2022 10:00 Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. Hafa ber í huga að skráningin byggir á lögregluskýrslum og því má gera ráð fyrir að fleiri hafi slasast og leitað sér aðhlynningar án aðkomu lögreglu. Samkvæmt rannsókn á rafskútuslysum á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór á bráðamóttöku Landspítala á þriggja mánaða tímabili árið 2020 og greint er frá í 5. tölublaði Læknablaðsins (2021), kemur fram að 149 einstaklingar leituðu sér aðstoðar vegna slysa á rafmagnshlaupahjólum eða að meðaltali 1,6 á dag. Í 60% tilvika var orsök slyss of mikill hraði, viðkomandi missti jafnvægið eða ójafna í götu. Reyndust 79% barna hafa notað hjálm en einungis 17% fullorðinna. Þá voru 40% 18 ára og eldri undir áhrifum áfengis. Þessar upplýsingar vekja upp spurningar hvernig þróunin verður á þessu ári og hvernig við getum fækkað þessum slysum. Fall er ekki alltaf fararheill Það er eðlilegt að fjöldi slysa aukist samhliða aukinni notkun á rafmagnshlaupahjólum, en það þýðir ekki að það sé ásættanlegt. Fall af rafskútu er algeng orsök slysa, alveg eins og á reiðhjólum og bifhjólum. Þetta snýst að hluta um jafnvægi og hæfni sem þarf að þjálfa upp. Oft þarf að sveigja frá hættu eða hemla snögglega, sérstaklega í þéttri umferð. Athyglin þarf að vera í lagi og hraðinn eftir aðstæðum. Þeir sem eru óvanir þurfa að auka færni sína jafnt og þétt og temja sér varnarakstur. Háir kantar, brúnir og ójafnt yfirborð er varasamt en þarna kemur líka að ábyrgð veghaldara við hönnun og viðhald stíga og gatna. Og hvað sem fólk gerir, ekki vera undir áhrifum áfengis á rafmagnshlaupahjóli. Þá er hvert hjól gert fyrir einn aðila, alls ekki farþega. Meiðsli á höfði, andliti og efri útlimum Undanfarin ár hafa birst nokkrar rannsóknir á meiðslum sem fólk hlýtur á rafmagnshlaupahjólum og ákveðin mynd farin að birtast. Meiðsli á efri útlimum eru algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Þá eru höfuð- og andlitsmeiðsli algeng en notkun á hjálmum og hlífðarfatnaði er ábótavant. Hér getum við gert betur, bæði einstaklingar og fyrirtæki, sem hvetja starfsfólk til að nota rafmagnshlaupahjól. Öll fyrirtæki ættu að eiga hjálma fyrir starfsfólkið sem hægt er að sótthreinsa eftir notkun. Það er hluti af góðri öryggismenningu. Deilum stígnum án þess að deila um hann Þó fall af rafmagnshlaupahjóli sé algeng orsök slyss þá hafa orðið alvarleg slys þar sem árekstur verður með öðru ökutæki eða gangandi vegfaranda. Mikilvægt er að fara varlega og hægja á sér við gatnamót stíga og gatna og halda sig hægra megin. Að deila stíg eða götu með öðrum vegfarendum á öruggan hátt felur m.a. í sér að allir fylgja sömu reglum um umferð. Það verður að vera taktur og fyrirsjáanleiki í umferðinni og merkjagjöf í lagi, við megum ekki koma öðrum vegfarendum á óvart með svigakstri, eða stytta okkur leið þannig að hætta skapist. Þá er meiri hætta á árekstrum. Að sama skapi þurfa ökumenn bifreiða að taka tillit til umferðar rafmagnshlaupahjóla. Verði árekstur við bifreið mun ökumaður rafmagnshlaupahjólsins undantekningalítið verða sá sem fellur eða meiðist. Við ráðum ferðinni Það er alltaf freistandi að þrengja lagaramma til þess að breyta hegðun. Það er gott og gilt í mörgum tilvikum en gleymum ekki samtakamætti fólks sem leiðir til bættrar öryggismenningar. Okkar viðhorf og skoðanir hafa áhrif á hegðun annarra. Ef hópurinn ákveður að það sé ekki sniðugt að fara ölvaður á rafmagnshlaupahjól þá þarf ekki afskipti lögreglu. Ef mamma eða pabbi segja að nota eigi hjálm þá er líklegt að það verði gert. Nýjung eins og rafmagnshlaupahjól þurfa aðlögunartíma, menningin kringum þau er ennþá í mótun og við ráðum ferðinni. Rafmagnshlaupahjól eru frábær samgöngutæki, umhverfisvæn, ódýr og taka lítt pláss sé þeim lagt rétt. Sameinumst um ábyrga notkun, ábyrga hegðun og fækkum slysum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Rafhlaupahjól Samgönguslys Ágúst Mogensen Umferðaröryggi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. Hafa ber í huga að skráningin byggir á lögregluskýrslum og því má gera ráð fyrir að fleiri hafi slasast og leitað sér aðhlynningar án aðkomu lögreglu. Samkvæmt rannsókn á rafskútuslysum á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór á bráðamóttöku Landspítala á þriggja mánaða tímabili árið 2020 og greint er frá í 5. tölublaði Læknablaðsins (2021), kemur fram að 149 einstaklingar leituðu sér aðstoðar vegna slysa á rafmagnshlaupahjólum eða að meðaltali 1,6 á dag. Í 60% tilvika var orsök slyss of mikill hraði, viðkomandi missti jafnvægið eða ójafna í götu. Reyndust 79% barna hafa notað hjálm en einungis 17% fullorðinna. Þá voru 40% 18 ára og eldri undir áhrifum áfengis. Þessar upplýsingar vekja upp spurningar hvernig þróunin verður á þessu ári og hvernig við getum fækkað þessum slysum. Fall er ekki alltaf fararheill Það er eðlilegt að fjöldi slysa aukist samhliða aukinni notkun á rafmagnshlaupahjólum, en það þýðir ekki að það sé ásættanlegt. Fall af rafskútu er algeng orsök slysa, alveg eins og á reiðhjólum og bifhjólum. Þetta snýst að hluta um jafnvægi og hæfni sem þarf að þjálfa upp. Oft þarf að sveigja frá hættu eða hemla snögglega, sérstaklega í þéttri umferð. Athyglin þarf að vera í lagi og hraðinn eftir aðstæðum. Þeir sem eru óvanir þurfa að auka færni sína jafnt og þétt og temja sér varnarakstur. Háir kantar, brúnir og ójafnt yfirborð er varasamt en þarna kemur líka að ábyrgð veghaldara við hönnun og viðhald stíga og gatna. Og hvað sem fólk gerir, ekki vera undir áhrifum áfengis á rafmagnshlaupahjóli. Þá er hvert hjól gert fyrir einn aðila, alls ekki farþega. Meiðsli á höfði, andliti og efri útlimum Undanfarin ár hafa birst nokkrar rannsóknir á meiðslum sem fólk hlýtur á rafmagnshlaupahjólum og ákveðin mynd farin að birtast. Meiðsli á efri útlimum eru algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Þá eru höfuð- og andlitsmeiðsli algeng en notkun á hjálmum og hlífðarfatnaði er ábótavant. Hér getum við gert betur, bæði einstaklingar og fyrirtæki, sem hvetja starfsfólk til að nota rafmagnshlaupahjól. Öll fyrirtæki ættu að eiga hjálma fyrir starfsfólkið sem hægt er að sótthreinsa eftir notkun. Það er hluti af góðri öryggismenningu. Deilum stígnum án þess að deila um hann Þó fall af rafmagnshlaupahjóli sé algeng orsök slyss þá hafa orðið alvarleg slys þar sem árekstur verður með öðru ökutæki eða gangandi vegfaranda. Mikilvægt er að fara varlega og hægja á sér við gatnamót stíga og gatna og halda sig hægra megin. Að deila stíg eða götu með öðrum vegfarendum á öruggan hátt felur m.a. í sér að allir fylgja sömu reglum um umferð. Það verður að vera taktur og fyrirsjáanleiki í umferðinni og merkjagjöf í lagi, við megum ekki koma öðrum vegfarendum á óvart með svigakstri, eða stytta okkur leið þannig að hætta skapist. Þá er meiri hætta á árekstrum. Að sama skapi þurfa ökumenn bifreiða að taka tillit til umferðar rafmagnshlaupahjóla. Verði árekstur við bifreið mun ökumaður rafmagnshlaupahjólsins undantekningalítið verða sá sem fellur eða meiðist. Við ráðum ferðinni Það er alltaf freistandi að þrengja lagaramma til þess að breyta hegðun. Það er gott og gilt í mörgum tilvikum en gleymum ekki samtakamætti fólks sem leiðir til bættrar öryggismenningar. Okkar viðhorf og skoðanir hafa áhrif á hegðun annarra. Ef hópurinn ákveður að það sé ekki sniðugt að fara ölvaður á rafmagnshlaupahjól þá þarf ekki afskipti lögreglu. Ef mamma eða pabbi segja að nota eigi hjálm þá er líklegt að það verði gert. Nýjung eins og rafmagnshlaupahjól þurfa aðlögunartíma, menningin kringum þau er ennþá í mótun og við ráðum ferðinni. Rafmagnshlaupahjól eru frábær samgöngutæki, umhverfisvæn, ódýr og taka lítt pláss sé þeim lagt rétt. Sameinumst um ábyrga notkun, ábyrga hegðun og fækkum slysum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun