Soffía frænka ræður öllu í fjósinu á Snorrastöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2022 07:46 Kristján Ágúst Magnússon, kátur kúabóndi á bænum Snorrastöðum í Borgarbyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Soffía frænka úr Kardemommubænum kemur víða við, því nú er hún mætt í fjós á bæ í Borgarbyggð þar sem hún ræður ríkjum og stjórnar öllum kúnum í kringum sig með harðri hendi. Á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppnum hinum forna, nú Borgarbyggð er myndarlegt kúabú þar sem Kristján Ágúst Magnússon og Brandís Margrét Hauksdóttir eru kúabændur, auk þess að vera með ferðaþjónustu á bænum. Kristján keyrir rúllurnar á fóðurganginn en fjórar rúllur duga í tvo daga fyrir gripina. Sumarið leggst vel í fjölskylduna á Snorrastöðum hvað varðar mjólkina og ferðamennina. „Já, ég segi fyrir okkur, bæði ætlum við að láta kýrnar mjólka vel og svo erum við náttúrlega líka með ferðaþjónustu, það hjálpar og lítur vel út,“ segir Kristján. Kristján segir að kúabúskapur hafi breyst ótrúlega mikið á síðustu 25 til 30 árum. „Já, já, við byrjum hér, ég og konan mín fyrir 30 árum síðan. Það er bara himin og haf þarna á milli. Vinnuaðstæður og velferð dýra og allt það. Búin hafa stækkað gríðarlega og þeim fækkar náttúrulega líka.“ Fjósið er nýlegt og glæsilegt á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og mannfólkið þá eru kýrnar mismunandi karakterar. Það þekkir Kristján vel því Soffía frænka, sem á nöfnu úr Kardemommubænum en þær eru mjög líkar í skapi. „Hún er elst í hópnum og þegar hún kemur inn í biðplássið í mjaltabásinn þá ryður hún öllum frá og þær víkja allar fyrir henni. Það er mikið talað um einelti hjá mannfólki en það er ekki síður hjá gripum í fjósum, ekki síst í lausagöngufjósum“, segir Kristján enn fremur og drífur sig í kjölfarið að sækja fleiri rúllur í kýrnar og handa Soffíu til að halda henni góðri. Soffía frænka, sem ræður ríkjum í fjósinu á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppnum hinum forna, nú Borgarbyggð er myndarlegt kúabú þar sem Kristján Ágúst Magnússon og Brandís Margrét Hauksdóttir eru kúabændur, auk þess að vera með ferðaþjónustu á bænum. Kristján keyrir rúllurnar á fóðurganginn en fjórar rúllur duga í tvo daga fyrir gripina. Sumarið leggst vel í fjölskylduna á Snorrastöðum hvað varðar mjólkina og ferðamennina. „Já, ég segi fyrir okkur, bæði ætlum við að láta kýrnar mjólka vel og svo erum við náttúrlega líka með ferðaþjónustu, það hjálpar og lítur vel út,“ segir Kristján. Kristján segir að kúabúskapur hafi breyst ótrúlega mikið á síðustu 25 til 30 árum. „Já, já, við byrjum hér, ég og konan mín fyrir 30 árum síðan. Það er bara himin og haf þarna á milli. Vinnuaðstæður og velferð dýra og allt það. Búin hafa stækkað gríðarlega og þeim fækkar náttúrulega líka.“ Fjósið er nýlegt og glæsilegt á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og mannfólkið þá eru kýrnar mismunandi karakterar. Það þekkir Kristján vel því Soffía frænka, sem á nöfnu úr Kardemommubænum en þær eru mjög líkar í skapi. „Hún er elst í hópnum og þegar hún kemur inn í biðplássið í mjaltabásinn þá ryður hún öllum frá og þær víkja allar fyrir henni. Það er mikið talað um einelti hjá mannfólki en það er ekki síður hjá gripum í fjósum, ekki síst í lausagöngufjósum“, segir Kristján enn fremur og drífur sig í kjölfarið að sækja fleiri rúllur í kýrnar og handa Soffíu til að halda henni góðri. Soffía frænka, sem ræður ríkjum í fjósinu á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira