„Þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 14:00 Guðlaugur Victor Pálsson í einum af 29 leikjum sínum með íslenska A-landsliðinu. Hann og Thierry Henry náðu ekki vel saman til að byrja með í New York. Getty/Alex Grimm Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var á sínum tími samherji goðsagnarinnar Thierry Henry hjá New York Red Bulls. Aðspurður á þeim tíma hefði Guðlaugur Victor sagt að Henry væri algjör fáviti. Skoðun hans hefur þó breyst með árunum. Guðlaugur Victor leikur í dag með þýska stórveldinu Schalke 04. Bar hann fyrirliðaband liðsins er það tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Guðlaugur Victor ræddi lífið og veginn í þættinum Dagmál á mbl.is. Þar á meðal ræddi hann veru sína í New York og til að mynda að það væri mikilvægara fyrir hann í dag að vera með fjölskyldu sinni heldur en íslenska landsliðinu. Guðlaugur Victor hefur áður rætt Henry en eftir að Íslendingurinn svaraði framherjanum franska þá svaraði Frakkinn með því að leggja hann í einelti á æfingum. „Ef þú hefðir spurt mig þá, þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst. En þegar ég horfi til baka – ég var – hann er sigurvegari. Hann er búinn að vera hjá Arsenal, Barcelona og vinna allt sem hægt er að vinna.“ „Þegar ég horfði á Last Dance með Michael Jordan, ég sá bara Thierry Henry. Þannig var hann. Þótt hann hafi verið í New York Red Bulls, hann vildi bara vinna. Hann vildi fá það sama, eins og Michael Jordan í þáttunum.“ „Ég var með stóran kjaft þegar ég hafði alls ekki efni á því, tíminn minn hjá New York var algjört flopp sko. Ég var með stóran kjaft og var bara krakki í hans augum,“ segir Guðlaugur Victor í viðtalinu sem finna má á vef mbl. Hinn 31 árs gamli Guðlaugur Victor hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars spilað á Englandi, í Skotlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Hann á að baki 29 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 1 mark. Fótbolti MLS Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Guðlaugur Victor leikur í dag með þýska stórveldinu Schalke 04. Bar hann fyrirliðaband liðsins er það tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Guðlaugur Victor ræddi lífið og veginn í þættinum Dagmál á mbl.is. Þar á meðal ræddi hann veru sína í New York og til að mynda að það væri mikilvægara fyrir hann í dag að vera með fjölskyldu sinni heldur en íslenska landsliðinu. Guðlaugur Victor hefur áður rætt Henry en eftir að Íslendingurinn svaraði framherjanum franska þá svaraði Frakkinn með því að leggja hann í einelti á æfingum. „Ef þú hefðir spurt mig þá, þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst. En þegar ég horfi til baka – ég var – hann er sigurvegari. Hann er búinn að vera hjá Arsenal, Barcelona og vinna allt sem hægt er að vinna.“ „Þegar ég horfði á Last Dance með Michael Jordan, ég sá bara Thierry Henry. Þannig var hann. Þótt hann hafi verið í New York Red Bulls, hann vildi bara vinna. Hann vildi fá það sama, eins og Michael Jordan í þáttunum.“ „Ég var með stóran kjaft þegar ég hafði alls ekki efni á því, tíminn minn hjá New York var algjört flopp sko. Ég var með stóran kjaft og var bara krakki í hans augum,“ segir Guðlaugur Victor í viðtalinu sem finna má á vef mbl. Hinn 31 árs gamli Guðlaugur Victor hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars spilað á Englandi, í Skotlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Hann á að baki 29 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 1 mark.
Fótbolti MLS Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira