„Andrúmsloftið er mjög gott og við erum spenntir yfir að vera mættir hingað, að venjast leikvanginum og aðstæðum,“ sagði Klopp á síðasta blaðamannafundi sínum fyrir leikinn.
Aðspurður um stöðuna á Thiago og Fabinho, sem óvissa hefur ríkt um vegna meiðsla, svaraði sá þýski: „Þetta lítur vel út varðandi bæði Thiago og Fabinho. Fabinho hefur æft eðlilega og Thiago æfði með liðinu í gær, æfir aftur í dag og við metum svo stöðuna eftir það.“
Fabinho verður í byrjunarliði Liverpool á morgun samkvæmt líklegum byrjunarliðum liðanna á vef UEFA en þau má sjá hér að neðan:
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Konaté, Van Dijk, Robertson; Henderson, Fabinho, Keïta; Salah, Mané, Luis Díaz.
Real Madrid: Courtois; Carvajal, Éder Militão, Alaba, Mendy; Kroos, Casemiro, Modrić; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior.