Fékk kvíðakast í miðjum leik og tapaði óvænt Valur Páll Eiríksson skrifar 27. maí 2022 13:00 Halep hlýtur læknisaðstoð vegna öndunarörðugleika af völdum kvíðakastsins. Clive Brunskill/Getty Images Rúmenska tenniskonan Simona Halep fékk kvíðakast í miðjum leik er hún tapaði í annarri umferð Opna franska meistaramótsins í París í gær. Halep hefur unnið tvo risatitla á ferli sínum en átti í miklum vandræðum gegn hinni kínversku Zheng Qinwen. Hin þrítuga Halep, sem vann Opna franska árið 2018, er á meðal fjölmargra sterkra tenniskvenna sem hafa fallið úr keppni á mótinu. Aðeins þrjár konur af þeim efstu tíu á heimslistanum standa eftir; Iga Swiatek, sem er efst á lista, Paula Badosa, þriðja, og Aryna Sabalenka, sjöunda. Halep tapaði 6-2, 2-6 og 1-6 fyrir hinni 19 ára gömlu Zheng, þar sem henni fataðist rækilega flugið eftir því sem leið á. Greint er frá því að hún hafi fengið kvíðakast á meðal leiknum stóð, þar sem hún átti í erfiðleikum með andardrátt og þurfti að kalla til þjálfara sinn og lækni. Halep kveðst „ekki hafa vitað hvernig hún ætti að taka á ástandinu“ í gær en segist hafa fengið slík köst áður. „Ég lendi ekki oft í þessu,“ sagði Halep. „Ég veit í raun ekki af hverju þetta gerðist, vegna þess að ég leiddi leikinn og var að spila vel. En þetta gerðist, og eins og ég segi, ég tapaði mér og gat ekki einbeitt mér.“ „Eftir leikinn var þetta mjög erfitt en ég hef það fínt núna. Ég hef jafnað mig og mun læra af þessu. Þetta var ekkert hættulegt, finnst mér, en þetta gerðist. Svo það er gott að ég get brosað núna.“ sagði Halep. Í ljósti óvæntra úrslita á mótinu til þessa, meðal annars tap Karolinu Pliskovu, silfurhafanum frá Wimbledon-mótinu, fyrir hinni frönsku Leoliu Jeanjean, sem er í 227. sæti á heimslistanum, þykir flest benda til sigurs Igu Swiatek. Tennis Rúmenía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Hin þrítuga Halep, sem vann Opna franska árið 2018, er á meðal fjölmargra sterkra tenniskvenna sem hafa fallið úr keppni á mótinu. Aðeins þrjár konur af þeim efstu tíu á heimslistanum standa eftir; Iga Swiatek, sem er efst á lista, Paula Badosa, þriðja, og Aryna Sabalenka, sjöunda. Halep tapaði 6-2, 2-6 og 1-6 fyrir hinni 19 ára gömlu Zheng, þar sem henni fataðist rækilega flugið eftir því sem leið á. Greint er frá því að hún hafi fengið kvíðakast á meðal leiknum stóð, þar sem hún átti í erfiðleikum með andardrátt og þurfti að kalla til þjálfara sinn og lækni. Halep kveðst „ekki hafa vitað hvernig hún ætti að taka á ástandinu“ í gær en segist hafa fengið slík köst áður. „Ég lendi ekki oft í þessu,“ sagði Halep. „Ég veit í raun ekki af hverju þetta gerðist, vegna þess að ég leiddi leikinn og var að spila vel. En þetta gerðist, og eins og ég segi, ég tapaði mér og gat ekki einbeitt mér.“ „Eftir leikinn var þetta mjög erfitt en ég hef það fínt núna. Ég hef jafnað mig og mun læra af þessu. Þetta var ekkert hættulegt, finnst mér, en þetta gerðist. Svo það er gott að ég get brosað núna.“ sagði Halep. Í ljósti óvæntra úrslita á mótinu til þessa, meðal annars tap Karolinu Pliskovu, silfurhafanum frá Wimbledon-mótinu, fyrir hinni frönsku Leoliu Jeanjean, sem er í 227. sæti á heimslistanum, þykir flest benda til sigurs Igu Swiatek.
Tennis Rúmenía Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira