Alþingi verði að koma áfengislöggjöf til nútímans Snorri Másson skrifar 26. maí 2022 16:15 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt frumvarp um smábrugghús fyrir þingið en kallar það hænuskref í rétta átt. Vísir/Vilhelm Í formála ársskýrslu ÁTVR skrifar forstjóri ríkisfyrirtækisins, Ívar Arndal, að ef vefverslun einkaaðila með áfengi verði leyfð á Íslandi, sé smásala innanlands í raun gefin frjáls. Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að stigin verði skref í átt að frjálsari sölu áfengis. Hann segir enga millileið vera til; ekki sé hægt að vera með frjálsa samkeppni og einkasölu ríkisins á sömu vöru og sama tíma, segir forstjórinn, eins og má segja að ástandið hafi verið nú um hríð með tilkomu vefverslana með áfengi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að frumvarp nú um lítil brugghús sé hænuskref fram á við í átt að eðlilegri löggjöf, en að hugsa þurfi stærra. „Við erum komin bara í ógöngur í þessum málaflokki. Alþingi verður að horfast í augu við það að við verðum að uppfæra þessa löggjöf og koma henni til nútímans. Það er ítrekað búið að reyna að skapa umræðu um það og leggja fram frumvörp, ég er til dæmis með frumvarp núna um lítil brugghús inni í þinginu, en þetta hefur aldrei komist til þinglegrar meðferðar eða til afgreiðslu í þingsal, aldrei komist frá nefnd, af því að það er einhver andstaða meðal einhverra þingmanna, hún er ekki á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir vilja halda gömlum siðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst styðja einkasölu ríkisins á áfengi eftir sem áður. „Ég hef stutt það fyrirkomulag og ég tel það sambærilegt við fyrirkomulagið á öðrum Norðurlöndum, nema í Danmörku. Þetta hefur í raun og veru verið hluti af okkar fornvarna- og áfengisstefnu í þessu. Hins vegar sjáum við það að breytingar á tækni og viðskiptaháttum hafa gert það að verkum að við erum að sjá nýjar áskoranir blasa við og það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. „Við höfum verið opin fyrir ýmsu en við höfum á sama tíma, sem flokkur, verið á því að það eigi að ganga varlega um þær dyr að auka aðgengi að áfengi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst ekki vilja afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Hann segir enga millileið vera til; ekki sé hægt að vera með frjálsa samkeppni og einkasölu ríkisins á sömu vöru og sama tíma, segir forstjórinn, eins og má segja að ástandið hafi verið nú um hríð með tilkomu vefverslana með áfengi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að frumvarp nú um lítil brugghús sé hænuskref fram á við í átt að eðlilegri löggjöf, en að hugsa þurfi stærra. „Við erum komin bara í ógöngur í þessum málaflokki. Alþingi verður að horfast í augu við það að við verðum að uppfæra þessa löggjöf og koma henni til nútímans. Það er ítrekað búið að reyna að skapa umræðu um það og leggja fram frumvörp, ég er til dæmis með frumvarp núna um lítil brugghús inni í þinginu, en þetta hefur aldrei komist til þinglegrar meðferðar eða til afgreiðslu í þingsal, aldrei komist frá nefnd, af því að það er einhver andstaða meðal einhverra þingmanna, hún er ekki á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir vilja halda gömlum siðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst styðja einkasölu ríkisins á áfengi eftir sem áður. „Ég hef stutt það fyrirkomulag og ég tel það sambærilegt við fyrirkomulagið á öðrum Norðurlöndum, nema í Danmörku. Þetta hefur í raun og veru verið hluti af okkar fornvarna- og áfengisstefnu í þessu. Hins vegar sjáum við það að breytingar á tækni og viðskiptaháttum hafa gert það að verkum að við erum að sjá nýjar áskoranir blasa við og það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. „Við höfum verið opin fyrir ýmsu en við höfum á sama tíma, sem flokkur, verið á því að það eigi að ganga varlega um þær dyr að auka aðgengi að áfengi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst ekki vilja afnema einkasölu ríkisins á áfengi.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent