Njarðvík vann nágrannaslaginn í Keflavík | FH ekki í vandræðum með Kára Atli Arason skrifar 25. maí 2022 22:00 Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Njarðvíkur, skoraði tvö mörk gegn sínum fyrri liðsfélögum í Keflavík í kvöld. Njarðvík Toppliðið í 2. deildinni, Njarðvík, gerði sér lítið fyrir og sló út nágranna sína og Bestu-deildar lið Keflavíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 1-4 útisigri í Keflavík. Steven Lennon, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og lagði upp annað gegn Kára í 3-0 sigri Hafnfirðinga á sama tíma. Kenneth Hogg, leikmaður Njarðvíkur, kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu leiksins fyrir framan nánast fulla stúku í Keflavík þar sem 1.220 manns mættu á þennan nágrannaslag en leikurinn í kvöld var aðeins sá þriðji sem liðin leika gegn hvort öðru í bikarkeppni. Nágranna slagur í dag. @fcnjardvik vs @FcKeflavik. Legg til að slagurinn verði héðan í frá nefndur „Sá stutti" enda ekki nema 806 m frá miðju Keflavíkurvallar til miðju Njarðvíkurvallar í beinni loftlínu. Örugglega stysta vegalengd á milli knattspyrnuvalla á Íslandi #fotboltinet pic.twitter.com/LynukGCVg0— Árni Jóhannsson (@arnijo) May 23, 2019 Heimamenn bættu í sóknarleik sinn eftir mark Njarðvíkur sem varð til þess þeir grænklæddu náðu skyndisókn á 38. mínútu og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Magnús Þórir Matthíasson, tvöfaldaði forskot Njarðvíkur með skoti við enda vítateigs. Fimm mínútum eftir mark Magnúsar fá Keflvíkingar dæmda vítaspyrnu eftir að Marc McAusland, annar fyrrum leikmaður Keflavíkur, brýtur á Patrik Johannesen innan vítateigs. Patrik skorar af öryggi úr vítaspyrnunni og hálfleikstölur voru 1-2. Á 63. mínútu skoraði Magnús sitt annað mark fyrir Njarðvík í leiknum og kemur gestunum aftur tveimur mörkum yfir. Njarðvíkingar fullkomna svo niðurlæginguna á nágrönnum sínum þegar markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, Oumar Diouck, skoraði fjórða mark Njarðvíkinga á 94. mínútu leiksins og Njarðvík fer áfram í 16-liða úrslit. Steven Lennon lagði upp eitt og skoraði tvö gegn Kára.Vísir/Hulda Margrét FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Kára frá Akranesi. FH lá í sókn nánast allan fyrri hálfleikinn en þó án þess að skora. Steven Lennon bætir þó úr því á 56. mínútu með mark eftir stoðsendingu Baldurs Loga Guðlaugssonar. Sóknarþungi FH hélt áfram en Kára menn sáu aldrei til sólar í þessum leik. Björn Daníel Sverrisson gerði annað mark FH eftir undirbúning frá Steven Lennon. Skotinn knái klárar svo leikinn á 93. mínútu og aftur eftir afar óeigingjarnan undirbúning Baldurs Loga. 3-0 sigur FH varð því staðreynd og Hafnfirðingar verða með Njarðvíkingum í pottinum fyrir 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Kenneth Hogg, leikmaður Njarðvíkur, kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu leiksins fyrir framan nánast fulla stúku í Keflavík þar sem 1.220 manns mættu á þennan nágrannaslag en leikurinn í kvöld var aðeins sá þriðji sem liðin leika gegn hvort öðru í bikarkeppni. Nágranna slagur í dag. @fcnjardvik vs @FcKeflavik. Legg til að slagurinn verði héðan í frá nefndur „Sá stutti" enda ekki nema 806 m frá miðju Keflavíkurvallar til miðju Njarðvíkurvallar í beinni loftlínu. Örugglega stysta vegalengd á milli knattspyrnuvalla á Íslandi #fotboltinet pic.twitter.com/LynukGCVg0— Árni Jóhannsson (@arnijo) May 23, 2019 Heimamenn bættu í sóknarleik sinn eftir mark Njarðvíkur sem varð til þess þeir grænklæddu náðu skyndisókn á 38. mínútu og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Magnús Þórir Matthíasson, tvöfaldaði forskot Njarðvíkur með skoti við enda vítateigs. Fimm mínútum eftir mark Magnúsar fá Keflvíkingar dæmda vítaspyrnu eftir að Marc McAusland, annar fyrrum leikmaður Keflavíkur, brýtur á Patrik Johannesen innan vítateigs. Patrik skorar af öryggi úr vítaspyrnunni og hálfleikstölur voru 1-2. Á 63. mínútu skoraði Magnús sitt annað mark fyrir Njarðvík í leiknum og kemur gestunum aftur tveimur mörkum yfir. Njarðvíkingar fullkomna svo niðurlæginguna á nágrönnum sínum þegar markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, Oumar Diouck, skoraði fjórða mark Njarðvíkinga á 94. mínútu leiksins og Njarðvík fer áfram í 16-liða úrslit. Steven Lennon lagði upp eitt og skoraði tvö gegn Kára.Vísir/Hulda Margrét FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Kára frá Akranesi. FH lá í sókn nánast allan fyrri hálfleikinn en þó án þess að skora. Steven Lennon bætir þó úr því á 56. mínútu með mark eftir stoðsendingu Baldurs Loga Guðlaugssonar. Sóknarþungi FH hélt áfram en Kára menn sáu aldrei til sólar í þessum leik. Björn Daníel Sverrisson gerði annað mark FH eftir undirbúning frá Steven Lennon. Skotinn knái klárar svo leikinn á 93. mínútu og aftur eftir afar óeigingjarnan undirbúning Baldurs Loga. 3-0 sigur FH varð því staðreynd og Hafnfirðingar verða með Njarðvíkingum í pottinum fyrir 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira