Njarðvík vann nágrannaslaginn í Keflavík | FH ekki í vandræðum með Kára Atli Arason skrifar 25. maí 2022 22:00 Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Njarðvíkur, skoraði tvö mörk gegn sínum fyrri liðsfélögum í Keflavík í kvöld. Njarðvík Toppliðið í 2. deildinni, Njarðvík, gerði sér lítið fyrir og sló út nágranna sína og Bestu-deildar lið Keflavíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 1-4 útisigri í Keflavík. Steven Lennon, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og lagði upp annað gegn Kára í 3-0 sigri Hafnfirðinga á sama tíma. Kenneth Hogg, leikmaður Njarðvíkur, kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu leiksins fyrir framan nánast fulla stúku í Keflavík þar sem 1.220 manns mættu á þennan nágrannaslag en leikurinn í kvöld var aðeins sá þriðji sem liðin leika gegn hvort öðru í bikarkeppni. Nágranna slagur í dag. @fcnjardvik vs @FcKeflavik. Legg til að slagurinn verði héðan í frá nefndur „Sá stutti" enda ekki nema 806 m frá miðju Keflavíkurvallar til miðju Njarðvíkurvallar í beinni loftlínu. Örugglega stysta vegalengd á milli knattspyrnuvalla á Íslandi #fotboltinet pic.twitter.com/LynukGCVg0— Árni Jóhannsson (@arnijo) May 23, 2019 Heimamenn bættu í sóknarleik sinn eftir mark Njarðvíkur sem varð til þess þeir grænklæddu náðu skyndisókn á 38. mínútu og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Magnús Þórir Matthíasson, tvöfaldaði forskot Njarðvíkur með skoti við enda vítateigs. Fimm mínútum eftir mark Magnúsar fá Keflvíkingar dæmda vítaspyrnu eftir að Marc McAusland, annar fyrrum leikmaður Keflavíkur, brýtur á Patrik Johannesen innan vítateigs. Patrik skorar af öryggi úr vítaspyrnunni og hálfleikstölur voru 1-2. Á 63. mínútu skoraði Magnús sitt annað mark fyrir Njarðvík í leiknum og kemur gestunum aftur tveimur mörkum yfir. Njarðvíkingar fullkomna svo niðurlæginguna á nágrönnum sínum þegar markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, Oumar Diouck, skoraði fjórða mark Njarðvíkinga á 94. mínútu leiksins og Njarðvík fer áfram í 16-liða úrslit. Steven Lennon lagði upp eitt og skoraði tvö gegn Kára.Vísir/Hulda Margrét FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Kára frá Akranesi. FH lá í sókn nánast allan fyrri hálfleikinn en þó án þess að skora. Steven Lennon bætir þó úr því á 56. mínútu með mark eftir stoðsendingu Baldurs Loga Guðlaugssonar. Sóknarþungi FH hélt áfram en Kára menn sáu aldrei til sólar í þessum leik. Björn Daníel Sverrisson gerði annað mark FH eftir undirbúning frá Steven Lennon. Skotinn knái klárar svo leikinn á 93. mínútu og aftur eftir afar óeigingjarnan undirbúning Baldurs Loga. 3-0 sigur FH varð því staðreynd og Hafnfirðingar verða með Njarðvíkingum í pottinum fyrir 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Kenneth Hogg, leikmaður Njarðvíkur, kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu leiksins fyrir framan nánast fulla stúku í Keflavík þar sem 1.220 manns mættu á þennan nágrannaslag en leikurinn í kvöld var aðeins sá þriðji sem liðin leika gegn hvort öðru í bikarkeppni. Nágranna slagur í dag. @fcnjardvik vs @FcKeflavik. Legg til að slagurinn verði héðan í frá nefndur „Sá stutti" enda ekki nema 806 m frá miðju Keflavíkurvallar til miðju Njarðvíkurvallar í beinni loftlínu. Örugglega stysta vegalengd á milli knattspyrnuvalla á Íslandi #fotboltinet pic.twitter.com/LynukGCVg0— Árni Jóhannsson (@arnijo) May 23, 2019 Heimamenn bættu í sóknarleik sinn eftir mark Njarðvíkur sem varð til þess þeir grænklæddu náðu skyndisókn á 38. mínútu og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Magnús Þórir Matthíasson, tvöfaldaði forskot Njarðvíkur með skoti við enda vítateigs. Fimm mínútum eftir mark Magnúsar fá Keflvíkingar dæmda vítaspyrnu eftir að Marc McAusland, annar fyrrum leikmaður Keflavíkur, brýtur á Patrik Johannesen innan vítateigs. Patrik skorar af öryggi úr vítaspyrnunni og hálfleikstölur voru 1-2. Á 63. mínútu skoraði Magnús sitt annað mark fyrir Njarðvík í leiknum og kemur gestunum aftur tveimur mörkum yfir. Njarðvíkingar fullkomna svo niðurlæginguna á nágrönnum sínum þegar markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, Oumar Diouck, skoraði fjórða mark Njarðvíkinga á 94. mínútu leiksins og Njarðvík fer áfram í 16-liða úrslit. Steven Lennon lagði upp eitt og skoraði tvö gegn Kára.Vísir/Hulda Margrét FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Kára frá Akranesi. FH lá í sókn nánast allan fyrri hálfleikinn en þó án þess að skora. Steven Lennon bætir þó úr því á 56. mínútu með mark eftir stoðsendingu Baldurs Loga Guðlaugssonar. Sóknarþungi FH hélt áfram en Kára menn sáu aldrei til sólar í þessum leik. Björn Daníel Sverrisson gerði annað mark FH eftir undirbúning frá Steven Lennon. Skotinn knái klárar svo leikinn á 93. mínútu og aftur eftir afar óeigingjarnan undirbúning Baldurs Loga. 3-0 sigur FH varð því staðreynd og Hafnfirðingar verða með Njarðvíkingum í pottinum fyrir 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira