Bankahvelfingin leigð út í sögufrægu húsi Eiður Þór Árnason skrifar 25. maí 2022 11:02 Landsbankinn setti húsið á sölu árið 2020 eftir að bankinn flutti útibú sitt yfir götuna í Hafnarstræti 19. Regus Eitt helsta kennileiti Ísafjarðarbæjar hefur gengið í endurnýjun lífdaga og hýsir nú fjarvinnuaðstöðu með skrifstofum, fundarherbergjum og opnum vinnurýmum. Húsið sem stendur við Pólgötu 1 er frá árinu 1958 og hýsti áður útibú Landsbankans. Leigufélagið Regus hefur staðið fyrir endurbótum á húsinu og opnaði þar nýverið vinnuaðstöðu fyrir allt að þrjátíu manns. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að reynt hafi verið að gera sögu hússins hátt undir höfði og eitt fundarherbergjanna sé til að mynda að finna í gömlu bankahvelfingunni. Þá vísi nafn nýja útibúsins, Regus Bank Ísafirði, til fyrra hlutverks þess. Bárður Ísleifsson er arkitekt hússins en byggt var á teikningum Guðjóns Samúelssonar. Eitt fundarherbergjanna er í gömlu bankahvelfingunni.Regus Hyggjast opna fleiri stöðvar um allt land Tómasar Ragnarz, eigandi Regus á Íslandi, segir það byggðamál að tryggja góðar vinnuaðstæður á landsbyggðinni svo fólk geti sinnt störfum án staðsetningar. Opnunin á Ísafirði sé í samræmi við stefnu fyrirtækisins um að opna fjarvinnustöðvar um allt land á næstu misserum en nýlega opnaði Regus útibú í Borgarnesi. „Við erum þakklát fyrir móttökurnar á Ísafirði sem hafa verið framar okkar björtustu vonum. Það er mikill heiður að fá að nýta þetta sögufræga hús og við getum stolt sagt að þar sé nú að finna glæsilegustu skrifstofu á Vestfjörðum – og þó víðar væri leitað,“ segir Tómas í tilkynningu. Hann bætir við að það sé byggða-, lífsgæða- og umhverfismál að fólk geti starfað í góðu umhverfi hvar sem það vilji og sömuleiðis í takti við núverandi þróun atvinnumála á heimsvísu. Ísafjarðarbær Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Fjarvinna Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Leigufélagið Regus hefur staðið fyrir endurbótum á húsinu og opnaði þar nýverið vinnuaðstöðu fyrir allt að þrjátíu manns. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að reynt hafi verið að gera sögu hússins hátt undir höfði og eitt fundarherbergjanna sé til að mynda að finna í gömlu bankahvelfingunni. Þá vísi nafn nýja útibúsins, Regus Bank Ísafirði, til fyrra hlutverks þess. Bárður Ísleifsson er arkitekt hússins en byggt var á teikningum Guðjóns Samúelssonar. Eitt fundarherbergjanna er í gömlu bankahvelfingunni.Regus Hyggjast opna fleiri stöðvar um allt land Tómasar Ragnarz, eigandi Regus á Íslandi, segir það byggðamál að tryggja góðar vinnuaðstæður á landsbyggðinni svo fólk geti sinnt störfum án staðsetningar. Opnunin á Ísafirði sé í samræmi við stefnu fyrirtækisins um að opna fjarvinnustöðvar um allt land á næstu misserum en nýlega opnaði Regus útibú í Borgarnesi. „Við erum þakklát fyrir móttökurnar á Ísafirði sem hafa verið framar okkar björtustu vonum. Það er mikill heiður að fá að nýta þetta sögufræga hús og við getum stolt sagt að þar sé nú að finna glæsilegustu skrifstofu á Vestfjörðum – og þó víðar væri leitað,“ segir Tómas í tilkynningu. Hann bætir við að það sé byggða-, lífsgæða- og umhverfismál að fólk geti starfað í góðu umhverfi hvar sem það vilji og sömuleiðis í takti við núverandi þróun atvinnumála á heimsvísu.
Ísafjarðarbær Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Fjarvinna Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira