Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2022 12:11 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Eugene Hoshiko Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. Biden var í Tókýó í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Japans, Ástralíu og Indlands. Saman hétu þeir því að tryggja frelsi á svæðinu og var málefni Taívans umfangsmikið á fundinum. Bandaríkin eru skuldbundin til að koma Taívan til aðstoðar í tilefni innrásar Kína en ráðamenn vestanhafs hafa í gegnum tíðina haldið öllum möguleikum opnum þegar kemur að því í hverju slík aðstoð gæti falist og hvort að Bandaríkin myndu beita herafla sínum. Á ensku hefur þessi stefna verið kölluð „strategic ambiguity“ sem hægt er að íslenska sem strategíska tvíræðni. Biden virtist segja í gær að sá tími væri liðinn á mánudaginn og að her Bandaríkjanna yrði kallaður til ef Kína gerði innrás í Taívan. Í morgun sagðist hann hins vegar ekki hafa verið að marka breytta stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan. Í frétt Reuters er tekið fram að einhverjir hafi gagnrýnt Biden og sagt hann um að hafa mismælt sig. Aðrir segja hann hafa meint það sem hann sagði. Að hann myndi koma Taívan til aðstoðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden gefur það í skyn að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar. Hann lét svipuð ummæli til að mynda falla í október og þá var einnig útskýrt eftir á að ummælin mörkuðu ekki nýja stefnu Bandaríkjanna. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Taívan Bandaríkin Kína Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Hótar harkalegum aðgerðum taki Taívanar skref í átt sjálfstæðis Kína mun grípa til harkalegra aðgerða ef yfirvöld á Taívan taka skref í átt að sjálfstæði. Þetta segir háttsettur embættismaður í Kína sem varar einnig við því að deilurnar vegna eyríkisins muni versna á næsta ári. 29. desember 2021 10:03 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Biden var í Tókýó í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Japans, Ástralíu og Indlands. Saman hétu þeir því að tryggja frelsi á svæðinu og var málefni Taívans umfangsmikið á fundinum. Bandaríkin eru skuldbundin til að koma Taívan til aðstoðar í tilefni innrásar Kína en ráðamenn vestanhafs hafa í gegnum tíðina haldið öllum möguleikum opnum þegar kemur að því í hverju slík aðstoð gæti falist og hvort að Bandaríkin myndu beita herafla sínum. Á ensku hefur þessi stefna verið kölluð „strategic ambiguity“ sem hægt er að íslenska sem strategíska tvíræðni. Biden virtist segja í gær að sá tími væri liðinn á mánudaginn og að her Bandaríkjanna yrði kallaður til ef Kína gerði innrás í Taívan. Í morgun sagðist hann hins vegar ekki hafa verið að marka breytta stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan. Í frétt Reuters er tekið fram að einhverjir hafi gagnrýnt Biden og sagt hann um að hafa mismælt sig. Aðrir segja hann hafa meint það sem hann sagði. Að hann myndi koma Taívan til aðstoðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden gefur það í skyn að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar. Hann lét svipuð ummæli til að mynda falla í október og þá var einnig útskýrt eftir á að ummælin mörkuðu ekki nýja stefnu Bandaríkjanna. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.
Taívan Bandaríkin Kína Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Hótar harkalegum aðgerðum taki Taívanar skref í átt sjálfstæðis Kína mun grípa til harkalegra aðgerða ef yfirvöld á Taívan taka skref í átt að sjálfstæði. Þetta segir háttsettur embættismaður í Kína sem varar einnig við því að deilurnar vegna eyríkisins muni versna á næsta ári. 29. desember 2021 10:03 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
„Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48
Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14
Hótar harkalegum aðgerðum taki Taívanar skref í átt sjálfstæðis Kína mun grípa til harkalegra aðgerða ef yfirvöld á Taívan taka skref í átt að sjálfstæði. Þetta segir háttsettur embættismaður í Kína sem varar einnig við því að deilurnar vegna eyríkisins muni versna á næsta ári. 29. desember 2021 10:03