Hópsýkingar apabólu geti komið upp hér á landi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2022 18:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til víðtækra aðgerða vegna útbreiðslu apabólu um heiminn. Hópsýkingar kunni að koma upp hér á landi, en engin lækning er til við sjúkdóminum. „Það geta komið svona litlar hópsýkingar, alveg klárlega. Þess vegna þurfum við að vera á varðbergi svo við förum ekki að fá einhverja útbreidda sýkingu, en ég tel það nú ólíklegt. Ég tel ekki ástæðu til að grípa til einhverra víðtækra ráðstafana, allavega ekki eins og staðan er núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hátt í hundrað tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa að undanförnu, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. Fyrst flensulík einkenni, svo bólur Þórólfur segir að nú sé verið að vinna að því að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir að apabólutilfelli komi upp hér á landi. „Það er verið að skoða það. Fyrstu einkennin eru svona flensulík einkenni og svo nokkrum dögum síðar byrja þessi einkennandi útbrot sem geta staðið í allt að tvær vikur. Það sem við erum að gera núna, við erum aðallega að benda á þetta smit. Áhættuna og hvernig smitið verður við náin kynni og náið samneyti. Og við erum að vekja alla til vitundar, heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsmenn svo við getum greint þetta eins snemma og mögulegt er og sett þá viðkomandi í einangrun. Það er því miður ekki til nein góð meðferð við apabólu eins og er,“ segir Þórólfur. Þó engin lækning sé til sé verið að skoða nokkur veirulyf sem kunni að koma apabólusjúklingum að gagni. Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni segja að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Þórólfur segir þó að hver sem er, af hvaða kyni sem er geti smitast. Samkynhneigðir séu ekki í sérstökum áhættuhópi. „Það eru bara þeir sem eru í nánu samneyti og þeir sem hafa verið að greinast í Evrópu hafa aðallega verið samkynhneigðir karlar og karlar sem hafa kynmök með öðrum körlum, og það er bara út af þessari nánd. Það getur hver sem er af hvaða kyni sem er smitast. Þetta er líka fólk sem hefur stundað svolítið fjölbreytt kynlíf, það er það sem við erum að vara við.“ Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
„Það geta komið svona litlar hópsýkingar, alveg klárlega. Þess vegna þurfum við að vera á varðbergi svo við förum ekki að fá einhverja útbreidda sýkingu, en ég tel það nú ólíklegt. Ég tel ekki ástæðu til að grípa til einhverra víðtækra ráðstafana, allavega ekki eins og staðan er núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hátt í hundrað tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa að undanförnu, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. Fyrst flensulík einkenni, svo bólur Þórólfur segir að nú sé verið að vinna að því að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir að apabólutilfelli komi upp hér á landi. „Það er verið að skoða það. Fyrstu einkennin eru svona flensulík einkenni og svo nokkrum dögum síðar byrja þessi einkennandi útbrot sem geta staðið í allt að tvær vikur. Það sem við erum að gera núna, við erum aðallega að benda á þetta smit. Áhættuna og hvernig smitið verður við náin kynni og náið samneyti. Og við erum að vekja alla til vitundar, heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsmenn svo við getum greint þetta eins snemma og mögulegt er og sett þá viðkomandi í einangrun. Það er því miður ekki til nein góð meðferð við apabólu eins og er,“ segir Þórólfur. Þó engin lækning sé til sé verið að skoða nokkur veirulyf sem kunni að koma apabólusjúklingum að gagni. Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni segja að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Þórólfur segir þó að hver sem er, af hvaða kyni sem er geti smitast. Samkynhneigðir séu ekki í sérstökum áhættuhópi. „Það eru bara þeir sem eru í nánu samneyti og þeir sem hafa verið að greinast í Evrópu hafa aðallega verið samkynhneigðir karlar og karlar sem hafa kynmök með öðrum körlum, og það er bara út af þessari nánd. Það getur hver sem er af hvaða kyni sem er smitast. Þetta er líka fólk sem hefur stundað svolítið fjölbreytt kynlíf, það er það sem við erum að vara við.“
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira