Hópsýkingar apabólu geti komið upp hér á landi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2022 18:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til víðtækra aðgerða vegna útbreiðslu apabólu um heiminn. Hópsýkingar kunni að koma upp hér á landi, en engin lækning er til við sjúkdóminum. „Það geta komið svona litlar hópsýkingar, alveg klárlega. Þess vegna þurfum við að vera á varðbergi svo við förum ekki að fá einhverja útbreidda sýkingu, en ég tel það nú ólíklegt. Ég tel ekki ástæðu til að grípa til einhverra víðtækra ráðstafana, allavega ekki eins og staðan er núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hátt í hundrað tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa að undanförnu, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. Fyrst flensulík einkenni, svo bólur Þórólfur segir að nú sé verið að vinna að því að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir að apabólutilfelli komi upp hér á landi. „Það er verið að skoða það. Fyrstu einkennin eru svona flensulík einkenni og svo nokkrum dögum síðar byrja þessi einkennandi útbrot sem geta staðið í allt að tvær vikur. Það sem við erum að gera núna, við erum aðallega að benda á þetta smit. Áhættuna og hvernig smitið verður við náin kynni og náið samneyti. Og við erum að vekja alla til vitundar, heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsmenn svo við getum greint þetta eins snemma og mögulegt er og sett þá viðkomandi í einangrun. Það er því miður ekki til nein góð meðferð við apabólu eins og er,“ segir Þórólfur. Þó engin lækning sé til sé verið að skoða nokkur veirulyf sem kunni að koma apabólusjúklingum að gagni. Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni segja að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Þórólfur segir þó að hver sem er, af hvaða kyni sem er geti smitast. Samkynhneigðir séu ekki í sérstökum áhættuhópi. „Það eru bara þeir sem eru í nánu samneyti og þeir sem hafa verið að greinast í Evrópu hafa aðallega verið samkynhneigðir karlar og karlar sem hafa kynmök með öðrum körlum, og það er bara út af þessari nánd. Það getur hver sem er af hvaða kyni sem er smitast. Þetta er líka fólk sem hefur stundað svolítið fjölbreytt kynlíf, það er það sem við erum að vara við.“ Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
„Það geta komið svona litlar hópsýkingar, alveg klárlega. Þess vegna þurfum við að vera á varðbergi svo við förum ekki að fá einhverja útbreidda sýkingu, en ég tel það nú ólíklegt. Ég tel ekki ástæðu til að grípa til einhverra víðtækra ráðstafana, allavega ekki eins og staðan er núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hátt í hundrað tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa að undanförnu, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. Fyrst flensulík einkenni, svo bólur Þórólfur segir að nú sé verið að vinna að því að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir að apabólutilfelli komi upp hér á landi. „Það er verið að skoða það. Fyrstu einkennin eru svona flensulík einkenni og svo nokkrum dögum síðar byrja þessi einkennandi útbrot sem geta staðið í allt að tvær vikur. Það sem við erum að gera núna, við erum aðallega að benda á þetta smit. Áhættuna og hvernig smitið verður við náin kynni og náið samneyti. Og við erum að vekja alla til vitundar, heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsmenn svo við getum greint þetta eins snemma og mögulegt er og sett þá viðkomandi í einangrun. Það er því miður ekki til nein góð meðferð við apabólu eins og er,“ segir Þórólfur. Þó engin lækning sé til sé verið að skoða nokkur veirulyf sem kunni að koma apabólusjúklingum að gagni. Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni segja að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Þórólfur segir þó að hver sem er, af hvaða kyni sem er geti smitast. Samkynhneigðir séu ekki í sérstökum áhættuhópi. „Það eru bara þeir sem eru í nánu samneyti og þeir sem hafa verið að greinast í Evrópu hafa aðallega verið samkynhneigðir karlar og karlar sem hafa kynmök með öðrum körlum, og það er bara út af þessari nánd. Það getur hver sem er af hvaða kyni sem er smitast. Þetta er líka fólk sem hefur stundað svolítið fjölbreytt kynlíf, það er það sem við erum að vara við.“
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira