Hagnaður OR nam 6,8 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2022 17:05 Auk móðurfélagsins, Orkuveitu Reykjavíkur, eru innan samstæðunnar Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Vísir/Vilhelm Tekjur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 jukust um 14% frá fyrra ári og er helsta skýringin auknar tekjur Orku náttúrunnar af raforkusölu til stóriðju. Þetta kemur fram í uppgjöri OR sem gefið var út í dag. Hagnaður tímabilsins nam 6,8 milljörðum króna en einskiptiskostnaður og tjón í óveðrum febrúarmánaðar hækkuðu rekstrarkostnað tímabilsins miðað við fyrsta ársfjórðung 2021. Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fyrsta ársfjórðung 2022 var samþykktur á fundi stjórnar OR í dag. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Hátt álverð Verð á ýmissi hrávöru á heimsmarkaði hefur hækkað verulega síðustu mánuði og misseri. Þar á meðal er álverð, en hluti raforkusölu Orku náttúrunnar er tengdur markaðsverði á áli. Álverðið var liðlega 50% hærra fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 en 2021 og 90% hærra en 2020. Tekjuauki ON frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 til jafnlengdar í ár nam tæpum milljarði króna en áhættuvarnir draga úr heildaráhrifum álverðsins á niðurstöðu samstæðunnar. Tekjur annarra rekstrarþátta innan samstæðu OR jukust einnig, einkum vegna fjölgunar viðskiptavina og aukinnar notkunar hitaveitu Veitna. Fram kemur í árshlutareikningi Orkuveitunnar að ofsaveðrið sem gekk yfir síðla febrúarmánaðar hafi valdið nokkru tjóni, einkum á loftlínum rafveitu Veitna. Aukinn viðhaldskostnaður skili sér í hækkuðum rekstrarkostnaði í árshlutauppgjörinu. Verðbólga og vextir hafi áhrif Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir Orkuveituna ekki ónæma fyrir áhrifum verðbólgunnar sem er nú í hæstu hæðum. „Við finnum fyrir hækkandi vöxtum þar sem við höfum, í áhættuvarnarskyni, aukið vægi íslensku krónunnar í okkar fjármögnun. Verð á veituþjónustunni hefur í heildina sem betur fer lækkað að raungildi síðustu árin. Við þessar aðstæður sem nú eru uppi skiptir þó enn meira máli en áður að gæta hagsýni í allri okkar starfsemi. Þannig má draga úr líkum á að þær verðhækkanir sem við sjáum á verkkaupum og öðrum aðföngum okkar skili sér í heimilisbókhald almennings.“ sagði Bjarni í tilkynningu frá OR. Nálgast má myndræna framsetningu á ýmsum fjárhagslegum mælikvörðum og markmiðum þeim tengdum á vef Orkuveitu Reykjavíkur. Orkumál Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Hagnaður tímabilsins nam 6,8 milljörðum króna en einskiptiskostnaður og tjón í óveðrum febrúarmánaðar hækkuðu rekstrarkostnað tímabilsins miðað við fyrsta ársfjórðung 2021. Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fyrsta ársfjórðung 2022 var samþykktur á fundi stjórnar OR í dag. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Hátt álverð Verð á ýmissi hrávöru á heimsmarkaði hefur hækkað verulega síðustu mánuði og misseri. Þar á meðal er álverð, en hluti raforkusölu Orku náttúrunnar er tengdur markaðsverði á áli. Álverðið var liðlega 50% hærra fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 en 2021 og 90% hærra en 2020. Tekjuauki ON frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 til jafnlengdar í ár nam tæpum milljarði króna en áhættuvarnir draga úr heildaráhrifum álverðsins á niðurstöðu samstæðunnar. Tekjur annarra rekstrarþátta innan samstæðu OR jukust einnig, einkum vegna fjölgunar viðskiptavina og aukinnar notkunar hitaveitu Veitna. Fram kemur í árshlutareikningi Orkuveitunnar að ofsaveðrið sem gekk yfir síðla febrúarmánaðar hafi valdið nokkru tjóni, einkum á loftlínum rafveitu Veitna. Aukinn viðhaldskostnaður skili sér í hækkuðum rekstrarkostnaði í árshlutauppgjörinu. Verðbólga og vextir hafi áhrif Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir Orkuveituna ekki ónæma fyrir áhrifum verðbólgunnar sem er nú í hæstu hæðum. „Við finnum fyrir hækkandi vöxtum þar sem við höfum, í áhættuvarnarskyni, aukið vægi íslensku krónunnar í okkar fjármögnun. Verð á veituþjónustunni hefur í heildina sem betur fer lækkað að raungildi síðustu árin. Við þessar aðstæður sem nú eru uppi skiptir þó enn meira máli en áður að gæta hagsýni í allri okkar starfsemi. Þannig má draga úr líkum á að þær verðhækkanir sem við sjáum á verkkaupum og öðrum aðföngum okkar skili sér í heimilisbókhald almennings.“ sagði Bjarni í tilkynningu frá OR. Nálgast má myndræna framsetningu á ýmsum fjárhagslegum mælikvörðum og markmiðum þeim tengdum á vef Orkuveitu Reykjavíkur.
Orkumál Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira