Blær stórtíðindi á húsnæðismarkaði Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 23. maí 2022 14:09 Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Drífa Snædal, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. ASÍ ASÍ, BSRB og VR koma að stofnun nýs íbúðafélags sem er ætlað að fjölga möguleikum í byggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis og gera fleiri stéttarfélögum kleift að byggja slíkar íbúðir. Nýja félagið hefur hlotið nafnið Blær og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. Forseti ASÍ, formaður BSRB, formaður VR og framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags undirrituðu í dag rammasamning um að nýta reynslu og þekkingu Bjargs til að taka næsta skref í uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar á íbúðum á viðráðanlegu verði. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að VR komi til með að byggja íbúðir fyrir sína félagsmenn undir hatti nýja félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við fréttastofu að ólíkt Bjargi geti Blær bæði byggt og selt íbúðir og um sé að ræða nauðsynlega viðbót við Bjarg. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/Egill „Þetta er bara gríðarlega stórt og mikilvægt skref sem að við erum að koma hér af stað með því að framleiða og byggja húsnæði á hagkvæmu verði fyrir okkar fólk og almenning í landinu." Verið sé að nýta öll þau verkefni og miklu reynslu sem byggð hafi verið upp í kringum Bjarg og nú sé fyrsta verkefnið að fara af stað. „Það er alveg gríðarlega jákvætt og fyrir okkur sem höfum verið að starfa á vettvangi húsnæðismála eru þetta bara stórtíðindi og vonandi á þetta félag eftir að vaxa og dafna,“ segir Ragnar. Eitt stærsta lífskjaramálið Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að ný skýrsla starfshóps stjórnvalda um húsnæðismál sýni að ríki og sveitarfélög þurfi að sameinast um átak til að byggja fjögur þúsund íbúðir á ári á næstu fimm árum. „Það getur verið vanmat ef við erum að fá mjög mikið af fólki erlendis frá hingað til Íslands til að leggja hönd á plóg á okkar vinnumarkaði og okkar samfélagi, þannig það er alveg ljóst að það þurfa allir að leggjast á eitt núna.“ Það þurfi að gera töluvert meira og skipti máli að hugsa til langs tíma en ekki hrófla upp bráðabirgðahúsnæði. „Þetta er bara eitt stærsta lífskjaramálið, það eru húsnæðismálin. Það er að búa í öruggu húsnæði, það er að vera með húsnæði á viðráðanlegum kjörum, og þetta er eitt skref í því, bæði skýrsla stjórnvalda og okkar í síðustu viku og eins þetta sem við erum að gera í dag,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Arnar Auðveldara fyrir einstaka stéttarfélög að byggja íbúðir Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að um sé að ræða tilraunaverkefni sem vonast sé til að marki upphafið að frekari uppbyggingu á vegum verkalýðshreyfingarinnar. „Hingað til hefur verið byggt á vegum Bjargs undir lögum um almennar íbúðir, með stofnframlagi frá ríki og sveitarfélögum og fólk innan ákveðinna tekjumarka hefur fengið úthlutað.” Með stofnun og uppbyggingu Blævar geti einstaka félög innan ASÍ og BSRB byggt íbúðir og úthlutað án skilyrða við tekjumörk. Hagkvæmnin náist með því að gera lágmarkskröfur um arðsemi og nýta reynslu og þekkingu á hagkvæmum byggingum sem myndast hafi hjá Bjargi íbúðafélagi. Að sögn ASÍ er samningurinn sem undirritaður var í dag þjónustusamningur þar sem Bjarg selur út þjónustu til Blævar án þess að það hafi önnur áhrif á starfsemi Bjargs. „Þannig getur Blær notið þeirrar reynslu og þekkingar sem Bjarg hefur aflað sér síðustu árin með farsælli uppbygging íbúða á viðráðanlegum kjörum,” segir í tilkynningu. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Stéttarfélög Tengdar fréttir „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31 Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Forseti ASÍ, formaður BSRB, formaður VR og framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags undirrituðu í dag rammasamning um að nýta reynslu og þekkingu Bjargs til að taka næsta skref í uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar á íbúðum á viðráðanlegu verði. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að VR komi til með að byggja íbúðir fyrir sína félagsmenn undir hatti nýja félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við fréttastofu að ólíkt Bjargi geti Blær bæði byggt og selt íbúðir og um sé að ræða nauðsynlega viðbót við Bjarg. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/Egill „Þetta er bara gríðarlega stórt og mikilvægt skref sem að við erum að koma hér af stað með því að framleiða og byggja húsnæði á hagkvæmu verði fyrir okkar fólk og almenning í landinu." Verið sé að nýta öll þau verkefni og miklu reynslu sem byggð hafi verið upp í kringum Bjarg og nú sé fyrsta verkefnið að fara af stað. „Það er alveg gríðarlega jákvætt og fyrir okkur sem höfum verið að starfa á vettvangi húsnæðismála eru þetta bara stórtíðindi og vonandi á þetta félag eftir að vaxa og dafna,“ segir Ragnar. Eitt stærsta lífskjaramálið Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að ný skýrsla starfshóps stjórnvalda um húsnæðismál sýni að ríki og sveitarfélög þurfi að sameinast um átak til að byggja fjögur þúsund íbúðir á ári á næstu fimm árum. „Það getur verið vanmat ef við erum að fá mjög mikið af fólki erlendis frá hingað til Íslands til að leggja hönd á plóg á okkar vinnumarkaði og okkar samfélagi, þannig það er alveg ljóst að það þurfa allir að leggjast á eitt núna.“ Það þurfi að gera töluvert meira og skipti máli að hugsa til langs tíma en ekki hrófla upp bráðabirgðahúsnæði. „Þetta er bara eitt stærsta lífskjaramálið, það eru húsnæðismálin. Það er að búa í öruggu húsnæði, það er að vera með húsnæði á viðráðanlegum kjörum, og þetta er eitt skref í því, bæði skýrsla stjórnvalda og okkar í síðustu viku og eins þetta sem við erum að gera í dag,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Arnar Auðveldara fyrir einstaka stéttarfélög að byggja íbúðir Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að um sé að ræða tilraunaverkefni sem vonast sé til að marki upphafið að frekari uppbyggingu á vegum verkalýðshreyfingarinnar. „Hingað til hefur verið byggt á vegum Bjargs undir lögum um almennar íbúðir, með stofnframlagi frá ríki og sveitarfélögum og fólk innan ákveðinna tekjumarka hefur fengið úthlutað.” Með stofnun og uppbyggingu Blævar geti einstaka félög innan ASÍ og BSRB byggt íbúðir og úthlutað án skilyrða við tekjumörk. Hagkvæmnin náist með því að gera lágmarkskröfur um arðsemi og nýta reynslu og þekkingu á hagkvæmum byggingum sem myndast hafi hjá Bjargi íbúðafélagi. Að sögn ASÍ er samningurinn sem undirritaður var í dag þjónustusamningur þar sem Bjarg selur út þjónustu til Blævar án þess að það hafi önnur áhrif á starfsemi Bjargs. „Þannig getur Blær notið þeirrar reynslu og þekkingar sem Bjarg hefur aflað sér síðustu árin með farsælli uppbygging íbúða á viðráðanlegum kjörum,” segir í tilkynningu.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Stéttarfélög Tengdar fréttir „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31 Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31
Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05
Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00