Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2022 10:07 Space Launch System eldflaugin og Orion geimfar á skotpalli í Flórída í apríl. NASA/Joel Kowsky Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) tilkynnti um helgina að hefja ætti aftur æfingar fyrir fyrsta geimskot Space Launch System-eldflaugarinnar. Það eigi að gerast snemma í næsta mánuði en samskonar æfingu var hætt í byrjun apríl vegna bilana. Samkvæmt upplýsingum á vef NASA telja verkfræðingar og vísindamenn stofnunarinnar að búið sé að laga þær bilanir en meðal annars var um að ræða leka úr eldsneytistönkum eldflaugarinnar. Æfingin sem um ræðir er í raun generalprufa og snýst um að líkja eftir aðdraganda raunverulegs geimskots með því að fylla á eldsneytistanka eldflaugarinnar og fleira. Áætlað er að æfingin fyrir geimskotið muni hefjast um tveimur vikum eftir að eldflauginni verður aftur komið fyrir á skotpallinum. Ef æfingin heppnast yrði svo tekin ákvörðun um hvenær geimskotið sjálft gæti farið fram. þróun og framleiðsla SLS hefur einkennst af töfum og vandræðum. Eldflaugin á að verða sú öflugasta í heimi en upprunalega stóð til að skjóta þeirri fyrstu á loft árið 2016. NASA og Boeing hafa þó frestað geimskotinu ítrekað í gegnum árin. Fyrsta geimskot SLS kallast Artemis-1 og yrði það sömuleiðis fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar svokölluðu. Hún snýr að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar jafnvel upp varanlegri bækistöð. Artemis-1 snýst um að senda ómanna Orion-geimfar á braut um tunglið og aftur til jarðar. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Tunglið Tengdar fréttir Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. 19. maí 2022 21:00 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. 18. mars 2022 10:39 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum á vef NASA telja verkfræðingar og vísindamenn stofnunarinnar að búið sé að laga þær bilanir en meðal annars var um að ræða leka úr eldsneytistönkum eldflaugarinnar. Æfingin sem um ræðir er í raun generalprufa og snýst um að líkja eftir aðdraganda raunverulegs geimskots með því að fylla á eldsneytistanka eldflaugarinnar og fleira. Áætlað er að æfingin fyrir geimskotið muni hefjast um tveimur vikum eftir að eldflauginni verður aftur komið fyrir á skotpallinum. Ef æfingin heppnast yrði svo tekin ákvörðun um hvenær geimskotið sjálft gæti farið fram. þróun og framleiðsla SLS hefur einkennst af töfum og vandræðum. Eldflaugin á að verða sú öflugasta í heimi en upprunalega stóð til að skjóta þeirri fyrstu á loft árið 2016. NASA og Boeing hafa þó frestað geimskotinu ítrekað í gegnum árin. Fyrsta geimskot SLS kallast Artemis-1 og yrði það sömuleiðis fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar svokölluðu. Hún snýr að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar jafnvel upp varanlegri bækistöð. Artemis-1 snýst um að senda ómanna Orion-geimfar á braut um tunglið og aftur til jarðar. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður.
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Tunglið Tengdar fréttir Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. 19. maí 2022 21:00 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. 18. mars 2022 10:39 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Bein útsending: Gera aðra tilraun til að skjóta nýju geimfari til geimstöðvarinnar Bandarískir geimvísindamenn ætla að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Síðast var reynt að skjóta geimfarinu til geimstöðvarinnar árið 2019 en það misheppnaðist og hafa miklar tafir orðið á annarri tilraun. 19. maí 2022 21:00
Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40
Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. 18. mars 2022 10:39
Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01