Hvenær fá konur bara að vera í friði? Stefanía Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2022 10:01 Að kona fái að ráða yfir sínum líkama er sumum framandi hugmynd. Enn eru til menn í þessum heimi sem telja það rétt sinn að stunda mök við konur án þeirra samþykkis. Það eru enn til menn sem telja það líka rétt sinn að ákveða hvort kona gangi með barn eða ekki. Það eru enn til menn sem vilja setja lög um líkama kvenna. Það er ekki langt síðan að við þurftum að berjast hér á Íslandi fyrir þeim rétti að ráða yfir okkar eigin líkama. Löggjöf um þungunarof fór í gegnum Alþingi en þar voru meira að segja ráðherrar í ríkisstjórn, nokkrir formenn stjórnmálaflokka sem kusu gegn því að konur hafi rétt yfir sínum eigin líkama. Þannig áður en við hugsum þetta er ekki svona á Íslandi munum þá bara að það er fólk, fólk í ábyrgðarstöðum sem vill ekki leyfa konum að hafa vald yfir líkömum sínum. Þungunarrof fyrir getnað? Við höfum undanfarið heyrt fréttir af væntanlegri niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við Roe v Wade sem er þekktur dómur fyrir það að hann staðfestir að frelsi kvenna að ráða því hvort þær fari í þungunarrof. Ríki Bandaríkjanna mega því ekki setja lög sem skerða þetta frelsi. Nú er líklegt að þetta breytist og hoppaði Oklahoma á vagninn og samþykkti hörðustu löggjöf í Bandaríkjunum þegar kemur að þungarrofi. Lögin verða þess eðlis að það er bannað að fara í þungunarrof eftir getnað, (það mætti kannski segja þessum körlum að enginn fer í þungunarrof fyrir getnað). Þungunarof er leyft ef konu er nauðgað eða ef um barnaníð sé að ræða en bara, athugið bara ef það er kært til lögreglu. Kona eða barn sem sagt þarf ekki bara að taka ákvörðun um hvort hún fari í þungunarof heldur þarf hún líka að kæra líklega einhvern nákominn. Við verðum að muna að allir þeir sem vinna gegn konum eru ekki gamlir karlar með heygafla. Oklahoma er bara frekar venjulegt fylki í Bandaríkjunum, þar er meira að segja sérstakt safn sem fagnar kvenkyns frumkvöðlum. Hugmyndafræði safnsins er á þá leið að ef þau hefðu ekki átt þessar frumkvöðla konur sem hafa sett svip sinn á Bandaríkin í gegnum árin þá væru þau ekki Bandaríkin sem þau eru í dag. Mikið vildi ég að þau myndu muna að hafa þessar konur í huga þegar þau banna konum að fara í þungunarrof þó þær vilji ekki ganga með barn. Best í jafnrétti? Árið 2019 voru 18 þingmenn sem kusu gegn þungunarrofs lögunum 2019 á Alþingi Íslendinga. Við fögnum því ítrekað að vera í fyrsta sæti í jafnrétti í heiminum. En þýðir það að allt sé bara frábært hér? Nei svo sannarlega ekki. Á Íslandi er enn kynbundið ofbeldi, kynbundinn launamunur og byrði kvenna í samfélaginu er langt frá því að vera sú sama og karla. Við erum í fyrsta sæti því hin eru ekki góð í jafnrétti, við erum bara aðeins betri í því. Við erum fremst meðal jafningja ekki fremst meðal jafnréttissinna. Og höfum í huga að ef við pössum okkur ekki t.d. þegar við kjósum fulltrúa okkar í kosningum þá getum við hratt fallið niður úr fyrsta sæti. Framtíð okkar gæti verið sá raunveruleiki sem blasir við konum í Oklahoma eða í Bandaríkjunum ef við vöndum okkur ekki við val á fulltrúum okkar. Það þurfti bara að kjósa einn hræðilegan forseta í Bandaríkjunum og staðan gjörbreyttist fyrir allar konur þar í landi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Að kona fái að ráða yfir sínum líkama er sumum framandi hugmynd. Enn eru til menn í þessum heimi sem telja það rétt sinn að stunda mök við konur án þeirra samþykkis. Það eru enn til menn sem telja það líka rétt sinn að ákveða hvort kona gangi með barn eða ekki. Það eru enn til menn sem vilja setja lög um líkama kvenna. Það er ekki langt síðan að við þurftum að berjast hér á Íslandi fyrir þeim rétti að ráða yfir okkar eigin líkama. Löggjöf um þungunarof fór í gegnum Alþingi en þar voru meira að segja ráðherrar í ríkisstjórn, nokkrir formenn stjórnmálaflokka sem kusu gegn því að konur hafi rétt yfir sínum eigin líkama. Þannig áður en við hugsum þetta er ekki svona á Íslandi munum þá bara að það er fólk, fólk í ábyrgðarstöðum sem vill ekki leyfa konum að hafa vald yfir líkömum sínum. Þungunarrof fyrir getnað? Við höfum undanfarið heyrt fréttir af væntanlegri niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við Roe v Wade sem er þekktur dómur fyrir það að hann staðfestir að frelsi kvenna að ráða því hvort þær fari í þungunarrof. Ríki Bandaríkjanna mega því ekki setja lög sem skerða þetta frelsi. Nú er líklegt að þetta breytist og hoppaði Oklahoma á vagninn og samþykkti hörðustu löggjöf í Bandaríkjunum þegar kemur að þungarrofi. Lögin verða þess eðlis að það er bannað að fara í þungunarrof eftir getnað, (það mætti kannski segja þessum körlum að enginn fer í þungunarrof fyrir getnað). Þungunarof er leyft ef konu er nauðgað eða ef um barnaníð sé að ræða en bara, athugið bara ef það er kært til lögreglu. Kona eða barn sem sagt þarf ekki bara að taka ákvörðun um hvort hún fari í þungunarof heldur þarf hún líka að kæra líklega einhvern nákominn. Við verðum að muna að allir þeir sem vinna gegn konum eru ekki gamlir karlar með heygafla. Oklahoma er bara frekar venjulegt fylki í Bandaríkjunum, þar er meira að segja sérstakt safn sem fagnar kvenkyns frumkvöðlum. Hugmyndafræði safnsins er á þá leið að ef þau hefðu ekki átt þessar frumkvöðla konur sem hafa sett svip sinn á Bandaríkin í gegnum árin þá væru þau ekki Bandaríkin sem þau eru í dag. Mikið vildi ég að þau myndu muna að hafa þessar konur í huga þegar þau banna konum að fara í þungunarrof þó þær vilji ekki ganga með barn. Best í jafnrétti? Árið 2019 voru 18 þingmenn sem kusu gegn þungunarrofs lögunum 2019 á Alþingi Íslendinga. Við fögnum því ítrekað að vera í fyrsta sæti í jafnrétti í heiminum. En þýðir það að allt sé bara frábært hér? Nei svo sannarlega ekki. Á Íslandi er enn kynbundið ofbeldi, kynbundinn launamunur og byrði kvenna í samfélaginu er langt frá því að vera sú sama og karla. Við erum í fyrsta sæti því hin eru ekki góð í jafnrétti, við erum bara aðeins betri í því. Við erum fremst meðal jafningja ekki fremst meðal jafnréttissinna. Og höfum í huga að ef við pössum okkur ekki t.d. þegar við kjósum fulltrúa okkar í kosningum þá getum við hratt fallið niður úr fyrsta sæti. Framtíð okkar gæti verið sá raunveruleiki sem blasir við konum í Oklahoma eða í Bandaríkjunum ef við vöndum okkur ekki við val á fulltrúum okkar. Það þurfti bara að kjósa einn hræðilegan forseta í Bandaríkjunum og staðan gjörbreyttist fyrir allar konur þar í landi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun