Nauðganir í hernaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 22. maí 2022 14:30 Hver hefði trúað því að líkamar karla væru eitt helsta stríðstól 21. aldarinnar? Að hluti af sigurlaunum herja væri í sumum tilvikum sé að níðast á varnarlausu fólki og fá veiðileyfi til að nauðga konum og börnum. Að slíkt sé einnig notað til að veikja baráttuþrek andstæðings og brjóta hann niður. Það er með ólíkindum að heimsbyggðin gerir sér ekki grein fyrir að eitt af vopnum í stríðsátökum er getnaðarlimur karla. Þetta „vopn“ er óspart notað í stríðsátökum til að niðurlægja konur, stúlkur og börn. Þannig er hluti af líkama karla notaður sem vopn með þegjandi samþykki ríkisstjórna, hermálayfirvalda, hershöfðingja og hermannanna sjálfra í flestum ríkjum heims. Stundum eru þessi ofbeldisverk gerð með beinni skipun að ofan. Öll stríð segja frá nauðgunum, limlestingjum og aftökum án dóms og laga á saklausu fólki. Almenningur lætur hins vegar of lítið í sér heyra um þessa siðlausu hegðun hermanna sinna. Hugleysi karlmanna í hernaði Hugleysi karlmanna í nútímahernaði er með eindæmum þegar þeir ráðast á vopnlausar konur og varnarlaus börn og stunda raðnauðganir fyrir framan fjölskyldu fórnarlambanna. Hvernig geta gerendurnir litið framan í börn sín, eiginkonur eða unnustur eftir slíka framkomu? Þessi kafli sögunnar er því miður ekki nýr og flestir kannast við kynlífsþrælkun svokallaðra „huggunarkvenna“ í Japan og nauðganir hermanna í Berlín í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ofbeldisverkin í Rúanda man fólk ennþá, þó þau og önnur voðaverk hafa verið látin falla „í þægilega gleymsku“. Voðaverkin í fyrrum Júgóslavíu eru ekki langt frá okkur í tíma. Hver getur nauðgað barni og látið sem ekkert sé? Það er ekkert sem réttlætir nauðganir og niðurlægingu á konum og börnum í stríðsátökum nútímans. Eða eru nauðganir á börnum og konum í stríði bara allt í lagi? En jafnvel í dag berast fréttir af slíkum voðaverkum í Úkraínu. Slíkt siðleysi og framferði er óafsakanlegt. Það að líkamar karla séu notaðir sem vopn í hernaði segir ansi mikið um þá úrkynjun sem er orðin innan herja í boði stjórnvalda. Herir eru settir á stofn til að verja eigið land og þjóð. Til forna var til siðs að hneppa fólk í þrældóm til að nota sem ókeypis vinnuafl og kynlífsþræla. Og enn er svo, því miður. Erum við ekki komin lengra á 21. öldinni? Árið 2018 fengu Nadia Murad og Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels vegna baráttu þeirra gegn því að kynferðislegt ofbeldi væri notað sem vopn í hernaðarátökum. Árið 2018 lýsti Mukwege læknir hræðilegum afleiðingum nauðgunar á kynfæri barna og kvenna í Kongó. Lýsingar hans á ástandi sjúklinga sinna, sérstaklega ungra barna, er ekki hægt að hafa eftir ógrátandi. En þegar heimurinn frétti af þessum ránum og nauðgunum gerist lítið. Hvers vegna situr heimsbyggðin hjá þegar kemur að þessum voðaverkum? Hvað hugsa konur? Við búum svo vel að hafa réttarkerfi sem ætti að taka á nauðgunum í stríði. Þá eru hermenn að stunda vinnu sína og engin starfslýsing þar felur í sér nauðganir. Þrátt fyrir það eru þessi ofbeldisverknaðir notaðir markvisst í stríðum nútímans. Hvað hugsa eiginkonur, börn, mæður, systur, frænkur og ömmur hermanna þegar þær heyra að nauðganir á konum og börnum séu notuð sem vopn í stríðsátökum? Slík hegðun er á ábyrgð ráðherra, herforingja, þingmanna og forseta viðkomandi ríkja auk alþjóðasamtaka. Það er þeirra að afnema slíka hegðun innan herja sinna, framfylgja banni við slíkum verknaði og taka upp refsingar gegn slíkum afbrotum. Slíkt myndi einnig hafa áhrif meðal almennings þar sem konur eru enn að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Það að hunsa nauðganir hermanna er gróft mannréttindabrot og stríðir gegn lögum. Hvar eru hins vegar þjóðþingin innan Sameinuðu þjóðanna og önnur alþjóðasamtök að hugsa? Af hverju eru þessir stríðsglæpir hunsaðir í þeim mæli sem raun ber vitni? Almenningur allur þarf að standa upp og krefjast þess með lögum og framkvæmd að hermenn þeirra hætti öllum nauðgunum. Opnið augu ykkar fyrir þessum hörmungum og komið á refsingum fyrir kynferðislegt ofbeldi í hernaði um allan heim. Aðgerðarleysi í þessum málum er framhald á þeim glæpum sem nauðganir í hernaði eru. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hernaður Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Hver hefði trúað því að líkamar karla væru eitt helsta stríðstól 21. aldarinnar? Að hluti af sigurlaunum herja væri í sumum tilvikum sé að níðast á varnarlausu fólki og fá veiðileyfi til að nauðga konum og börnum. Að slíkt sé einnig notað til að veikja baráttuþrek andstæðings og brjóta hann niður. Það er með ólíkindum að heimsbyggðin gerir sér ekki grein fyrir að eitt af vopnum í stríðsátökum er getnaðarlimur karla. Þetta „vopn“ er óspart notað í stríðsátökum til að niðurlægja konur, stúlkur og börn. Þannig er hluti af líkama karla notaður sem vopn með þegjandi samþykki ríkisstjórna, hermálayfirvalda, hershöfðingja og hermannanna sjálfra í flestum ríkjum heims. Stundum eru þessi ofbeldisverk gerð með beinni skipun að ofan. Öll stríð segja frá nauðgunum, limlestingjum og aftökum án dóms og laga á saklausu fólki. Almenningur lætur hins vegar of lítið í sér heyra um þessa siðlausu hegðun hermanna sinna. Hugleysi karlmanna í hernaði Hugleysi karlmanna í nútímahernaði er með eindæmum þegar þeir ráðast á vopnlausar konur og varnarlaus börn og stunda raðnauðganir fyrir framan fjölskyldu fórnarlambanna. Hvernig geta gerendurnir litið framan í börn sín, eiginkonur eða unnustur eftir slíka framkomu? Þessi kafli sögunnar er því miður ekki nýr og flestir kannast við kynlífsþrælkun svokallaðra „huggunarkvenna“ í Japan og nauðganir hermanna í Berlín í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ofbeldisverkin í Rúanda man fólk ennþá, þó þau og önnur voðaverk hafa verið látin falla „í þægilega gleymsku“. Voðaverkin í fyrrum Júgóslavíu eru ekki langt frá okkur í tíma. Hver getur nauðgað barni og látið sem ekkert sé? Það er ekkert sem réttlætir nauðganir og niðurlægingu á konum og börnum í stríðsátökum nútímans. Eða eru nauðganir á börnum og konum í stríði bara allt í lagi? En jafnvel í dag berast fréttir af slíkum voðaverkum í Úkraínu. Slíkt siðleysi og framferði er óafsakanlegt. Það að líkamar karla séu notaðir sem vopn í hernaði segir ansi mikið um þá úrkynjun sem er orðin innan herja í boði stjórnvalda. Herir eru settir á stofn til að verja eigið land og þjóð. Til forna var til siðs að hneppa fólk í þrældóm til að nota sem ókeypis vinnuafl og kynlífsþræla. Og enn er svo, því miður. Erum við ekki komin lengra á 21. öldinni? Árið 2018 fengu Nadia Murad og Denis Mukwege friðarverðlaun Nóbels vegna baráttu þeirra gegn því að kynferðislegt ofbeldi væri notað sem vopn í hernaðarátökum. Árið 2018 lýsti Mukwege læknir hræðilegum afleiðingum nauðgunar á kynfæri barna og kvenna í Kongó. Lýsingar hans á ástandi sjúklinga sinna, sérstaklega ungra barna, er ekki hægt að hafa eftir ógrátandi. En þegar heimurinn frétti af þessum ránum og nauðgunum gerist lítið. Hvers vegna situr heimsbyggðin hjá þegar kemur að þessum voðaverkum? Hvað hugsa konur? Við búum svo vel að hafa réttarkerfi sem ætti að taka á nauðgunum í stríði. Þá eru hermenn að stunda vinnu sína og engin starfslýsing þar felur í sér nauðganir. Þrátt fyrir það eru þessi ofbeldisverknaðir notaðir markvisst í stríðum nútímans. Hvað hugsa eiginkonur, börn, mæður, systur, frænkur og ömmur hermanna þegar þær heyra að nauðganir á konum og börnum séu notuð sem vopn í stríðsátökum? Slík hegðun er á ábyrgð ráðherra, herforingja, þingmanna og forseta viðkomandi ríkja auk alþjóðasamtaka. Það er þeirra að afnema slíka hegðun innan herja sinna, framfylgja banni við slíkum verknaði og taka upp refsingar gegn slíkum afbrotum. Slíkt myndi einnig hafa áhrif meðal almennings þar sem konur eru enn að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Það að hunsa nauðganir hermanna er gróft mannréttindabrot og stríðir gegn lögum. Hvar eru hins vegar þjóðþingin innan Sameinuðu þjóðanna og önnur alþjóðasamtök að hugsa? Af hverju eru þessir stríðsglæpir hunsaðir í þeim mæli sem raun ber vitni? Almenningur allur þarf að standa upp og krefjast þess með lögum og framkvæmd að hermenn þeirra hætti öllum nauðgunum. Opnið augu ykkar fyrir þessum hörmungum og komið á refsingum fyrir kynferðislegt ofbeldi í hernaði um allan heim. Aðgerðarleysi í þessum málum er framhald á þeim glæpum sem nauðganir í hernaði eru. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar