Miðflokkurinn kærir kosningarnar í Garðabæ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2022 15:17 Hér má sjá hvernig kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn saman. Yst til hægri á seðlinum er listi Miðflokksins, en á milli hans og lista Sjálfstæðisflokksins er listi Garðabæjarlistans. Kópavogs- og Garðapósturinn. Miðflokkurinn hefur kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ. Ástæðan er það sem flokkurinn segir alvarlegan ágalla á kjörseðli. Þannig er mál með vexti að í Garðabæ var kjörseðillinn fyrir fram brotinn í tveimur brotum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn, líkt og myndin hér að ofan sýnir. Miðflokkurinn lagði fram bókun til yfirkjörstjórnar Garðabæjar á kjördag vegna málsins, þar sem áskilinn var réttur til þess að kæra framkvæmd kosninganna. Kópavogs- og Garðapósturinn greindi fyrstur frá. „Umboðsmenn Miðflokksins í Garðabæ hafa upplýsingar frá kjósendum að dæmi séu um að kjósendur hafi ekki áttað sig á að fleiri listar voru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda,“ segir meðal annars í bókun flokksins síðan á kjördag. Í samtali við Vísi staðfestir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Garðabæ, að flokkurinn hafi kært framkvæmd kosninganna. Málið fer nú inn á borð úrskurðarnefndar kosningamála, sem er nýtekin til starfa eftir gildistöku nýrra kosningalaga. Yfirkjörstjórn vinnur nú að því að skila til nefndarinnar þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir. Samkvæmt 130. gr. kosningalaga geta gallar á framboði eða kosningu leitt til ógildingar þeirra, ef líklegt er að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga. Ef til þess kemur að úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að umbrot kjörseðla í Garðabæ hafi haft áhrif á úrslit þeirra þannig að til ógildingar kosninganna komi, þyrfti að kjósa að nýju í Garðabæ. Miðflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Þannig er mál með vexti að í Garðabæ var kjörseðillinn fyrir fram brotinn í tveimur brotum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn, líkt og myndin hér að ofan sýnir. Miðflokkurinn lagði fram bókun til yfirkjörstjórnar Garðabæjar á kjördag vegna málsins, þar sem áskilinn var réttur til þess að kæra framkvæmd kosninganna. Kópavogs- og Garðapósturinn greindi fyrstur frá. „Umboðsmenn Miðflokksins í Garðabæ hafa upplýsingar frá kjósendum að dæmi séu um að kjósendur hafi ekki áttað sig á að fleiri listar voru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda,“ segir meðal annars í bókun flokksins síðan á kjördag. Í samtali við Vísi staðfestir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Garðabæ, að flokkurinn hafi kært framkvæmd kosninganna. Málið fer nú inn á borð úrskurðarnefndar kosningamála, sem er nýtekin til starfa eftir gildistöku nýrra kosningalaga. Yfirkjörstjórn vinnur nú að því að skila til nefndarinnar þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir. Samkvæmt 130. gr. kosningalaga geta gallar á framboði eða kosningu leitt til ógildingar þeirra, ef líklegt er að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga. Ef til þess kemur að úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að umbrot kjörseðla í Garðabæ hafi haft áhrif á úrslit þeirra þannig að til ógildingar kosninganna komi, þyrfti að kjósa að nýju í Garðabæ.
Miðflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira