Miðflokkurinn kærir kosningarnar í Garðabæ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2022 15:17 Hér má sjá hvernig kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn saman. Yst til hægri á seðlinum er listi Miðflokksins, en á milli hans og lista Sjálfstæðisflokksins er listi Garðabæjarlistans. Kópavogs- og Garðapósturinn. Miðflokkurinn hefur kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ. Ástæðan er það sem flokkurinn segir alvarlegan ágalla á kjörseðli. Þannig er mál með vexti að í Garðabæ var kjörseðillinn fyrir fram brotinn í tveimur brotum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn, líkt og myndin hér að ofan sýnir. Miðflokkurinn lagði fram bókun til yfirkjörstjórnar Garðabæjar á kjördag vegna málsins, þar sem áskilinn var réttur til þess að kæra framkvæmd kosninganna. Kópavogs- og Garðapósturinn greindi fyrstur frá. „Umboðsmenn Miðflokksins í Garðabæ hafa upplýsingar frá kjósendum að dæmi séu um að kjósendur hafi ekki áttað sig á að fleiri listar voru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda,“ segir meðal annars í bókun flokksins síðan á kjördag. Í samtali við Vísi staðfestir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Garðabæ, að flokkurinn hafi kært framkvæmd kosninganna. Málið fer nú inn á borð úrskurðarnefndar kosningamála, sem er nýtekin til starfa eftir gildistöku nýrra kosningalaga. Yfirkjörstjórn vinnur nú að því að skila til nefndarinnar þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir. Samkvæmt 130. gr. kosningalaga geta gallar á framboði eða kosningu leitt til ógildingar þeirra, ef líklegt er að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga. Ef til þess kemur að úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að umbrot kjörseðla í Garðabæ hafi haft áhrif á úrslit þeirra þannig að til ógildingar kosninganna komi, þyrfti að kjósa að nýju í Garðabæ. Miðflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þannig er mál með vexti að í Garðabæ var kjörseðillinn fyrir fram brotinn í tveimur brotum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn, líkt og myndin hér að ofan sýnir. Miðflokkurinn lagði fram bókun til yfirkjörstjórnar Garðabæjar á kjördag vegna málsins, þar sem áskilinn var réttur til þess að kæra framkvæmd kosninganna. Kópavogs- og Garðapósturinn greindi fyrstur frá. „Umboðsmenn Miðflokksins í Garðabæ hafa upplýsingar frá kjósendum að dæmi séu um að kjósendur hafi ekki áttað sig á að fleiri listar voru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda,“ segir meðal annars í bókun flokksins síðan á kjördag. Í samtali við Vísi staðfestir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Garðabæ, að flokkurinn hafi kært framkvæmd kosninganna. Málið fer nú inn á borð úrskurðarnefndar kosningamála, sem er nýtekin til starfa eftir gildistöku nýrra kosningalaga. Yfirkjörstjórn vinnur nú að því að skila til nefndarinnar þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir. Samkvæmt 130. gr. kosningalaga geta gallar á framboði eða kosningu leitt til ógildingar þeirra, ef líklegt er að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga. Ef til þess kemur að úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að umbrot kjörseðla í Garðabæ hafi haft áhrif á úrslit þeirra þannig að til ógildingar kosninganna komi, þyrfti að kjósa að nýju í Garðabæ.
Miðflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira