Smyglaði myndefni til AP í túrtappa og hvarf skömmu síðar Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2022 14:23 Yuliia Paievska er uppgjafarhermaður og bráðatæknir. Hún keppti einnig á Invictus-leikunum árið 2018 í bogfimi og sundi. Þessi mynd var tekin það ár. AP/Invictus-lið Úkraínu Úkraínskur bráðatæknir í sjálfboðastarfi í fangaði störf sín í Maríupól á mynd og kom efninu til blaðamanna AP fréttaveitunnar á minniskorti sem hún faldi í túrtappa. Degi síðar var hún handsömuð af Rússum og ranglega sökuð um að tilheyra Azov-herdeildinni. Yuliia Paievska, sem gengur undir nafninu Taira, gekk um með myndavél í um tvær vikur í mars og fangaði hið hræðilega ástand í borginni. Myndefni hennar sýnir hana fara um borgina og reyna að bjarga lífi fólks og flytja það á sjúkrahús. Myndefninu kom hún til áðurnefndra blaðamanna AP skömmu áður en þeir fóru frá Maríupól. Þeir voru síðustu vestrænu blaðamennirnir í borginni. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu hér í Vaktinni á Vísi. Eitt myndband frá tíunda mars sýnir hana taka á móti tveimur rússneskum hermönnum sem voru særðir. Aðspurð hvort hún ætlaði að hlúa að þeim sagði hún: „Þeir yrðu ekki svo góðir við okkur en ég get ekki annað. Þeir eru stríðsfangar.“ Taira hlúði jafnt að særðum rússneskum hermönnum og úkraínskum.AP/Yuliia Paievska Eftir að hún var handsömuð sökuðu Rússar hana um að vera í Azov-herdeildinni, sem Rússar segja nasista, en það segir AP fréttaveitan ekki vera rétt. Hún hafi engin tengsl við herdeildina. Ríkisstjórn Úkraínu segist hafa reynt að fá Tairu bætt á lista fyrir fangaskipti en að Rússar segist ekki vera með hana í haldi. Það er þrátt fyrir að hún hafi sést í sjónvarpsútsendingum rússneskra fjölmiðla, með bundnar hendur og marin í andliti. Það var 21. mars en síðan þá hefur engin séð til hennar. Rússar eru sakaðir um að hafa handsamað og jafnvel rænt hundruðum manna og kvenna í Úkraínu. Mörg þeirra hafa verið pyntuð og myrt. Sameinuðu þjóðirnar segja að nýverið hafi rússneskir hermenn fjarlægt konu úr bílalest frá Maríupól og sakað hana um að vera bráðatækni í hernum. Hún var handsömuð en ung dóttir hennar þurfti að fara ein í bílalestinni, samkvæmt starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Frétt AP og hluta af myndefni Tairu má sjá í myndbandinu hér að neðan. Vert er að vara áhorfendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Yuliia Paievska, sem gengur undir nafninu Taira, gekk um með myndavél í um tvær vikur í mars og fangaði hið hræðilega ástand í borginni. Myndefni hennar sýnir hana fara um borgina og reyna að bjarga lífi fólks og flytja það á sjúkrahús. Myndefninu kom hún til áðurnefndra blaðamanna AP skömmu áður en þeir fóru frá Maríupól. Þeir voru síðustu vestrænu blaðamennirnir í borginni. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu hér í Vaktinni á Vísi. Eitt myndband frá tíunda mars sýnir hana taka á móti tveimur rússneskum hermönnum sem voru særðir. Aðspurð hvort hún ætlaði að hlúa að þeim sagði hún: „Þeir yrðu ekki svo góðir við okkur en ég get ekki annað. Þeir eru stríðsfangar.“ Taira hlúði jafnt að særðum rússneskum hermönnum og úkraínskum.AP/Yuliia Paievska Eftir að hún var handsömuð sökuðu Rússar hana um að vera í Azov-herdeildinni, sem Rússar segja nasista, en það segir AP fréttaveitan ekki vera rétt. Hún hafi engin tengsl við herdeildina. Ríkisstjórn Úkraínu segist hafa reynt að fá Tairu bætt á lista fyrir fangaskipti en að Rússar segist ekki vera með hana í haldi. Það er þrátt fyrir að hún hafi sést í sjónvarpsútsendingum rússneskra fjölmiðla, með bundnar hendur og marin í andliti. Það var 21. mars en síðan þá hefur engin séð til hennar. Rússar eru sakaðir um að hafa handsamað og jafnvel rænt hundruðum manna og kvenna í Úkraínu. Mörg þeirra hafa verið pyntuð og myrt. Sameinuðu þjóðirnar segja að nýverið hafi rússneskir hermenn fjarlægt konu úr bílalest frá Maríupól og sakað hana um að vera bráðatækni í hernum. Hún var handsömuð en ung dóttir hennar þurfti að fara ein í bílalestinni, samkvæmt starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Frétt AP og hluta af myndefni Tairu má sjá í myndbandinu hér að neðan. Vert er að vara áhorfendur við því að myndefnið getur vakið óhug.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira