Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 23:36 Vélknúinn armur Insight tók þessa mynd af geimfarinu og sólarsellum þess í desember árið 2018. AP/NASA Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. Insight lenti á Mars árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði rauðu reikistjörnunnar. Síðan þá hefur farið greint fleiri en 1.300 jarðskjálfta. Sá stærsti þeirra var af stærðinni fimm fyrir um tveimur vikum. Líklegt er að orka geimfarins klárist í júlí, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Sólarsellurnar framleiða nú aðeins um einn tíunda hluta þeirrar orku sem þær gerðu fyrst eftir lendinguna fyrir að verða fjórum árum. Gert var ráð fyrir að svona færi en leiðangursstjórarnir vonuðust þó til þess að vindur næði að blása rykinu af sólarsellunum. Bruce Banerdt, yfirvísindamaður leiðangursins hjá Jet Propulsion Lab í Bandaríkjunum, segir að þúsundir hvirfilbylja hafi verið nálægt því að blása rykinu af en enginn þeirra hafi dunið nógu beint á farinu. „Þetta hefur ekki verið of mikill bölmóður hjá teyminu. Við einbeitum okkur enn að því að stjórna geimfarinu,“ segir hann. Insight verður annað geimfarið á Mars sem NASA missir á fáum árum vegna ryksins sem hylur nær allt yfirborð nágrannareikistjörnu okkar. Könnunarjeppinn Opportunity komst aldrei aftur af stað eftir að hann lenti í miklum rykstormi sem náði yfir stóran hluta Mars árið 2018 Geimurinn Mars Tækni Tengdar fréttir InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. 24. febrúar 2020 22:30 Opportunity kveður eftir fimmtán ár Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. 14. febrúar 2019 08:30 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Insight lenti á Mars árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði rauðu reikistjörnunnar. Síðan þá hefur farið greint fleiri en 1.300 jarðskjálfta. Sá stærsti þeirra var af stærðinni fimm fyrir um tveimur vikum. Líklegt er að orka geimfarins klárist í júlí, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Sólarsellurnar framleiða nú aðeins um einn tíunda hluta þeirrar orku sem þær gerðu fyrst eftir lendinguna fyrir að verða fjórum árum. Gert var ráð fyrir að svona færi en leiðangursstjórarnir vonuðust þó til þess að vindur næði að blása rykinu af sólarsellunum. Bruce Banerdt, yfirvísindamaður leiðangursins hjá Jet Propulsion Lab í Bandaríkjunum, segir að þúsundir hvirfilbylja hafi verið nálægt því að blása rykinu af en enginn þeirra hafi dunið nógu beint á farinu. „Þetta hefur ekki verið of mikill bölmóður hjá teyminu. Við einbeitum okkur enn að því að stjórna geimfarinu,“ segir hann. Insight verður annað geimfarið á Mars sem NASA missir á fáum árum vegna ryksins sem hylur nær allt yfirborð nágrannareikistjörnu okkar. Könnunarjeppinn Opportunity komst aldrei aftur af stað eftir að hann lenti í miklum rykstormi sem náði yfir stóran hluta Mars árið 2018
Geimurinn Mars Tækni Tengdar fréttir InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. 24. febrúar 2020 22:30 Opportunity kveður eftir fimmtán ár Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. 14. febrúar 2019 08:30 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. 24. febrúar 2020 22:30
Opportunity kveður eftir fimmtán ár Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. 14. febrúar 2019 08:30
Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00