Rúmlega 2.500 ungmenni ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2022 10:28 Nokkur munur er á hlutfalli þeirra sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun eftir aldri. Vísir/vilhelm Árið 2021 er áætlað að 6,3% ungs fólks á aldrinum 16 til 24 ára hafi ekki verið í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Jafngildir það því að þetta hafi átt við um rúmlega 2.500 ungmenni í fyrra. Á síðustu tíu árum var hlutfallið lægst 4,9% árið 2017 en hæst 7,4% árið 2020. Hlutfallið lækkar úr 7,4% í 6,3% milli 2020 og 2021 en það tók stökk árið sem kórónuveirufaraldurinn braust út hér á landi. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands en nokkur munur er á hlutfalli þeirra sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun eftir aldri. Hlutfallið er töluvert lægra meðal fólks á aldrinum 16 til 19 ára en stór hluti þess stundar nám. „Á síðustu fimm árum var hlutfall ungs fólks á aldrinum 16-19 ára, sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun, hæst 4,5% árið 2020 en lægst 2,7% árið 2021 og hefur hlutfallið ekki verið lægra frá árinu 2004 innan þessa aldurshóps. Á síðustu fimm árum hefur hlutfall þeirra sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun hækkað á meðal ungs fólks á aldrinum 20-24 ára úr 6,2% árið 2017 í 9% árið 2021,“ segir í samantektinni. Hlutfallið hæst árið 2020 Að sögn Hagstofunnar voru 9,8% innflytjenda ekki í námi, vinnu eða starfsþjálfun árið 2021 en á síðustu tíu árum var hlutfallið lægst 1,1% árið 2016 og hæst 16,5% árið 2012. Hlutfall þeirra sem voru með íslenskan bakgrunn á aldrinum 16 til 24 ára, sem voru ekki í námi, vinnu eða starfsþjálfun, var 6% árið 2021. Á undanförnum tíu árum var hlutfallið lægst 5% árið 2017 og hæst 7,4% árið 2020. Með innflytjanda á Hagstofan við einstakling sem er fæddur erlendis, á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis auk þess að eiga afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Innlendir geta verið einstaklingar með engan erlendan bakgrunn, einstaklingar með engan erlendan bakgrunn sem eru fæddir erlendis, einstaklingar sem eru fæddir á Íslandi og annað foreldri er erlent, og einstaklingar sem eru fæddir erlendis, eiga foreldra sem fæddir eru erlendis en a.m.k. eina ömmu eða afa sem fædd/ur er á Íslandi. Annarrar kynslóðar innflytjendur flokkast sem innlendir. Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Á síðustu tíu árum var hlutfallið lægst 4,9% árið 2017 en hæst 7,4% árið 2020. Hlutfallið lækkar úr 7,4% í 6,3% milli 2020 og 2021 en það tók stökk árið sem kórónuveirufaraldurinn braust út hér á landi. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands en nokkur munur er á hlutfalli þeirra sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun eftir aldri. Hlutfallið er töluvert lægra meðal fólks á aldrinum 16 til 19 ára en stór hluti þess stundar nám. „Á síðustu fimm árum var hlutfall ungs fólks á aldrinum 16-19 ára, sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun, hæst 4,5% árið 2020 en lægst 2,7% árið 2021 og hefur hlutfallið ekki verið lægra frá árinu 2004 innan þessa aldurshóps. Á síðustu fimm árum hefur hlutfall þeirra sem ekki eru í vinnu, námi eða starfsþjálfun hækkað á meðal ungs fólks á aldrinum 20-24 ára úr 6,2% árið 2017 í 9% árið 2021,“ segir í samantektinni. Hlutfallið hæst árið 2020 Að sögn Hagstofunnar voru 9,8% innflytjenda ekki í námi, vinnu eða starfsþjálfun árið 2021 en á síðustu tíu árum var hlutfallið lægst 1,1% árið 2016 og hæst 16,5% árið 2012. Hlutfall þeirra sem voru með íslenskan bakgrunn á aldrinum 16 til 24 ára, sem voru ekki í námi, vinnu eða starfsþjálfun, var 6% árið 2021. Á undanförnum tíu árum var hlutfallið lægst 5% árið 2017 og hæst 7,4% árið 2020. Með innflytjanda á Hagstofan við einstakling sem er fæddur erlendis, á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis auk þess að eiga afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Innlendir geta verið einstaklingar með engan erlendan bakgrunn, einstaklingar með engan erlendan bakgrunn sem eru fæddir erlendis, einstaklingar sem eru fæddir á Íslandi og annað foreldri er erlent, og einstaklingar sem eru fæddir erlendis, eiga foreldra sem fæddir eru erlendis en a.m.k. eina ömmu eða afa sem fædd/ur er á Íslandi. Annarrar kynslóðar innflytjendur flokkast sem innlendir.
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira