Skagfirðingar mynduðu röð rúmum tveimur tímum fyrir opnun Hjörtur Leó Guðjónsson og Ísak Óli Traustason skrifa 17. maí 2022 17:31 Rúmum tveimur tímum áður en miðasalan opnaði var farin að myndast heljarinar röð. Vísir/Ísak Óli Stuðningsmenn Tindastóls voru mættir í röð til þess að ná að festa kaup á miðum á oddaleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Stemningin var nokkuð góð, fólk var mætt með hátalara og stytti sér biðina með því að blasta Skagfirskum lögum. Án þín með Sverir Bergmann var að klárast og næsta lag á dagskrá var Þú gafst mér líf með hljómsveitinni Von. Blaðamaður Vísis náði tali af stuðningsmanni í biðröðinni, Sæþóri Má Hinrikssyni sem að var nýbúinn að leggja frá sér gítarinn eftir að hafa tekið lagið fyrir mannskapinn. Sæþór var mættur í röðina kl 14:45, rúmlega tveimur tímum áður en miðasalan hófst. „Ég ætlaði ekki að mæta fyrr en klukkan fjögur en fékk veður af því að fólk væri byrjað að mæta,“ sagði Sæþór í samtali við Vísi. „Ég er vongóður um að fá miða, er sirka númer 40 í röðinni.“ Aldrei séð annað eins Þair voru ófáir stuðningsmenn Tindastóls sem voru mættir í röðina í dag.Vísir/Ísak Óli Sæþór hefur mætt á flesta leiki í nokkur ár hjá Tindastól en er þetta mesta eftirspurn eftir miðum sem hann hefur upplifað? „Já það er alveg óhætt að segja það, ég hef allavegana ekki beðið í rúma tvo tíma í biðröð til að fá miða hingað til.“ Þegar að Sæþór var spurður út í leikinn sjálfann var hann ekki tilbúinn að gefa út neina spá. „Ég er hjátrúafullur að því leyti að ég þori aldrei að spá því hvernig leikirnir fara hjá mínu liði,“ sagði Sæþór. „Ég býst bara við alvöru karnivalstemningu og get ekki beðið eftir morgundeginum, veit að mitt fólk er 100% klárt í þennan leik,“ sagði Sæþór spenntur að lokum. Röðin teygði sig í allar áttir.Vísir/Ísak Óli Eins og heyra mátti á Sæþóri er stemningin fyrir leiknum mikil á Sauðárkróki og ljóst að færri komast að en vilja. Stuðningsmenn Tindastóls fá 500 miða á leikinn, eða þriðjung af heildarmiðafjölda. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður flautað til leiks klukkan 20:15. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkustund fyrr og ætti enginn íþróttaunnandi að láta þennan slag framhjá sér fara. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. 17. maí 2022 16:27 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Án þín með Sverir Bergmann var að klárast og næsta lag á dagskrá var Þú gafst mér líf með hljómsveitinni Von. Blaðamaður Vísis náði tali af stuðningsmanni í biðröðinni, Sæþóri Má Hinrikssyni sem að var nýbúinn að leggja frá sér gítarinn eftir að hafa tekið lagið fyrir mannskapinn. Sæþór var mættur í röðina kl 14:45, rúmlega tveimur tímum áður en miðasalan hófst. „Ég ætlaði ekki að mæta fyrr en klukkan fjögur en fékk veður af því að fólk væri byrjað að mæta,“ sagði Sæþór í samtali við Vísi. „Ég er vongóður um að fá miða, er sirka númer 40 í röðinni.“ Aldrei séð annað eins Þair voru ófáir stuðningsmenn Tindastóls sem voru mættir í röðina í dag.Vísir/Ísak Óli Sæþór hefur mætt á flesta leiki í nokkur ár hjá Tindastól en er þetta mesta eftirspurn eftir miðum sem hann hefur upplifað? „Já það er alveg óhætt að segja það, ég hef allavegana ekki beðið í rúma tvo tíma í biðröð til að fá miða hingað til.“ Þegar að Sæþór var spurður út í leikinn sjálfann var hann ekki tilbúinn að gefa út neina spá. „Ég er hjátrúafullur að því leyti að ég þori aldrei að spá því hvernig leikirnir fara hjá mínu liði,“ sagði Sæþór. „Ég býst bara við alvöru karnivalstemningu og get ekki beðið eftir morgundeginum, veit að mitt fólk er 100% klárt í þennan leik,“ sagði Sæþór spenntur að lokum. Röðin teygði sig í allar áttir.Vísir/Ísak Óli Eins og heyra mátti á Sæþóri er stemningin fyrir leiknum mikil á Sauðárkróki og ljóst að færri komast að en vilja. Stuðningsmenn Tindastóls fá 500 miða á leikinn, eða þriðjung af heildarmiðafjölda. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður flautað til leiks klukkan 20:15. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkustund fyrr og ætti enginn íþróttaunnandi að láta þennan slag framhjá sér fara. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. 17. maí 2022 16:27 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. 17. maí 2022 16:27