Skagfirðingar mynduðu röð rúmum tveimur tímum fyrir opnun Hjörtur Leó Guðjónsson og Ísak Óli Traustason skrifa 17. maí 2022 17:31 Rúmum tveimur tímum áður en miðasalan opnaði var farin að myndast heljarinar röð. Vísir/Ísak Óli Stuðningsmenn Tindastóls voru mættir í röð til þess að ná að festa kaup á miðum á oddaleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Stemningin var nokkuð góð, fólk var mætt með hátalara og stytti sér biðina með því að blasta Skagfirskum lögum. Án þín með Sverir Bergmann var að klárast og næsta lag á dagskrá var Þú gafst mér líf með hljómsveitinni Von. Blaðamaður Vísis náði tali af stuðningsmanni í biðröðinni, Sæþóri Má Hinrikssyni sem að var nýbúinn að leggja frá sér gítarinn eftir að hafa tekið lagið fyrir mannskapinn. Sæþór var mættur í röðina kl 14:45, rúmlega tveimur tímum áður en miðasalan hófst. „Ég ætlaði ekki að mæta fyrr en klukkan fjögur en fékk veður af því að fólk væri byrjað að mæta,“ sagði Sæþór í samtali við Vísi. „Ég er vongóður um að fá miða, er sirka númer 40 í röðinni.“ Aldrei séð annað eins Þair voru ófáir stuðningsmenn Tindastóls sem voru mættir í röðina í dag.Vísir/Ísak Óli Sæþór hefur mætt á flesta leiki í nokkur ár hjá Tindastól en er þetta mesta eftirspurn eftir miðum sem hann hefur upplifað? „Já það er alveg óhætt að segja það, ég hef allavegana ekki beðið í rúma tvo tíma í biðröð til að fá miða hingað til.“ Þegar að Sæþór var spurður út í leikinn sjálfann var hann ekki tilbúinn að gefa út neina spá. „Ég er hjátrúafullur að því leyti að ég þori aldrei að spá því hvernig leikirnir fara hjá mínu liði,“ sagði Sæþór. „Ég býst bara við alvöru karnivalstemningu og get ekki beðið eftir morgundeginum, veit að mitt fólk er 100% klárt í þennan leik,“ sagði Sæþór spenntur að lokum. Röðin teygði sig í allar áttir.Vísir/Ísak Óli Eins og heyra mátti á Sæþóri er stemningin fyrir leiknum mikil á Sauðárkróki og ljóst að færri komast að en vilja. Stuðningsmenn Tindastóls fá 500 miða á leikinn, eða þriðjung af heildarmiðafjölda. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður flautað til leiks klukkan 20:15. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkustund fyrr og ætti enginn íþróttaunnandi að láta þennan slag framhjá sér fara. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. 17. maí 2022 16:27 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Án þín með Sverir Bergmann var að klárast og næsta lag á dagskrá var Þú gafst mér líf með hljómsveitinni Von. Blaðamaður Vísis náði tali af stuðningsmanni í biðröðinni, Sæþóri Má Hinrikssyni sem að var nýbúinn að leggja frá sér gítarinn eftir að hafa tekið lagið fyrir mannskapinn. Sæþór var mættur í röðina kl 14:45, rúmlega tveimur tímum áður en miðasalan hófst. „Ég ætlaði ekki að mæta fyrr en klukkan fjögur en fékk veður af því að fólk væri byrjað að mæta,“ sagði Sæþór í samtali við Vísi. „Ég er vongóður um að fá miða, er sirka númer 40 í röðinni.“ Aldrei séð annað eins Þair voru ófáir stuðningsmenn Tindastóls sem voru mættir í röðina í dag.Vísir/Ísak Óli Sæþór hefur mætt á flesta leiki í nokkur ár hjá Tindastól en er þetta mesta eftirspurn eftir miðum sem hann hefur upplifað? „Já það er alveg óhætt að segja það, ég hef allavegana ekki beðið í rúma tvo tíma í biðröð til að fá miða hingað til.“ Þegar að Sæþór var spurður út í leikinn sjálfann var hann ekki tilbúinn að gefa út neina spá. „Ég er hjátrúafullur að því leyti að ég þori aldrei að spá því hvernig leikirnir fara hjá mínu liði,“ sagði Sæþór. „Ég býst bara við alvöru karnivalstemningu og get ekki beðið eftir morgundeginum, veit að mitt fólk er 100% klárt í þennan leik,“ sagði Sæþór spenntur að lokum. Röðin teygði sig í allar áttir.Vísir/Ísak Óli Eins og heyra mátti á Sæþóri er stemningin fyrir leiknum mikil á Sauðárkróki og ljóst að færri komast að en vilja. Stuðningsmenn Tindastóls fá 500 miða á leikinn, eða þriðjung af heildarmiðafjölda. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður flautað til leiks klukkan 20:15. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkustund fyrr og ætti enginn íþróttaunnandi að láta þennan slag framhjá sér fara. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. 17. maí 2022 16:27 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar. 17. maí 2022 16:27