Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Eiður Þór Árnason skrifar 17. maí 2022 14:52 Íslenskir álframleiðendur eru meðal annars háðir losunarheimildum gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Vilhelm Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. Ríkið hóf að fá tekjur af uppboði losunarheimilda árið 2019 þegar 3,58 milljarðar króna skiluðu sér í ríkiskassann en talan tók stökk upp á við árið 2020 þegar tekjurnar námu 6,07 milljörðum. Í fyrra námu þær 847 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðaútreikningum en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa stjórnvöld selt losunarheimildir fyrir 920 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við þingfyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samtals hafa tekjur af kolefnisgjaldi og sölu losunarheimilda því skilað 59,13 milljörðum í ríkissjóð frá árinu 2010. Báðir tekjustofnar renna beint í ríkissjóð en hvorugur þeirra er sérstaklega eyrnamerktur aðgerðum í loftslagsmálum. Tekjur af kolefnisgjaldi náði hámarki í fyrra Tekjur af kolefnisgjaldi náðu hámarki árið 2021 þær námu 5,77 milljörðum króna. Tekjurnar hafa farið hækkandi á seinustu árum í samræmi við hækkun kolefnisgjalds árið 2018, 2019, 2020. Fram kemur í svari fjármálaráðherra að kolefnisgjald hafi skilað 2,15 milljörðum króna í ríkissjóð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Kolefnisgjald er lagt á gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt vetniskolefni. Markmið gjaldsins er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að verð losunarheimilda muni hækka um 2 til 4 prósent árlega á næstu fimm árum en á móti er gert ráð fyrir fækkun losunarheimilda. „Í forsendum tekjuáætlunar er gert ráð fyrir að kolefnisgjald hækki í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs, en þó aldrei umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Með fjölgun umhverfisvænna og sparneytinna bifreiða er búist við að gjaldstofn kolefnisgjalds, sem eru lítrar og kílógrömm jarðefnaeldsneytis, fari lækkandi á komandi árum,“ segir í svari við fyrirspurninni. Ísland er hluti af viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi á EES-svæðinu er háð losunarheimildum og þurfa rekstraraðilar slíkrar starfsemi að tryggja sér slíkar heimildir. Heimildunum er að hluta til úthlutað endurgjaldslaust til rekstraraðila og að hluta til boðnar upp. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að unnt sé að afla losunarheimilda við úthlutun yfirvalda í viðkomandi ríki, á uppboði á vegum stjórnvalda, með þátttöku í loftslagsvænum verkefnum samkvæmt Kýótó-bókuninni og með viðskiptum á frjálsum markaði. Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Ríkið hóf að fá tekjur af uppboði losunarheimilda árið 2019 þegar 3,58 milljarðar króna skiluðu sér í ríkiskassann en talan tók stökk upp á við árið 2020 þegar tekjurnar námu 6,07 milljörðum. Í fyrra námu þær 847 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðaútreikningum en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa stjórnvöld selt losunarheimildir fyrir 920 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við þingfyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samtals hafa tekjur af kolefnisgjaldi og sölu losunarheimilda því skilað 59,13 milljörðum í ríkissjóð frá árinu 2010. Báðir tekjustofnar renna beint í ríkissjóð en hvorugur þeirra er sérstaklega eyrnamerktur aðgerðum í loftslagsmálum. Tekjur af kolefnisgjaldi náði hámarki í fyrra Tekjur af kolefnisgjaldi náðu hámarki árið 2021 þær námu 5,77 milljörðum króna. Tekjurnar hafa farið hækkandi á seinustu árum í samræmi við hækkun kolefnisgjalds árið 2018, 2019, 2020. Fram kemur í svari fjármálaráðherra að kolefnisgjald hafi skilað 2,15 milljörðum króna í ríkissjóð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Kolefnisgjald er lagt á gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt vetniskolefni. Markmið gjaldsins er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að verð losunarheimilda muni hækka um 2 til 4 prósent árlega á næstu fimm árum en á móti er gert ráð fyrir fækkun losunarheimilda. „Í forsendum tekjuáætlunar er gert ráð fyrir að kolefnisgjald hækki í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs, en þó aldrei umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Með fjölgun umhverfisvænna og sparneytinna bifreiða er búist við að gjaldstofn kolefnisgjalds, sem eru lítrar og kílógrömm jarðefnaeldsneytis, fari lækkandi á komandi árum,“ segir í svari við fyrirspurninni. Ísland er hluti af viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi á EES-svæðinu er háð losunarheimildum og þurfa rekstraraðilar slíkrar starfsemi að tryggja sér slíkar heimildir. Heimildunum er að hluta til úthlutað endurgjaldslaust til rekstraraðila og að hluta til boðnar upp. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að unnt sé að afla losunarheimilda við úthlutun yfirvalda í viðkomandi ríki, á uppboði á vegum stjórnvalda, með þátttöku í loftslagsvænum verkefnum samkvæmt Kýótó-bókuninni og með viðskiptum á frjálsum markaði.
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira