Stanley Þorsteinn Másson skrifar 17. maí 2022 15:00 Árið 1902 ákváðu vestfirskir frumkvöðlar að setja vél í árabátinn Stanley. Á þeim tíma réru allir íslenskir sjómenn til veiða eða notuðu segl þegar vindur var þeim hagstæður. Að setja vél í árabát er eitt stærsta og mikilvægasta orkuskiptaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Það er rétt hægt að ímynda sér þá byltingu sem fólst í því að hætta að róa með höndunum og láta framandi maskínu sjá um að ferja áhöfn og afla. Það er að sama skapi auðvelt að sjá fyrir sér allar efasemdirnar, enda gríðarleg óvissa um hvort þetta myndi borga sig, væri öruggt og myndi yfir höfuð virka. Ef þau hefðu haft aðgang að Excel og öðrum greiningartólum sem við notum í dag, eru líkur á því að verkefnið „vél í árabát“ hefði ekki endilega litið vel út vegna ýmiss konar óvissu: Óvissa með verð og veiðar á þorski Aðgengi að olíu Verð og verðþróun á olíu Aðgengi að varahlutum Aðgengi að kunnáttufólki sem sinna átti viðhaldi Mögulega hefðu þau endað á því að eyða frekar tíma og fjármunum í að hanna léttari árar, boðið sjómönnum upp á hollari og betri mat og reynt að hanna og framleiða betri vinnufatnað. En þau höfðu ekki aðgang að Excel eða öðrum greiningartólum og ákváðu að taka í notkun nýja tækni sem aldrei hafði verið prófuð á Íslandi. Þau vissu að þetta var að gerast í löndunum í kring og gátu því verið nokkuð bjartsýn á að þetta væri líklega framtíðin. Við sem fáumst við orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í dag, erum í svipuðum sporum og þau sem settu vél í Stanley árið 1902 og ættum að taka þau til fyrirmyndar og keyra orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í gang. Með því á ég ekki við að við ættum að hætta að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu upplýsingum eða hætta að nota greiningartól til að taka góðar ákvarðanir. Við erum nefnilega búin að taka ákvörðum. Við erum búin að ákveða að verða kolefnishlutlaus árið 2040. Það er því búið að taka ákvörðun um að orkuskiptum í sjávartengdri starfsemi skuli svo sem lokið eftir 18 ár. Það er því óhætt byrja að vinna að þeim, strax í dag. Við gætum til dæmis ákveðið í dag að nýr Baldur, ferjan sem siglir yfir Breiðafjörð, muni nota rafeldsneyti (metanól eða vetni) og ákveðið hér og nú að hann verði tilbúinn innan þriggja ára. Þannig yrði Baldur fyrsti stóri notandi af rafeldsneyti á Íslandi og myndi ryðja brautina fyrir önnur rafeldsneytisverkefni og rafeldsneytisframleiðslu. Hafnir Ísafjarðabæjar ásamt fleiri höfum hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa dráttarbát sem knúinn er áfram af rafhlöðum og brunavél og væri fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Við getum ákveðið í dag að styðja við þessi áform og ákveðið hér og nú að fyrsti grænorku dráttarbátur landsins væri klár innan þriggja ára. Við getum ákveðið að nýta aflaheimildir til að styðja við orkuskipti smærri báta þannig að útgerðir sem fjárfesta í grænni orku fá tímabundinn stuðning í formi aflaheimilda. Þannig munu smærri útgerðir sjá sér fært að fjárfesta í grænni orku í samvinnu við innlendar bátasmiðjur og Stanley-2, fyrsti íslenski grænorkubáturinn, mun líta dagsins ljós innan þriggja ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Sjá meira
Árið 1902 ákváðu vestfirskir frumkvöðlar að setja vél í árabátinn Stanley. Á þeim tíma réru allir íslenskir sjómenn til veiða eða notuðu segl þegar vindur var þeim hagstæður. Að setja vél í árabát er eitt stærsta og mikilvægasta orkuskiptaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Það er rétt hægt að ímynda sér þá byltingu sem fólst í því að hætta að róa með höndunum og láta framandi maskínu sjá um að ferja áhöfn og afla. Það er að sama skapi auðvelt að sjá fyrir sér allar efasemdirnar, enda gríðarleg óvissa um hvort þetta myndi borga sig, væri öruggt og myndi yfir höfuð virka. Ef þau hefðu haft aðgang að Excel og öðrum greiningartólum sem við notum í dag, eru líkur á því að verkefnið „vél í árabát“ hefði ekki endilega litið vel út vegna ýmiss konar óvissu: Óvissa með verð og veiðar á þorski Aðgengi að olíu Verð og verðþróun á olíu Aðgengi að varahlutum Aðgengi að kunnáttufólki sem sinna átti viðhaldi Mögulega hefðu þau endað á því að eyða frekar tíma og fjármunum í að hanna léttari árar, boðið sjómönnum upp á hollari og betri mat og reynt að hanna og framleiða betri vinnufatnað. En þau höfðu ekki aðgang að Excel eða öðrum greiningartólum og ákváðu að taka í notkun nýja tækni sem aldrei hafði verið prófuð á Íslandi. Þau vissu að þetta var að gerast í löndunum í kring og gátu því verið nokkuð bjartsýn á að þetta væri líklega framtíðin. Við sem fáumst við orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í dag, erum í svipuðum sporum og þau sem settu vél í Stanley árið 1902 og ættum að taka þau til fyrirmyndar og keyra orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í gang. Með því á ég ekki við að við ættum að hætta að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu upplýsingum eða hætta að nota greiningartól til að taka góðar ákvarðanir. Við erum nefnilega búin að taka ákvörðum. Við erum búin að ákveða að verða kolefnishlutlaus árið 2040. Það er því búið að taka ákvörðun um að orkuskiptum í sjávartengdri starfsemi skuli svo sem lokið eftir 18 ár. Það er því óhætt byrja að vinna að þeim, strax í dag. Við gætum til dæmis ákveðið í dag að nýr Baldur, ferjan sem siglir yfir Breiðafjörð, muni nota rafeldsneyti (metanól eða vetni) og ákveðið hér og nú að hann verði tilbúinn innan þriggja ára. Þannig yrði Baldur fyrsti stóri notandi af rafeldsneyti á Íslandi og myndi ryðja brautina fyrir önnur rafeldsneytisverkefni og rafeldsneytisframleiðslu. Hafnir Ísafjarðabæjar ásamt fleiri höfum hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa dráttarbát sem knúinn er áfram af rafhlöðum og brunavél og væri fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Við getum ákveðið í dag að styðja við þessi áform og ákveðið hér og nú að fyrsti grænorku dráttarbátur landsins væri klár innan þriggja ára. Við getum ákveðið að nýta aflaheimildir til að styðja við orkuskipti smærri báta þannig að útgerðir sem fjárfesta í grænni orku fá tímabundinn stuðning í formi aflaheimilda. Þannig munu smærri útgerðir sjá sér fært að fjárfesta í grænni orku í samvinnu við innlendar bátasmiðjur og Stanley-2, fyrsti íslenski grænorkubáturinn, mun líta dagsins ljós innan þriggja ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun