Gísli dæmdur fyrir líkamsárás: Brotaþola létt eftir tveggja ára bið og tjáir sig um ofbeldið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. maí 2022 14:54 Gísli Hauksson stofnaði Gamma í félagi við annan mann árið 2008. Gamma Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Fyrrverandi sambýliskona Gísla segist þakklát því að málinu sé lokið fyrir dómstólum, tveimur árum eftir árásina, Þetta staðfestir Arnar Þór Stefánsson lögmaður konunar. Gísli var jafnframt dæmdur til þess að greiða h enni fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Gísli játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína í maí 2020. Fram kemur í dómnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Gísli hafi ítrekað tekið konuna kverkataki, skellt henni utan í vegg, þrengt að hálsi hennar svo hún hafi átt erfitt með andardrátt og fallið í gólfið. Eftir að konan hörfaði hafi hann farið á eftir henni, ítrekað gripið í handleggi hennar og fleygt henni á rúm. Konan tognaði á handlegg, hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg, auk mikilla yfirborðsáverka á hálsi, öxl og upphandlegg. Arnar Þór gerði þá kröfu fyrir hönd hennar, Helgu Kristínar Auðunsdóttur, að Gísla yrði gert að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Þeirri kröfu var hafnað af dómnum og hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón í miskabætur og þóknun Arnars Þórs, eða rétt rúmar 400 þúsund krónur. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins var niðurstaða dómsins sú að brot Gísla hafi varðað við grein 2018, lið b, í almennum hegningarlögum. Viðurlög við slíkum brotum geta verið allt að sex ár í fangelsi. Gísli stofnaði GAMMA ásamt Agnari Tómasi Möller árið 2008 og starfaði Gísli lengst af sem formaður félagsins. Hann hætti þar árið 2018 en var enn stærsti hluthafi félagsins. Í desember 2020 sagði Gísli sig frá stöðu formanns fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins eftir að Gísli var kærður fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. „Flúði berfætt með svefnpoka sem ég greip með mér“ Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst, og fyrrverandi sambýliskona Gísla segir mikinn létti fólginn í því að málinu sé lokið fyrir dómstólum. Hún segir bjart framundan, enda eigi hún góða að. „Það var í maí fyrir tveimur árum sem ráðist var á mig á heimili mínu og ég flúði berfætt með svefnpoka sem ég greip með mér. Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi upplifa svona mikla ógn og svona ofbeldi inni á heimili mínu og af hálfu manneskju sem ég treysti,“ skrifar Helga í færslu á Facebook. Helga Kristín og Arnar Þór lögmaðurinn hennar.Facebook Hún segist í dag vita að þolandi hafi enga stjórn á ákvörðun annarra um að beita ofbeldi. „Sömu nótt hringdi ég í Kvennaathvarfið og bað nánast um númeraðan lista yfir atriði sem ég yrði að gera til að tryggja að ég færi aldrei aftur þarna inn á heimilið. Þakklæti til þeirr verður alltaf til staðar,“ skrifar hún og bætir við að starfsmenn Kvennaathvarfsins hafi beint henni til bráðamóttökunnar vegna alvarleika áverkanna. „Á bráðamóttöku fékk ég staðfestingu. Það var mér ótrúlega mikilvægt að fá viðurkenningu á því sem gerðist og viðurkenningu á ég var beitt ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi skilur eftir merki og hefur áhrif á líðan í langan tíma. Það er því gaslýsing á hæsta stigi þegar gerandi ítrekað neitar sök. Í tvö heil ár,“ skrifar Helga. Segist þakklát konunum sem á undan komu Hún segir þá staðreynd að Gísli hafi neitað sök allan þann tíma hafa gert líðanina margfalt verri. „Ákvörðunin um að kæra kom til mín einn dag þegar mér fannst ég geta loks dregið andann ofan í lungu og brosað með augunum. Haustið 2020 hringdi ég í gamlan kunningja, Arnar Þór Stefánsson, og bað hann um aðstoð við að kæra þetta ofbeldi til lögreglunnar.“ Hún segir kæruferlið hafa verið með því erfiðasta sem hún hafi upplifað og á ákveðin hátt hafi það ferli gert ofbeldisupplifunina verri. „Ég er svo þakklát þeim konum sem börðust á undan mér fyrir það að skila skömminni. Það er þeim að þakka að ég finn ekki í dag fyrir skömm yfir því að það var ráðist á mig. En mig langar ekki að dvelja í því að þetta var lífsreynsla sem ég bað ekki um og óska engum. Orkuna sem fór í að brotna ekki hefði ég svo gjarnan viljað nýta í eitthvað annað,“ skrifar Helga. „Í dag lýkur þessu ferli. Í dag var gerandinn sakfelldur eftir að hafa loksins játað brotið. Dómstóll hefur viðurkennt ofbeldið sem átti sér stað bakvið luktar dyr í maí 2020. Einu og hálfu ári frá kæru. Tveimur árum frá árás. Léttirinn við að þessu er lokið er ólýsanlegur. Það er bjart framundan enda á ég góða að. “ Fréttin var uppfærð eftir að fréttastofa fékk dóminn afhentan. Dómsmál GAMMA Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, játaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa í maí árið 2020 ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. 10. maí 2022 18:18 Gísli ákærður fyrir brot í nánu sambandi Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína með ofbeldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí 2020. 1. apríl 2022 08:27 Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. 22. desember 2020 11:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þetta staðfestir Arnar Þór Stefánsson lögmaður konunar. Gísli var jafnframt dæmdur til þess að greiða h enni fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Gísli játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína í maí 2020. Fram kemur í dómnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Gísli hafi ítrekað tekið konuna kverkataki, skellt henni utan í vegg, þrengt að hálsi hennar svo hún hafi átt erfitt með andardrátt og fallið í gólfið. Eftir að konan hörfaði hafi hann farið á eftir henni, ítrekað gripið í handleggi hennar og fleygt henni á rúm. Konan tognaði á handlegg, hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg, auk mikilla yfirborðsáverka á hálsi, öxl og upphandlegg. Arnar Þór gerði þá kröfu fyrir hönd hennar, Helgu Kristínar Auðunsdóttur, að Gísla yrði gert að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Þeirri kröfu var hafnað af dómnum og hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón í miskabætur og þóknun Arnars Þórs, eða rétt rúmar 400 þúsund krónur. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins var niðurstaða dómsins sú að brot Gísla hafi varðað við grein 2018, lið b, í almennum hegningarlögum. Viðurlög við slíkum brotum geta verið allt að sex ár í fangelsi. Gísli stofnaði GAMMA ásamt Agnari Tómasi Möller árið 2008 og starfaði Gísli lengst af sem formaður félagsins. Hann hætti þar árið 2018 en var enn stærsti hluthafi félagsins. Í desember 2020 sagði Gísli sig frá stöðu formanns fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins eftir að Gísli var kærður fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. „Flúði berfætt með svefnpoka sem ég greip með mér“ Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst, og fyrrverandi sambýliskona Gísla segir mikinn létti fólginn í því að málinu sé lokið fyrir dómstólum. Hún segir bjart framundan, enda eigi hún góða að. „Það var í maí fyrir tveimur árum sem ráðist var á mig á heimili mínu og ég flúði berfætt með svefnpoka sem ég greip með mér. Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi upplifa svona mikla ógn og svona ofbeldi inni á heimili mínu og af hálfu manneskju sem ég treysti,“ skrifar Helga í færslu á Facebook. Helga Kristín og Arnar Þór lögmaðurinn hennar.Facebook Hún segist í dag vita að þolandi hafi enga stjórn á ákvörðun annarra um að beita ofbeldi. „Sömu nótt hringdi ég í Kvennaathvarfið og bað nánast um númeraðan lista yfir atriði sem ég yrði að gera til að tryggja að ég færi aldrei aftur þarna inn á heimilið. Þakklæti til þeirr verður alltaf til staðar,“ skrifar hún og bætir við að starfsmenn Kvennaathvarfsins hafi beint henni til bráðamóttökunnar vegna alvarleika áverkanna. „Á bráðamóttöku fékk ég staðfestingu. Það var mér ótrúlega mikilvægt að fá viðurkenningu á því sem gerðist og viðurkenningu á ég var beitt ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi skilur eftir merki og hefur áhrif á líðan í langan tíma. Það er því gaslýsing á hæsta stigi þegar gerandi ítrekað neitar sök. Í tvö heil ár,“ skrifar Helga. Segist þakklát konunum sem á undan komu Hún segir þá staðreynd að Gísli hafi neitað sök allan þann tíma hafa gert líðanina margfalt verri. „Ákvörðunin um að kæra kom til mín einn dag þegar mér fannst ég geta loks dregið andann ofan í lungu og brosað með augunum. Haustið 2020 hringdi ég í gamlan kunningja, Arnar Þór Stefánsson, og bað hann um aðstoð við að kæra þetta ofbeldi til lögreglunnar.“ Hún segir kæruferlið hafa verið með því erfiðasta sem hún hafi upplifað og á ákveðin hátt hafi það ferli gert ofbeldisupplifunina verri. „Ég er svo þakklát þeim konum sem börðust á undan mér fyrir það að skila skömminni. Það er þeim að þakka að ég finn ekki í dag fyrir skömm yfir því að það var ráðist á mig. En mig langar ekki að dvelja í því að þetta var lífsreynsla sem ég bað ekki um og óska engum. Orkuna sem fór í að brotna ekki hefði ég svo gjarnan viljað nýta í eitthvað annað,“ skrifar Helga. „Í dag lýkur þessu ferli. Í dag var gerandinn sakfelldur eftir að hafa loksins játað brotið. Dómstóll hefur viðurkennt ofbeldið sem átti sér stað bakvið luktar dyr í maí 2020. Einu og hálfu ári frá kæru. Tveimur árum frá árás. Léttirinn við að þessu er lokið er ólýsanlegur. Það er bjart framundan enda á ég góða að. “ Fréttin var uppfærð eftir að fréttastofa fékk dóminn afhentan.
Dómsmál GAMMA Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, játaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa í maí árið 2020 ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. 10. maí 2022 18:18 Gísli ákærður fyrir brot í nánu sambandi Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína með ofbeldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí 2020. 1. apríl 2022 08:27 Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. 22. desember 2020 11:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, játaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa í maí árið 2020 ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. 10. maí 2022 18:18
Gísli ákærður fyrir brot í nánu sambandi Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína með ofbeldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí 2020. 1. apríl 2022 08:27
Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. 22. desember 2020 11:22