Æsispennandi uppgötvun í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2022 13:16 Fornleifafræðingar að störfum í Grímsey. Mynd/Hildur Gestsdóttir Ákveðið hefur verið að færa nýja kirkju í Grímsey um fjóra metra til að raska ekki ró þeirra sem liggja í fornum kirkjugarði sem kom í ljós við fornleifauppgröft í eyjunni. Öskuhaugur sem uppgötvaðist einnig þar í grennd getur varpar ljósi á sögu Grímseyjar frá því að hún var fyrst byggð. Fornleifafræðingur segir uppgötvunina vera æsispennandi. Unnið er að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey í stað þeirrar kirkju sem brann í september á síðasta ári. Framkvæmdir hefjast á næstunni en Minjastofnun gerði þá kröfu að áður en framkvæmdir hefðust yrði ráðist í fornleifarannsókn á svæðinu. Á meðal þess sem fannst við rannsóknirnar er öskuhaugur. Við fyrstu sýn kann mörgum ef til vill að finna það ekki ýkja merkilegt að finna gamlan öskuhaug. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur sem stýrir fornleifarannsóknunum segir þó að þar leynist vísbendingar um sögu Grímseyjar fram á 19. öldina. „Við teljum okkur sjá landnámslagið sem fellur 877. Elstu lögin sem við erum a að sjá í þessum öskuhaug eru rétt þar yfir. Í þessum öskuhaug sjáum við sögu Grímseyjar frá upphafi og fram á 19. öldina,“ segir Hildur í samtali við Vísi. En hvað leynist í öskuhaugnum og hvað getur það sagt okkur um lífið í Grímsey fyrir árhundruðum? „Það er gríðarlegt magn af beinum. Heilu lögin af fugla og fiskabeinum sem er æsispennandi. Það er hægt að nýta bein til að sjá hvað fólk var að borða, hvernig fólk var að nýta það sem var til í eyjunni, hvernig fólk var að verka það sem var til í eyjunni. Við erum líka að sjá gripi, innflutta og heimagerða, þannig að það er gríðarmikil saga sem við sjáum þarna.“ Að auki var komið niður á það sem talið er vera kirkjugarðsveggur, en elstu heimildir um kirkjugarð í eyjunni eru frá um 1300. Innan kirkjugarðsins sást móta fyrir talsverðum fjöld af gröfum. Hefur því verið ákveðið að hnika nýrri kirkjubyggingu örlítið, til að raska ekki kirkjugarðinum forna. „Þegar það fannst var í rauninni ákveðið að flytja kirkjuna fjórum metrum austur til að hlífa garðinum, vera ekki að raska ró þess fólks sem liggur þarna.“ Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Kirkjugarðar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48 Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Unnið er að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey í stað þeirrar kirkju sem brann í september á síðasta ári. Framkvæmdir hefjast á næstunni en Minjastofnun gerði þá kröfu að áður en framkvæmdir hefðust yrði ráðist í fornleifarannsókn á svæðinu. Á meðal þess sem fannst við rannsóknirnar er öskuhaugur. Við fyrstu sýn kann mörgum ef til vill að finna það ekki ýkja merkilegt að finna gamlan öskuhaug. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur sem stýrir fornleifarannsóknunum segir þó að þar leynist vísbendingar um sögu Grímseyjar fram á 19. öldina. „Við teljum okkur sjá landnámslagið sem fellur 877. Elstu lögin sem við erum a að sjá í þessum öskuhaug eru rétt þar yfir. Í þessum öskuhaug sjáum við sögu Grímseyjar frá upphafi og fram á 19. öldina,“ segir Hildur í samtali við Vísi. En hvað leynist í öskuhaugnum og hvað getur það sagt okkur um lífið í Grímsey fyrir árhundruðum? „Það er gríðarlegt magn af beinum. Heilu lögin af fugla og fiskabeinum sem er æsispennandi. Það er hægt að nýta bein til að sjá hvað fólk var að borða, hvernig fólk var að nýta það sem var til í eyjunni, hvernig fólk var að verka það sem var til í eyjunni. Við erum líka að sjá gripi, innflutta og heimagerða, þannig að það er gríðarmikil saga sem við sjáum þarna.“ Að auki var komið niður á það sem talið er vera kirkjugarðsveggur, en elstu heimildir um kirkjugarð í eyjunni eru frá um 1300. Innan kirkjugarðsins sást móta fyrir talsverðum fjöld af gröfum. Hefur því verið ákveðið að hnika nýrri kirkjubyggingu örlítið, til að raska ekki kirkjugarðinum forna. „Þegar það fannst var í rauninni ákveðið að flytja kirkjuna fjórum metrum austur til að hlífa garðinum, vera ekki að raska ró þess fólks sem liggur þarna.“
Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Kirkjugarðar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48 Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07
Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48
Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03
Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent