Lineker hefur ekki áhyggjur af Jake og segir að margir komi nú út úr skápnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 10:01 Jake Daniels, framherji Blackpool, sagði frá því í gær að hann sé samkynheigður. Skjámynd/SkySports Enski knattspyrnumaðurinn Jake Daniels varð í gær fyrsti fótboltamaðurinn í meira en þrjá áratugi sem segir frá því opinberlega að hann sé samkynhneigður. Tilkynning hans hefur fengið mikla umfjöllun í enskum miðlum og Jake varð á einu augabragði einn frægasti fótboltamaður þjóðarinnar. Blackpool s Jake Daniels talks about being the UK's first male professional footballer to come out publicly as gay since Justin Fashanu— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 16, 2022 Samkynhneigð í karlafótbolta hefur verið mikið tabú hingað til og samkynhneigðir fótboltamenn eru brenndir af því hvernig fór fyrir þeim sem steig þetta stóra skref fyrir þremur áratugum. Enginn spilandi fótboltamaður hefur nefnilega komið opinberlega út úr skápnum síðan Justin Fashanu gerði það 1990. Fashanu fékk mjög hörð og óvægin viðbrögð og endaði á því að taka sitt eigið líf árið 1998. Daniels er aðeins sautján ára gamall og er leikmaður Blackpool. Hann sagði það mikinn létti fyrir sig að hafa geta hætt þessum feluleik. Gary Lineker, fyrrum leikmaður og nú sjónvarpsstjarna, var einn af mörgum sem hefur veitt Jake stuðning í orði. Meðal þeirra sem hrósuðu honum líka voru Boris Johnson forsætisráðherra og enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane. #LCFC https://t.co/zvBlH3C6u3— LCFC Live (@LiveLCFC) May 16, 2022 „Ég held að honum verið tekið mjög vel,“ sagði Gary Lineker við BBC. „Ekki bara í hans eigin búningsklefa heldur einnig af mótherjum. Ég held að heilt yfir þá sé þetta ekkert sem búningsklefarnir séu að pæla í. Þeir munu hugsa um hvort þú sért góður fótboltamaður eða ekki. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Lineker. „Ég er ánægður með að hann er núna að feta slóð sem margir fleiri munu feta í kjölfarið. Fótboltinn verður betri fyrir vikið. Um leið og þeir sjá að meirihluti fólks mun taka þessu vel þá munu fleiri þora að koma út úr skápnum,“ sagði Lineker. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Gary Neville er líka ánægður með hugrekki Daniels. „Fótboltinn hefur hingað til ekki brugðist vel við þessu málefni,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. Hann hefur samt meiri áhyggjur af búningsklefanum heldur en áhorfendum. „Búningsklefinn getur verið illur og miskunnarlaus staður þegar við horfum á busavígslurnar sem sumir þurfa að fara í gegnum,“ sagði Neville. „Það var ótrúlegt hvernig Jake talaði og það sem hann gerði þarf mikið hugrekki. Þetta var mikilvægur dagur fyrir Jake og fjölskyldu hans en einnig fyrir enskan fótbolta. Þetta er sögulegt og er mjög stór tímamót fyrir fótboltann,“ sagði Neville. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Bretland England Hinsegin Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Tilkynning hans hefur fengið mikla umfjöllun í enskum miðlum og Jake varð á einu augabragði einn frægasti fótboltamaður þjóðarinnar. Blackpool s Jake Daniels talks about being the UK's first male professional footballer to come out publicly as gay since Justin Fashanu— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 16, 2022 Samkynhneigð í karlafótbolta hefur verið mikið tabú hingað til og samkynhneigðir fótboltamenn eru brenndir af því hvernig fór fyrir þeim sem steig þetta stóra skref fyrir þremur áratugum. Enginn spilandi fótboltamaður hefur nefnilega komið opinberlega út úr skápnum síðan Justin Fashanu gerði það 1990. Fashanu fékk mjög hörð og óvægin viðbrögð og endaði á því að taka sitt eigið líf árið 1998. Daniels er aðeins sautján ára gamall og er leikmaður Blackpool. Hann sagði það mikinn létti fyrir sig að hafa geta hætt þessum feluleik. Gary Lineker, fyrrum leikmaður og nú sjónvarpsstjarna, var einn af mörgum sem hefur veitt Jake stuðning í orði. Meðal þeirra sem hrósuðu honum líka voru Boris Johnson forsætisráðherra og enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane. #LCFC https://t.co/zvBlH3C6u3— LCFC Live (@LiveLCFC) May 16, 2022 „Ég held að honum verið tekið mjög vel,“ sagði Gary Lineker við BBC. „Ekki bara í hans eigin búningsklefa heldur einnig af mótherjum. Ég held að heilt yfir þá sé þetta ekkert sem búningsklefarnir séu að pæla í. Þeir munu hugsa um hvort þú sért góður fótboltamaður eða ekki. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Lineker. „Ég er ánægður með að hann er núna að feta slóð sem margir fleiri munu feta í kjölfarið. Fótboltinn verður betri fyrir vikið. Um leið og þeir sjá að meirihluti fólks mun taka þessu vel þá munu fleiri þora að koma út úr skápnum,“ sagði Lineker. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Gary Neville er líka ánægður með hugrekki Daniels. „Fótboltinn hefur hingað til ekki brugðist vel við þessu málefni,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. Hann hefur samt meiri áhyggjur af búningsklefanum heldur en áhorfendum. „Búningsklefinn getur verið illur og miskunnarlaus staður þegar við horfum á busavígslurnar sem sumir þurfa að fara í gegnum,“ sagði Neville. „Það var ótrúlegt hvernig Jake talaði og það sem hann gerði þarf mikið hugrekki. Þetta var mikilvægur dagur fyrir Jake og fjölskyldu hans en einnig fyrir enskan fótbolta. Þetta er sögulegt og er mjög stór tímamót fyrir fótboltann,“ sagði Neville. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Bretland England Hinsegin Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira