Handbolti

Stýrði Selfossi upp í efstu deild og hætti svo

Sindri Sverrisson skrifar
Svavar Vignisson tók við liði Selfoss í fyrrasumar.
Svavar Vignisson tók við liði Selfoss í fyrrasumar. UMF Selfoss

Nýliðar Selfoss í Olís-deild kvenna í handbolta verða með nýjan þjálfara í brúnni þegar ný leiktíð hefst eftir sumarið því Svavar Vignisson er hættur.

Þetta staðfesti Svavar sjálfur við handbolta.is í dag. Hann sagði ástæðurnar persónulegar og að hann væri til að mynda í vaktavinnu sem hentaði illa með þjálfuninni.

Svavar tók við Selfossi síðasta sumar og stýrði liðinu því upp úr Grill 66-deildinni í fyrstu tilraun. Hann hafði áður þjálfað bæði karla- og kvennalið ÍBV.

Selfoss vann Grill 66-deildina og komst þar með upp í Olís-deildina. Liðið hlaut 36 stig í 20 leikjum, eftir að hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu, og endaði þremur stigum fyrir ofan næsta lið, ÍR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×