Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 08:00 Brittney Griner hefur setið í fangelsi í Rússlandi síðan í febrúar. Getty/Mike Mattina Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. Nýjustu fréttir er að Rússarnir vilji nota hana sem „skiptimynt“ til að fá til baka vopnasölumanninn Viktor But sem hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Viktor But hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldarmótin. FULL STORY: Griner s detention extended the same day Russian news agency says there s a swap to be done to get her home. US officials say it s a classic negotiating ploy. But what does it mean for her? Experts say it s hard to tell. https://t.co/G8tkUOnyPm— T.J. Quinn (@TJQuinnESPN) May 13, 2022 Fréttirnar koma í gegnum rússneska fréttamiðillinn Tass sem lútir að stjórn yfirvalda. Aftonbladet segir frá. Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og var gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Griner, ætti að vera byrjuð að spila með liði sínu í WNBA-deildinni en líkt og fleiri af þeim bestu þá spila þær í Evrópu á meðan ekki er spilað í WNBA. Sportbladet Hún er 31 árs gömul, spilar sem miðherji og hefur einu sinni orðið WNBA-meistari, tvisvar verið stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar, tvisvar verið kosin varnarmaður ársins í WNBA og þrisvar verið valin í lið ársins. Hún hefur einnig unnið Euroleague deildina fjórum sinnum auk þess að verða tvisvar heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner sé ólögmætt og eru að vinna að því að henni verði sleppt. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=XvPGIcVRKco">watch on YouTube</a> NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Nýjustu fréttir er að Rússarnir vilji nota hana sem „skiptimynt“ til að fá til baka vopnasölumanninn Viktor But sem hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Viktor But hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldarmótin. FULL STORY: Griner s detention extended the same day Russian news agency says there s a swap to be done to get her home. US officials say it s a classic negotiating ploy. But what does it mean for her? Experts say it s hard to tell. https://t.co/G8tkUOnyPm— T.J. Quinn (@TJQuinnESPN) May 13, 2022 Fréttirnar koma í gegnum rússneska fréttamiðillinn Tass sem lútir að stjórn yfirvalda. Aftonbladet segir frá. Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og var gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Griner, ætti að vera byrjuð að spila með liði sínu í WNBA-deildinni en líkt og fleiri af þeim bestu þá spila þær í Evrópu á meðan ekki er spilað í WNBA. Sportbladet Hún er 31 árs gömul, spilar sem miðherji og hefur einu sinni orðið WNBA-meistari, tvisvar verið stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar, tvisvar verið kosin varnarmaður ársins í WNBA og þrisvar verið valin í lið ársins. Hún hefur einnig unnið Euroleague deildina fjórum sinnum auk þess að verða tvisvar heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner sé ólögmætt og eru að vinna að því að henni verði sleppt. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=XvPGIcVRKco">watch on YouTube</a>
NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira