Oddvitar í Reykjavík teknir tali á kjörstað: „Ég er með svona fiðrildi í maganum“ Árni Sæberg skrifar 14. maí 2022 21:17 Borgarstjóri var glabeittur þegar hann kom á kjörstað með fjölskyldu sinni. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í borgarstjórn stendur afar tæpt samkvæmt könnunum. Framsókn og Sósíalistar útiloka ekki að þeir gætu starfað með meirihlutaflokkunum þó mestur samhljómur virðist vera með oddvitum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Oddvitar flokkanna voru flestir mættir snemma á kjörstað í morgun og fréttamenn okkar tóku þá tali. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var spenntur þegar hann mætti á kjörstað. „Ég er með svona fiðrildi í maganum, bara bjartsýnn, skemmtileg kosningabarátta, mikið af orkumiklu ungu fólki sem hefur unnið með okkur,“ segir hann. Þjóðarpúls Gallup mældi meirihlutann fallinn í gær. Dagur vonar að núverandi samstarf haldi áfram. „Ef meirihlutinn heldur þá setjumst við niður ef hann gerir það ekki þá verður bara að skoða stöðuna í nýju ljósi,“ segir Dagur. Sósíalistar vilja vera með Þarna er Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sammála borgarstjóranum. „Ef að meirihlutinn heldur þá er okkar fyrsta val að starfa áfram saman og þá setjast niður og ræða samstarfsfletina. En við þurfum bara að bíða og sjá hvað kemur úr kjörkössunum sko. Þetta verður löng nótt,“ segir hún. Hún útilokar þó ekki samstarf með Framsóknarflokknum eða Sósíalistum. „Mér líst bara vel á það ef að við náum góðum málefnasamningi,“ segir Líf. En hvernig líst Sósíalistum á að ganga inn í núverandi meirihluta? „Ég einmitt kom með þessa spurningu í kosningasjónvarpi og það var ljóst að Dagur var bara mjög ánægður með þennan meirihluta en ég er bara mjög spennt að ræða við fólkið mitt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Viðreisn til í allt en ekki Píratar Oddviti Viðreisnar veltir fyrir sér möguleikum ef meirihlutinn skyldi ekki halda. „Við í Viðreisn getum starfað með öllum... og meira að segja Sósíalistum sem að vilja ekki starfa með okkur. En við höfum fulla trú á að við getum starfað með þeim líka,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Viðreisn vill greinilega vinna með hverjum sem er en það geta Píratar ekki hugsað sér. „Við höfum útilokað Sjálfstæðisflokkinn einn flokka. En öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Einar hefur ekki leitt hugann að borgarstjórastólnum Framsóknarflokkurinn mælist í stórsókn í öllum síðustu könnunum. Flokkurinn hefur ekki átt mann í borgarstjórn síðasta kjörtímabil en mælist með fjóra inni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og ótvíræður sigurvegari kosninganna, ef marka má skoðanakannanir, segist ekki hafa leitt hugann mikið að borgarstjórastólnum. „Veistu ég held að það sé ekkert skynsamlegt að vera að láta sig dreyma eitthvað. Það bara kemur í ljós. Ég meina ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð ef að það fer svoleiðis,“ segir hann. Hann er þó staðráðinn í því að vilja Framsókn í meirihluta. „Við viljum taka þátt í meirihlutasamstarfi með flokkum sem eru tilbúnir að knýja fram breytingar í borginni,“ segir hann. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vill einnig knýja fram breytingar í borginni. „Við göngum alveg óbundin til kosninga. Við vonum bara að við fáum nægan styrk til að geta myndað meirihluta um breytingar,“ segir hún. Gætirðu hugsað þér að vinna með Degi og Samfylkingunni? „Það yrði kannski ekki meirihluti um breytingar - en aftur; við göngum óbundin til kosninga,“ segir Hildur. Flokkur fólksins eygir von um að ná öðrum manni inn. „Okkur langar mjög mikið að fá inn mann númer tvö sem er Helga Þórðardóttir kennari, alveg frábær manneskja, mjög reynslurík. Og já okkur langar mjög að komast í meirihluta,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Oddvitar flokkanna voru flestir mættir snemma á kjörstað í morgun og fréttamenn okkar tóku þá tali. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var spenntur þegar hann mætti á kjörstað. „Ég er með svona fiðrildi í maganum, bara bjartsýnn, skemmtileg kosningabarátta, mikið af orkumiklu ungu fólki sem hefur unnið með okkur,“ segir hann. Þjóðarpúls Gallup mældi meirihlutann fallinn í gær. Dagur vonar að núverandi samstarf haldi áfram. „Ef meirihlutinn heldur þá setjumst við niður ef hann gerir það ekki þá verður bara að skoða stöðuna í nýju ljósi,“ segir Dagur. Sósíalistar vilja vera með Þarna er Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sammála borgarstjóranum. „Ef að meirihlutinn heldur þá er okkar fyrsta val að starfa áfram saman og þá setjast niður og ræða samstarfsfletina. En við þurfum bara að bíða og sjá hvað kemur úr kjörkössunum sko. Þetta verður löng nótt,“ segir hún. Hún útilokar þó ekki samstarf með Framsóknarflokknum eða Sósíalistum. „Mér líst bara vel á það ef að við náum góðum málefnasamningi,“ segir Líf. En hvernig líst Sósíalistum á að ganga inn í núverandi meirihluta? „Ég einmitt kom með þessa spurningu í kosningasjónvarpi og það var ljóst að Dagur var bara mjög ánægður með þennan meirihluta en ég er bara mjög spennt að ræða við fólkið mitt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Viðreisn til í allt en ekki Píratar Oddviti Viðreisnar veltir fyrir sér möguleikum ef meirihlutinn skyldi ekki halda. „Við í Viðreisn getum starfað með öllum... og meira að segja Sósíalistum sem að vilja ekki starfa með okkur. En við höfum fulla trú á að við getum starfað með þeim líka,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Viðreisn vill greinilega vinna með hverjum sem er en það geta Píratar ekki hugsað sér. „Við höfum útilokað Sjálfstæðisflokkinn einn flokka. En öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Einar hefur ekki leitt hugann að borgarstjórastólnum Framsóknarflokkurinn mælist í stórsókn í öllum síðustu könnunum. Flokkurinn hefur ekki átt mann í borgarstjórn síðasta kjörtímabil en mælist með fjóra inni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og ótvíræður sigurvegari kosninganna, ef marka má skoðanakannanir, segist ekki hafa leitt hugann mikið að borgarstjórastólnum. „Veistu ég held að það sé ekkert skynsamlegt að vera að láta sig dreyma eitthvað. Það bara kemur í ljós. Ég meina ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð ef að það fer svoleiðis,“ segir hann. Hann er þó staðráðinn í því að vilja Framsókn í meirihluta. „Við viljum taka þátt í meirihlutasamstarfi með flokkum sem eru tilbúnir að knýja fram breytingar í borginni,“ segir hann. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vill einnig knýja fram breytingar í borginni. „Við göngum alveg óbundin til kosninga. Við vonum bara að við fáum nægan styrk til að geta myndað meirihluta um breytingar,“ segir hún. Gætirðu hugsað þér að vinna með Degi og Samfylkingunni? „Það yrði kannski ekki meirihluti um breytingar - en aftur; við göngum óbundin til kosninga,“ segir Hildur. Flokkur fólksins eygir von um að ná öðrum manni inn. „Okkur langar mjög mikið að fá inn mann númer tvö sem er Helga Þórðardóttir kennari, alveg frábær manneskja, mjög reynslurík. Og já okkur langar mjög að komast í meirihluta,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira