„Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Árni Gísli Magnússon skrifar 14. maí 2022 17:31 Ágúst Jóhannsson var léttur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. „Hún er bara mjög góð, ég er gríðarlega ánægður og stoltur af liðinu, mér fannst við spila frábæran handbolta hérna í dag og mér fannst svo sem leikurinn bara frábær, það sem munaði kannski mikið um núna er að við byrjuðum feykilega vel og náðum strax forustunni og létum hana aldrei af hendi og bara heildarbragurinn á liðinu góður,” sagði Ágúst nokkrum mínútum eftir leik. Valur komst í 4-0 í byrjun og hélt KA/Þór í góðri fjarlægð þangað til að 18 mínútur lifðu leiks þegar heimakonur minnkuðu muninn í eitt mark en Valskonur gáfu þá aftur í. „Það er ekkert óeðlilegt, þær koma þarna með áhlaup og auðvitað er KA/Þór bara feykilega öflugt, vel skipulagðar, vel þjálfaðar og erfitt að eiga við þær og erfitt hérna á þessum sterka heimavelli þeirra en við stóðumst pressuna og ég bara mjög ánægður með liðsheildina hjá okkur, það voru margar með framlag og við létum aldrei slá okkur útaf laginu þó þær væru að anda ofan í hálsmálið á okkur.” „Við spilum 6-0 og erum að mæta þeim svona og stíga aðeins á þær og náum að svona að stoppa Aldísi ágætlega og náum að halda Huldu niðri og Rut auðvitað alltaf erfið en skorar líka mikið úr vítum en við svona náum að spila þétt og fast á þær og það var gott”, bætti Ágúst við en varnarleikur Vals var til fyrirmyndar stóran lunga leiksins í dag. Thea Imani Sturludóttir átti stórleik í dag og skoraði átta mörk og þá endaði Lovísa Thompson með 7 mörk, þar af 2 úr vítum, það munar um minna. „Þetta eru mjög öflugar skyttur báðar tvær og þær hafa verið svolítið upp og niður svo sem eins og liðið í þessari seríu en þær sýndu styrk sinn í dag.” Ágúst er feginn að sleppa við spila fimmta leikinn í einvíginu en hefur þó töluvert meiri áhyggjur af úthaldi þjálfarateymisins en leikmannanna. „Ég hef kannski minnstar áhyggjur af leikmönnum, bara okkur þjálfarateyminu, við erum í engu standi í þennan fíflagang lengur en við erum núna að fara í úrslitaeinvígið og ég er búinn að þjálfa þetta lið í 5 ár og við höfum alltaf farið í úrslitaeinvígið og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig stelpurnar hafa staðið sig og það eru ákveðin forréttindi að fá að þjálfa svona öflugt lið en við erum ekkert hætt, okkur langar til þess að vinna þennan titil. Við erum í öðri sæti í deild og bikarmeistarar og Framararnir eru feykilega öflugar og hafa spilað gríðarlega vel, tóku ÍBV og rúlluðu þeim upp þannig að við þurfum að fara heim í hérað og vinna vel í okkar málum og hlaða batteríin og reyna koma sterk inn í fyrsta leikinn á föstudaginn.” „Því miður þá erum við að fara í flug þannig maður bara hendir sér niður á völl og svo bara eru kosningar framundan og ætli maður taki ekki lagið með Eurovision í kvöld, bara ferskur”, sagði Ágúst að lokum og glotti við tönn. Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira
„Hún er bara mjög góð, ég er gríðarlega ánægður og stoltur af liðinu, mér fannst við spila frábæran handbolta hérna í dag og mér fannst svo sem leikurinn bara frábær, það sem munaði kannski mikið um núna er að við byrjuðum feykilega vel og náðum strax forustunni og létum hana aldrei af hendi og bara heildarbragurinn á liðinu góður,” sagði Ágúst nokkrum mínútum eftir leik. Valur komst í 4-0 í byrjun og hélt KA/Þór í góðri fjarlægð þangað til að 18 mínútur lifðu leiks þegar heimakonur minnkuðu muninn í eitt mark en Valskonur gáfu þá aftur í. „Það er ekkert óeðlilegt, þær koma þarna með áhlaup og auðvitað er KA/Þór bara feykilega öflugt, vel skipulagðar, vel þjálfaðar og erfitt að eiga við þær og erfitt hérna á þessum sterka heimavelli þeirra en við stóðumst pressuna og ég bara mjög ánægður með liðsheildina hjá okkur, það voru margar með framlag og við létum aldrei slá okkur útaf laginu þó þær væru að anda ofan í hálsmálið á okkur.” „Við spilum 6-0 og erum að mæta þeim svona og stíga aðeins á þær og náum að svona að stoppa Aldísi ágætlega og náum að halda Huldu niðri og Rut auðvitað alltaf erfið en skorar líka mikið úr vítum en við svona náum að spila þétt og fast á þær og það var gott”, bætti Ágúst við en varnarleikur Vals var til fyrirmyndar stóran lunga leiksins í dag. Thea Imani Sturludóttir átti stórleik í dag og skoraði átta mörk og þá endaði Lovísa Thompson með 7 mörk, þar af 2 úr vítum, það munar um minna. „Þetta eru mjög öflugar skyttur báðar tvær og þær hafa verið svolítið upp og niður svo sem eins og liðið í þessari seríu en þær sýndu styrk sinn í dag.” Ágúst er feginn að sleppa við spila fimmta leikinn í einvíginu en hefur þó töluvert meiri áhyggjur af úthaldi þjálfarateymisins en leikmannanna. „Ég hef kannski minnstar áhyggjur af leikmönnum, bara okkur þjálfarateyminu, við erum í engu standi í þennan fíflagang lengur en við erum núna að fara í úrslitaeinvígið og ég er búinn að þjálfa þetta lið í 5 ár og við höfum alltaf farið í úrslitaeinvígið og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig stelpurnar hafa staðið sig og það eru ákveðin forréttindi að fá að þjálfa svona öflugt lið en við erum ekkert hætt, okkur langar til þess að vinna þennan titil. Við erum í öðri sæti í deild og bikarmeistarar og Framararnir eru feykilega öflugar og hafa spilað gríðarlega vel, tóku ÍBV og rúlluðu þeim upp þannig að við þurfum að fara heim í hérað og vinna vel í okkar málum og hlaða batteríin og reyna koma sterk inn í fyrsta leikinn á föstudaginn.” „Því miður þá erum við að fara í flug þannig maður bara hendir sér niður á völl og svo bara eru kosningar framundan og ætli maður taki ekki lagið með Eurovision í kvöld, bara ferskur”, sagði Ágúst að lokum og glotti við tönn.
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48