Baksýnisspegilinn eða framrúðan? Jón Ragnar Gunnarsson skrifar 13. maí 2022 14:40 Sveitastjórnakosningar snúast ekki um pissukeppni oddvita stærstu flokkanna í beinni útsendingu. Kosningarnar snúast nú sem aldrei fyrr um fólkið sem við kjósendur trúum og treystum til verka, frambjóðendurnar sem eru á bak við tjöldin, skipa ekki efsta sætið, heldur næstu sætin á eftir, einstaklinganna sem koma til með að leiða nefndarstörf og skipulagsmál Hafnarfjarðar. Hvar viljum við standa og hvert viljum við stefna? Bæjarútgerðin, HS veitur… hvað á ég að segja? Þetta er allt búið og gert en ætlum við endalaust að vera orðhöggvast yfir því sem þegar hefur gerst. Tölum frekar um það sem framundan er. Unga fólkið okkar hefur engan áhuga á fortíðinni, þau hugsa um framtíðina, umhverfismálin, mengun, íþrótta- og tímstundastarf, endurnýtingu, sjálfbærni, fjölmenningasamfélög, frið, jafnrétti allra og svo mætti lengi telja. Hér á fókusinn að vera. Hvað verðum um atkvæðin ykkar? Hafnarfjörður er í þeirri einstöku aðstöðu að geta orðið leiðandi sveitafélag meðal þeirra stærstu í þessum málaflokkum og til þess að vinna þessum málaflokkum meira brautargengi ættum við íbúar Hafnarfjarðar alvarlega að leiða hugann að Bæjarlistanum XL sem er eina óháða framboðið í Hafnarfirði. Hvert einasta atkvæði sem skilar sér ekki í kjörkassana á laugardag er lóð á vogarskálarnar hjá stærstu flokkunum, tölfræðireglan í sætaskipan eftir kosningar er svo brengluð að ef minni flokkarnir ná ekki tilskyldu hlutfalli atkvæða í kosningunni færist það sæti (sem næstum vannst) til til stærstu flokkanna. Meirihluti = enginn raunverulegur meirihluti Til gamans má nefna að baki þeim 6 sætum sem núverandi meirihluti skipar í Hafnarfirði eru ekki nema 41,7 % atkvæða sem skýrist af þeirri brengluðu tölfræðireglu sem ég nefndi hér að ofan. Núverandi meirihluti er í raun ekki með neinn meirihluta kjósenda, sætin röðuðust bara á þennan hátt út frá brenglaðri tölfræðireglu. Við viljum að meirihluti kjósenda nái sínu fólki að, en til þess að svo megi verða þurfið þið að kjósa. Kosningahlutfall í síðustu kostningum var með minnsta móti. Hugsum stórt og Setjum X við L. Höfundur skipar 7.sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sveitastjórnakosningar snúast ekki um pissukeppni oddvita stærstu flokkanna í beinni útsendingu. Kosningarnar snúast nú sem aldrei fyrr um fólkið sem við kjósendur trúum og treystum til verka, frambjóðendurnar sem eru á bak við tjöldin, skipa ekki efsta sætið, heldur næstu sætin á eftir, einstaklinganna sem koma til með að leiða nefndarstörf og skipulagsmál Hafnarfjarðar. Hvar viljum við standa og hvert viljum við stefna? Bæjarútgerðin, HS veitur… hvað á ég að segja? Þetta er allt búið og gert en ætlum við endalaust að vera orðhöggvast yfir því sem þegar hefur gerst. Tölum frekar um það sem framundan er. Unga fólkið okkar hefur engan áhuga á fortíðinni, þau hugsa um framtíðina, umhverfismálin, mengun, íþrótta- og tímstundastarf, endurnýtingu, sjálfbærni, fjölmenningasamfélög, frið, jafnrétti allra og svo mætti lengi telja. Hér á fókusinn að vera. Hvað verðum um atkvæðin ykkar? Hafnarfjörður er í þeirri einstöku aðstöðu að geta orðið leiðandi sveitafélag meðal þeirra stærstu í þessum málaflokkum og til þess að vinna þessum málaflokkum meira brautargengi ættum við íbúar Hafnarfjarðar alvarlega að leiða hugann að Bæjarlistanum XL sem er eina óháða framboðið í Hafnarfirði. Hvert einasta atkvæði sem skilar sér ekki í kjörkassana á laugardag er lóð á vogarskálarnar hjá stærstu flokkunum, tölfræðireglan í sætaskipan eftir kosningar er svo brengluð að ef minni flokkarnir ná ekki tilskyldu hlutfalli atkvæða í kosningunni færist það sæti (sem næstum vannst) til til stærstu flokkanna. Meirihluti = enginn raunverulegur meirihluti Til gamans má nefna að baki þeim 6 sætum sem núverandi meirihluti skipar í Hafnarfirði eru ekki nema 41,7 % atkvæða sem skýrist af þeirri brengluðu tölfræðireglu sem ég nefndi hér að ofan. Núverandi meirihluti er í raun ekki með neinn meirihluta kjósenda, sætin röðuðust bara á þennan hátt út frá brenglaðri tölfræðireglu. Við viljum að meirihluti kjósenda nái sínu fólki að, en til þess að svo megi verða þurfið þið að kjósa. Kosningahlutfall í síðustu kostningum var með minnsta móti. Hugsum stórt og Setjum X við L. Höfundur skipar 7.sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar