Fjárfestum í framtíðinni Helga Dís Jakobsdóttir skrifar 13. maí 2022 15:00 Rödd unga fólksins var stofnuð fyrir rúmum fjórum árum og bauð fram í bæjarstjórnarkosningum í Grindavíkurbæ. Flokkurinn fékk rúm 19% atkvæða og var þar með næststærsta stjórnmálaaflið í bæjarfélaginu. Síðasta kjörtímabil var vissulega viðburðaríkt enda ekki margar bæjarstjórnir sem hafa þurft að takast á við bæði heimsfaraldur og eldgos. Framundan er nýtt kjörtímabil og stefnir Rödd unga fólksins á aukið fylgi og að komast í meirihluta. Við hjá Rödd unga fólksins erum tilbúin til að leggja okkar að mörkum. Von okkar er að íbúar séu reiðubúnir til að ganga inn í kjörklefann með opnum hug. Okkur finnst það vera lýðræðislegt þroskamerki þegar fólk er reiðubúið að kjósa aðra flokka en það kaus í seinustu kosningum. Það benda til þess að fólk kjósi eftir að hafa tekið raunverulega afstöðu til flokkana og fólksins sem í þeim starfa að hverju sinni. Rödd unga fólksins telur mikilvægt að fá breiða skírskotun í ákvarðanatöku og telur það veita aðhald. Rödd unga fólksins er sterk og fjölbreytt liðsheild. Ekkert sæti á okkar lista er merkilegra en eitthvað annað og hver hlekkur í keðjunni skiptir máli. Okkar bakland eru bæjarbúar Grindavíkur. Við viljum starfa í þeirra þágu og þeim til heilla. Ég er stolt af því að tilheyra svona samheldni og samstíga liðsheild eins og Rödd unga fólksins er. Mikil sjálfboðavinna liggur á bak við framboðið og allir hafa lagt á sig mikla vinnu undanfarið. Bæjarbúar Grindvíkur væru lánsamir að hafa þetta unga og kraftmikla fólk til starfa hjá sér. Við erum ekki að hugsa næstu fjögur ár í tímann. Við horfum inn í framtíðina. Við erum framtíðin og við viljum fjárfesta í henni. Höfundur er þjónustu- og upplifunarstjóri Nettó og oddviti Raddar unga fólksins í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Rödd unga fólksins var stofnuð fyrir rúmum fjórum árum og bauð fram í bæjarstjórnarkosningum í Grindavíkurbæ. Flokkurinn fékk rúm 19% atkvæða og var þar með næststærsta stjórnmálaaflið í bæjarfélaginu. Síðasta kjörtímabil var vissulega viðburðaríkt enda ekki margar bæjarstjórnir sem hafa þurft að takast á við bæði heimsfaraldur og eldgos. Framundan er nýtt kjörtímabil og stefnir Rödd unga fólksins á aukið fylgi og að komast í meirihluta. Við hjá Rödd unga fólksins erum tilbúin til að leggja okkar að mörkum. Von okkar er að íbúar séu reiðubúnir til að ganga inn í kjörklefann með opnum hug. Okkur finnst það vera lýðræðislegt þroskamerki þegar fólk er reiðubúið að kjósa aðra flokka en það kaus í seinustu kosningum. Það benda til þess að fólk kjósi eftir að hafa tekið raunverulega afstöðu til flokkana og fólksins sem í þeim starfa að hverju sinni. Rödd unga fólksins telur mikilvægt að fá breiða skírskotun í ákvarðanatöku og telur það veita aðhald. Rödd unga fólksins er sterk og fjölbreytt liðsheild. Ekkert sæti á okkar lista er merkilegra en eitthvað annað og hver hlekkur í keðjunni skiptir máli. Okkar bakland eru bæjarbúar Grindavíkur. Við viljum starfa í þeirra þágu og þeim til heilla. Ég er stolt af því að tilheyra svona samheldni og samstíga liðsheild eins og Rödd unga fólksins er. Mikil sjálfboðavinna liggur á bak við framboðið og allir hafa lagt á sig mikla vinnu undanfarið. Bæjarbúar Grindvíkur væru lánsamir að hafa þetta unga og kraftmikla fólk til starfa hjá sér. Við erum ekki að hugsa næstu fjögur ár í tímann. Við horfum inn í framtíðina. Við erum framtíðin og við viljum fjárfesta í henni. Höfundur er þjónustu- og upplifunarstjóri Nettó og oddviti Raddar unga fólksins í Grindavík.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar