Dymbilvika kosninga. Þegar og ef? Ásgeir Ólafsson Lie skrifar 13. maí 2022 13:10 Það er búið að vera gaman að fá að taka þátt í þessu fjöri fyrir kosningarnar 2022. Það sem stendur uppúr er það að við erum búin að kynnast mikið af fólki sem er tilbúið að kynna vinnustaði sína og fyrirtæki og fjölskyldur. Við getum auðvitað aldrei mætt á alla staði. En við erum þakklát fyrir að hafa fengið heimboð. Á listanum okkar er listafólk, veitingafólk, hugsjónarfólk, öryrkjar, húsmæður, verkafólk, tónlistarfólk og alls kyns baráttufólk sem hafa lagt sitt af mörkum fyrir komandi kosningar með sínu fallega viðmóti. Við erum mjög þakklát fyrir það fólk. Takk. Að ætla að taka slíkan slag að sækja um svona vinnu, er krefjandi, spennandi, orkutæmandi og orkugefandi á sama tíma. Eilítil rússíbanareið. Eitthvað sem ég persónulega myndi ekki kjósa að búa við frá degi til dags. En það er gaman að gera þetta í stutta stund. Þegar þú ert kominn með vald, ef þú færð vald, þá ætti hegðun þín og manneskja ekki að breytast. Vertu alltaf sami maðurinn. Þegar og ef. Þegar við setjumst niður eftir eurovision og hlustum eftir fyrstu tölum sem lesnar verða, á hjartað eftir að taka smá kipp. Það viðurkenni ég. Skildum við eitthvað eftir okkur? Náðum við til ykkar eða hefðum við þurft meira fé til að ná til ykkar? Okkar tilfinning er þegar talað er til ykkar sem hér búa að það þarf ekki milljónir af peningum til að kaupa ykkar atkvæði. Þú getur ekki keypt atkvæði. Þú getur ekki keypt manneskjur. Það sem við gátum auglýst á þessum skamma tíma var. ,,Hér erum við, svona erum við og svona verðum við líka ef við fáum vald“. Það var engin sérstök herkænska. Við ætluðum að ná í hjarta þeirra sem okkur lásu og að okkar stefnumálum hölluðust. Þið fenguð okkur eins og við erum alla daga. Það er mikill styrkur fólginn í að þora að koma fram og segja ,,ég veit það ekki“. Það er styrkur að geta sagst ekki hafa öll svörin. Það er styrkur að vera forvitinn og spyrja spurninga. Vegna þess að þegar maður veit ekki eitthvað, þá knýr forvitnin mann áfram að spyrja spurninga um það málefni og fá svör. Að kinka kolli og þykjast vita eitthvað getur ekki talist til afreka þegar maður gefur til kynna að maður sé tilbúinn að taka slíka krefjandi vinnu að sér. Að sitja í bæjarstjórn. Takk þið öll sem tókuð á móti okkur. Takk þið öll sem styðjið okkur og takk þið sem viljið hitta okkur og ræða málin og breyta því sem má fara betur í komandi framtíð. Við stefnum á að komast í meirihluta því það er þar sem við getum haldið áfram að láta verkin tala. Því telur hvert atkvæði dýrt. Þitt líka. Pólítík er samtal og mannorð. Góð pólítik er gott samtal og gott mannorð. Kjósum með hjartanu á laugardaginn og tileinkum okkur að gera það ávallt. Höfundur er markþjálfi og skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásgeir Ólafsson Lie Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Það er búið að vera gaman að fá að taka þátt í þessu fjöri fyrir kosningarnar 2022. Það sem stendur uppúr er það að við erum búin að kynnast mikið af fólki sem er tilbúið að kynna vinnustaði sína og fyrirtæki og fjölskyldur. Við getum auðvitað aldrei mætt á alla staði. En við erum þakklát fyrir að hafa fengið heimboð. Á listanum okkar er listafólk, veitingafólk, hugsjónarfólk, öryrkjar, húsmæður, verkafólk, tónlistarfólk og alls kyns baráttufólk sem hafa lagt sitt af mörkum fyrir komandi kosningar með sínu fallega viðmóti. Við erum mjög þakklát fyrir það fólk. Takk. Að ætla að taka slíkan slag að sækja um svona vinnu, er krefjandi, spennandi, orkutæmandi og orkugefandi á sama tíma. Eilítil rússíbanareið. Eitthvað sem ég persónulega myndi ekki kjósa að búa við frá degi til dags. En það er gaman að gera þetta í stutta stund. Þegar þú ert kominn með vald, ef þú færð vald, þá ætti hegðun þín og manneskja ekki að breytast. Vertu alltaf sami maðurinn. Þegar og ef. Þegar við setjumst niður eftir eurovision og hlustum eftir fyrstu tölum sem lesnar verða, á hjartað eftir að taka smá kipp. Það viðurkenni ég. Skildum við eitthvað eftir okkur? Náðum við til ykkar eða hefðum við þurft meira fé til að ná til ykkar? Okkar tilfinning er þegar talað er til ykkar sem hér búa að það þarf ekki milljónir af peningum til að kaupa ykkar atkvæði. Þú getur ekki keypt atkvæði. Þú getur ekki keypt manneskjur. Það sem við gátum auglýst á þessum skamma tíma var. ,,Hér erum við, svona erum við og svona verðum við líka ef við fáum vald“. Það var engin sérstök herkænska. Við ætluðum að ná í hjarta þeirra sem okkur lásu og að okkar stefnumálum hölluðust. Þið fenguð okkur eins og við erum alla daga. Það er mikill styrkur fólginn í að þora að koma fram og segja ,,ég veit það ekki“. Það er styrkur að geta sagst ekki hafa öll svörin. Það er styrkur að vera forvitinn og spyrja spurninga. Vegna þess að þegar maður veit ekki eitthvað, þá knýr forvitnin mann áfram að spyrja spurninga um það málefni og fá svör. Að kinka kolli og þykjast vita eitthvað getur ekki talist til afreka þegar maður gefur til kynna að maður sé tilbúinn að taka slíka krefjandi vinnu að sér. Að sitja í bæjarstjórn. Takk þið öll sem tókuð á móti okkur. Takk þið öll sem styðjið okkur og takk þið sem viljið hitta okkur og ræða málin og breyta því sem má fara betur í komandi framtíð. Við stefnum á að komast í meirihluta því það er þar sem við getum haldið áfram að láta verkin tala. Því telur hvert atkvæði dýrt. Þitt líka. Pólítík er samtal og mannorð. Góð pólítik er gott samtal og gott mannorð. Kjósum með hjartanu á laugardaginn og tileinkum okkur að gera það ávallt. Höfundur er markþjálfi og skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun