Ungur maður varð fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás í bílakjallara um helgina. Við ræðum við móður mannsins í fréttatímanum en lögregla segir fleiri slík mál hafa komið upp undanfarið.
Yfirlýsingar ráðamanna í Finnlandi um að sækja eigi um aðild að Atlantshafsbandalaginu hafa vakið upp hörð viðbrögð Rússa og við fjöllum um málið í fréttatímanum. Þá hittum við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem ætlar að hætta í haust.
Við skoðum líka stemninguna í Tórínó á Ítalíu og hittum þar bakraddasöngvara íslenska framlagsins í Eurovision sem hafast við í litlum klefa þegar lagið er flutt.