Borgin okkar Guðrún Jónasdóttir skrifar 12. maí 2022 11:31 Hann er sennilega vandfundinn sá sem ekki þykir hugmyndin um göngugötu og vistgötu sjarmerandi. Möguleikinn á að geta setið úti og gætt sér á góðum mat í góðra manna hópi er nokkuð sem okkur öllum þykir eftirsóknarvert. Til að skapa þessa eftirsóknarverðu stemningu í Kvosinni hafa borgaryfirvöld lokað leiðum út á Lækjargötu. Þessi skipulagsbreyting hefur talsverð áhrif á nærliggjandi götur og sem íbúi í Garðastrætinu síðastliðin 20 ár tel ég mig geta lýst afleiðingunum. Í dag fer stór hluti af umferðinni úr Kvosinni fram hjá svefnherbergisgluggum íbúa Garðastrætisins. Þetta hefur alltaf verið róleg íbúðagata en með þessu hefur henni verið gefið nýtt hlutverk; sem stofnæð fyrir umferðina, þar á meðal atvinnuumferð úr Kvosinni. Án alls samráðs við íbúa götunnar! Samhliða því að laða fleiri gesti í miðbæinn hafa borgaryfirvöld markvisst fækkað bílastæðum, sérstaklega í atvinnugötum. Fleiri hundruð bílastæði hafa horfið af borgarlandi í miðbænum síðustu ár. Vissulega hafa bæst við fjölmörg stæði við Austurhöfn, sem er þó töluvert dýrari kostur. Hér í hverfinu er nánast ómögulegt að finna stæði eftir að gjaldskyldu lýkur. Á sama tíma eru undantekningarlaust fleiri en 60 stæði laus í bílahúsinu á Vesturgötu og fleiri en 700 stæði laus í öllum bílahúsunum í miðbænum. Þetta ástand sem lagt er á íbúðagötur er að öllu leyti tilbúið og frekar auðvelt að laga, t.d. með því að lengja gjaldskyldutímann í götunum, lækka verðið í bílahúsunum þegar aðsókn þar dregst saman og hafa þau opin allan sólarhringinn. Ég skora á borgaryfirvöld að svara af hverju bílahúsin fá að vera svona illa nýtt á meðan íbúar í nærliggjandi götum eiga í erfiðleikum með að finna sér bílastæði. Það er daglegur viðburður að bílar bakki og keyri upp einstefnugöturnar fyrir vestan Garðastræti til þess eins að ná í bílastæði. Þá staðreynd þekki ég alltof vel þar sem fyrir sex árum bakkaði bílstjóri einn í slíkum leiðangri upp Bárugötuna og keyrði á son minn. Sonur minn, fullorðinn einstaklingur, hefur síðan þá glímt við vandamál í baki, hálsi og höfði. Það þarf varla að spyrja sig að því hvað hefði gerst hefði bílstjórinn keyrt á eitt af þeim fjölmörgu börnum sem búa í götunni. Ef marka má svör Hjálmars Sveinssonar á íbúafundi í september 2016 telja borgaryfirvöld sig ekki bera neina ábyrgð á hvað íbúar og gestir bæjarins gera til þess að komast úr þessu skipulagsvölundarhúsi eða til að ná sér í ókeypis bílastæði. Sonur minn sat þann fund og lýsti bæði ástandinu í hverfinu og ákeyrslunni fyrir Hjálmari. Á síðasta ári samþykkti borgarráð breytingar á gjaldskrá íbúakorta. Með þeirri samþykkt var enn frekar aukið á mismunun á íbúum borgarinnar eftir búsetu. Árgjaldið á íbúakortum fór úr 8.000 kr. í 15.000 kr. fyrir visthæfar bifreiðar en í 30.000 kr. fyrir aðrar bifreiðar. Ástæðan fyrir breytingunum er sögð vera grænir hvatar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hversu mikil er alvaran í raun og veru í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þegar þetta álag lendir einungis á brotabroti af íbúum borgarinnar, þ.e. íbúum sem búa á gjaldsvæðum? Menga bílar íbúa á gjaldsvæðunum meira en bílar íbúa utan þeirra? Af hverju eru engir grænir hvatar í gjaldskrá bílahúsanna? Það er vert að taka það fram að fólksbílaeign íbúa í 101 er ein sú minnsta í allri Reykjavík. Í ljósi þessarar miklu umhverfisvakningar mætti ætla að borgaryfirvöld myndu fagna íbúum sem lifa bíllausum lífsstíl. Þvert á móti! Ef sótt er um að bæta við nýrri séríbúð í húsi þá eru þessi sömu borgaryfirvöld fljót að afhenda reikning upp á meira en tvær milljónir fyrir bílastæðagjaldi ef ekki er möguleiki á bílastæði á lóðinni. Það gjald ber að greiða þrátt fyrir að íbúðareigandinn ætli sér að vera einkar umhverfisvænn og lifa án einkabíls. Það skal tekið fram að íbúðareigandinn fær nákvæmlega ekkert fyrir greiðslu bílastæðagjaldsins. Bílastæði í íbúðagötunum voru fyrst og fremst hugsuð fyrir íbúa þeirra gatna. Í kringum 2004 var orðið erfitt að fá stæði hér í götunni og þá hófst gjaldskylda og jafnframt útgáfa íbúakortanna. Ástandið stórbatnaði. Áherslurnar hafa hins vegar algjörlega snúist við hjá núverandi borgaryfirvöldum og þar ríkir nú sú skoðun að ákveðnar íbúðagötur eigi að sjá gestum bæjarins fyrir bílastæðum. Það sem sýnir viðhorfsbreytinguna einna best er skýrsla sem unnin var fyrir borgaryfirvöld. Þar stendur að íbúarnir á gjaldsvæðunum borgi alltof lítið fyrir aðgang að stæðunum og að þeir njóti forréttinda að geta lagt fyrir utan heimili sín. Þrátt fyrir að mörg hverfi í Reykjavík séu þannig hönnuð að bílastæði séu á borgarlandi eru íbúar á gjaldsvæðunum þeir einu í Reykjavík sem ætlast er til að greiði sérstaklega fyrir mögulegan aðgang að þeim og mæti þar að auki samkeppni um þau. Þetta er bæði ósanngjarnt og hættulegt. Höfundur er íbúi í Garðastræti í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hann er sennilega vandfundinn sá sem ekki þykir hugmyndin um göngugötu og vistgötu sjarmerandi. Möguleikinn á að geta setið úti og gætt sér á góðum mat í góðra manna hópi er nokkuð sem okkur öllum þykir eftirsóknarvert. Til að skapa þessa eftirsóknarverðu stemningu í Kvosinni hafa borgaryfirvöld lokað leiðum út á Lækjargötu. Þessi skipulagsbreyting hefur talsverð áhrif á nærliggjandi götur og sem íbúi í Garðastrætinu síðastliðin 20 ár tel ég mig geta lýst afleiðingunum. Í dag fer stór hluti af umferðinni úr Kvosinni fram hjá svefnherbergisgluggum íbúa Garðastrætisins. Þetta hefur alltaf verið róleg íbúðagata en með þessu hefur henni verið gefið nýtt hlutverk; sem stofnæð fyrir umferðina, þar á meðal atvinnuumferð úr Kvosinni. Án alls samráðs við íbúa götunnar! Samhliða því að laða fleiri gesti í miðbæinn hafa borgaryfirvöld markvisst fækkað bílastæðum, sérstaklega í atvinnugötum. Fleiri hundruð bílastæði hafa horfið af borgarlandi í miðbænum síðustu ár. Vissulega hafa bæst við fjölmörg stæði við Austurhöfn, sem er þó töluvert dýrari kostur. Hér í hverfinu er nánast ómögulegt að finna stæði eftir að gjaldskyldu lýkur. Á sama tíma eru undantekningarlaust fleiri en 60 stæði laus í bílahúsinu á Vesturgötu og fleiri en 700 stæði laus í öllum bílahúsunum í miðbænum. Þetta ástand sem lagt er á íbúðagötur er að öllu leyti tilbúið og frekar auðvelt að laga, t.d. með því að lengja gjaldskyldutímann í götunum, lækka verðið í bílahúsunum þegar aðsókn þar dregst saman og hafa þau opin allan sólarhringinn. Ég skora á borgaryfirvöld að svara af hverju bílahúsin fá að vera svona illa nýtt á meðan íbúar í nærliggjandi götum eiga í erfiðleikum með að finna sér bílastæði. Það er daglegur viðburður að bílar bakki og keyri upp einstefnugöturnar fyrir vestan Garðastræti til þess eins að ná í bílastæði. Þá staðreynd þekki ég alltof vel þar sem fyrir sex árum bakkaði bílstjóri einn í slíkum leiðangri upp Bárugötuna og keyrði á son minn. Sonur minn, fullorðinn einstaklingur, hefur síðan þá glímt við vandamál í baki, hálsi og höfði. Það þarf varla að spyrja sig að því hvað hefði gerst hefði bílstjórinn keyrt á eitt af þeim fjölmörgu börnum sem búa í götunni. Ef marka má svör Hjálmars Sveinssonar á íbúafundi í september 2016 telja borgaryfirvöld sig ekki bera neina ábyrgð á hvað íbúar og gestir bæjarins gera til þess að komast úr þessu skipulagsvölundarhúsi eða til að ná sér í ókeypis bílastæði. Sonur minn sat þann fund og lýsti bæði ástandinu í hverfinu og ákeyrslunni fyrir Hjálmari. Á síðasta ári samþykkti borgarráð breytingar á gjaldskrá íbúakorta. Með þeirri samþykkt var enn frekar aukið á mismunun á íbúum borgarinnar eftir búsetu. Árgjaldið á íbúakortum fór úr 8.000 kr. í 15.000 kr. fyrir visthæfar bifreiðar en í 30.000 kr. fyrir aðrar bifreiðar. Ástæðan fyrir breytingunum er sögð vera grænir hvatar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hversu mikil er alvaran í raun og veru í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þegar þetta álag lendir einungis á brotabroti af íbúum borgarinnar, þ.e. íbúum sem búa á gjaldsvæðum? Menga bílar íbúa á gjaldsvæðunum meira en bílar íbúa utan þeirra? Af hverju eru engir grænir hvatar í gjaldskrá bílahúsanna? Það er vert að taka það fram að fólksbílaeign íbúa í 101 er ein sú minnsta í allri Reykjavík. Í ljósi þessarar miklu umhverfisvakningar mætti ætla að borgaryfirvöld myndu fagna íbúum sem lifa bíllausum lífsstíl. Þvert á móti! Ef sótt er um að bæta við nýrri séríbúð í húsi þá eru þessi sömu borgaryfirvöld fljót að afhenda reikning upp á meira en tvær milljónir fyrir bílastæðagjaldi ef ekki er möguleiki á bílastæði á lóðinni. Það gjald ber að greiða þrátt fyrir að íbúðareigandinn ætli sér að vera einkar umhverfisvænn og lifa án einkabíls. Það skal tekið fram að íbúðareigandinn fær nákvæmlega ekkert fyrir greiðslu bílastæðagjaldsins. Bílastæði í íbúðagötunum voru fyrst og fremst hugsuð fyrir íbúa þeirra gatna. Í kringum 2004 var orðið erfitt að fá stæði hér í götunni og þá hófst gjaldskylda og jafnframt útgáfa íbúakortanna. Ástandið stórbatnaði. Áherslurnar hafa hins vegar algjörlega snúist við hjá núverandi borgaryfirvöldum og þar ríkir nú sú skoðun að ákveðnar íbúðagötur eigi að sjá gestum bæjarins fyrir bílastæðum. Það sem sýnir viðhorfsbreytinguna einna best er skýrsla sem unnin var fyrir borgaryfirvöld. Þar stendur að íbúarnir á gjaldsvæðunum borgi alltof lítið fyrir aðgang að stæðunum og að þeir njóti forréttinda að geta lagt fyrir utan heimili sín. Þrátt fyrir að mörg hverfi í Reykjavík séu þannig hönnuð að bílastæði séu á borgarlandi eru íbúar á gjaldsvæðunum þeir einu í Reykjavík sem ætlast er til að greiði sérstaklega fyrir mögulegan aðgang að þeim og mæti þar að auki samkeppni um þau. Þetta er bæði ósanngjarnt og hættulegt. Höfundur er íbúi í Garðastræti í Reykjavík.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar