HM-hótel í Katar banna samkynhneigðum að koma Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 08:00 Litríkir stuðningsmenn frá öllum þjóðum hafa ávallt sett sterkan svip á HM í fótbolta. Getty/Matthew Ashton Nokkur af hótelunum sem taka á móti gestum á HM karla í fótbolta í Katar í lok árs banna samkynhneigðum að koma. Fjöldi þeirra gerir þá kröfu að gestir „sýni“ ekki að þeir séu samkynhneigðir. Þetta er niðurstaða rannsóknar norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR sem undir dulnefni höfðu samband við öll hótelin sem gefin eru upp sem sérstök HM-hótel á heimasíðu FIFA. Þrjú af 69 hótelum gáfu það svar að samkynhneigð pör mættu ekki bóka herbergi. Tuttugu til viðbótar svöruðu því til að ekki mætti „sýna“ samkynhneigð. Svona hljóðaði til að mynda eitt svarið: „Við dæmum ekki en… Ef þú farðar þig og klæðir þig eins og samkynhneigður þá gengur það í bága við stefnu landsins og stjórnvalda. En hvað hótelið okkar varðar þá er þetta í lagi ef þú klæðir þig á viðeigandi hátt og sýnir ekki kynferðislega hegðun eða kelar á almannafæri.“ FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur áður verið gagnrýnt fyrir að halda stærsta íþróttaviðburð ársins í landi þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Samkynhneigð er bönnuð í Katar en FIFA gaf út að tryggt yrði að allir yrðu boðnir velkomnir á HM sem í fyrsta sinn fer fram að vetri til vegna veðurfars í Katar. FIFA svaraði ekki spurningum um hótelin „FIFA er sannfært um að allar nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til að LGBTQI aðdáendur og aðrir geti notið mótsins á vinalegan og öruggan hátt,“ segir í svari FIFA til SVT en þar er engu svarað varðandi hótelin sem banna samkynhneigðum að koma eða setja þeim skorður. Håkan Sjöstrand, framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins, segir málið algjörlega óásættanlegt og mun hann ræða það við FIFA og gestgjafa HM. „Maður er búinn að gefa það út að öllum eigi að líða eins og að þeir séu velkomnir en þetta sýnir að það getur ekki öllum liðið þannig. Þetta munum við benda á og þrýsta á viðbrögð,“ sagði Sjöstrand. Fótbolti HM 2022 í Katar Hinsegin Katar Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR sem undir dulnefni höfðu samband við öll hótelin sem gefin eru upp sem sérstök HM-hótel á heimasíðu FIFA. Þrjú af 69 hótelum gáfu það svar að samkynhneigð pör mættu ekki bóka herbergi. Tuttugu til viðbótar svöruðu því til að ekki mætti „sýna“ samkynhneigð. Svona hljóðaði til að mynda eitt svarið: „Við dæmum ekki en… Ef þú farðar þig og klæðir þig eins og samkynhneigður þá gengur það í bága við stefnu landsins og stjórnvalda. En hvað hótelið okkar varðar þá er þetta í lagi ef þú klæðir þig á viðeigandi hátt og sýnir ekki kynferðislega hegðun eða kelar á almannafæri.“ FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur áður verið gagnrýnt fyrir að halda stærsta íþróttaviðburð ársins í landi þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Samkynhneigð er bönnuð í Katar en FIFA gaf út að tryggt yrði að allir yrðu boðnir velkomnir á HM sem í fyrsta sinn fer fram að vetri til vegna veðurfars í Katar. FIFA svaraði ekki spurningum um hótelin „FIFA er sannfært um að allar nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til að LGBTQI aðdáendur og aðrir geti notið mótsins á vinalegan og öruggan hátt,“ segir í svari FIFA til SVT en þar er engu svarað varðandi hótelin sem banna samkynhneigðum að koma eða setja þeim skorður. Håkan Sjöstrand, framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins, segir málið algjörlega óásættanlegt og mun hann ræða það við FIFA og gestgjafa HM. „Maður er búinn að gefa það út að öllum eigi að líða eins og að þeir séu velkomnir en þetta sýnir að það getur ekki öllum liðið þannig. Þetta munum við benda á og þrýsta á viðbrögð,“ sagði Sjöstrand.
Fótbolti HM 2022 í Katar Hinsegin Katar Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira