Sperrileggir alræðis Hilmar Hlíðberg Gunnarsson skrifar 12. maí 2022 09:46 Elliðaárdalurinn, hin fjölskrúðuga útivistarparadís, með grænum lundum, fossum, flúðum, hólmum og hásætum allt um kring hefur í hundruð ára verið athvarf okkar ungra sem aldna. Unaðsreitur þeirra sem hreyft hafa fót og unna dalnum græna, þar sem hið fjölskrúðuga líf manna og málleysingja hefur þrifist óáreitt sem lengi sem ég man. En nú ber svo við að þessum helga reit hefur verulega verið raskað og það svo að smávinir dalsins eru nánast horfnir á braut. Þarna voru endur í margskonar litbrigðum, gæsir og svanir með danslistir daglangt, hafa nú verið sviptir lifibrauði Árbæjarlónsins sem var hjartað í dalnum. Þar sem foreldrar barna áðu í þúsunda vís í viku hverri og bros barna breiddu ljóma sinn yfir fegurð og lífi sem fyrir bar og alls þess sem dalurinn skrýðir. En svo ber við að Árbæjarlónið er þurrausið í skjóli nætur af herra Alráði hjá Orkuveitunni og það gegn öllum góðum gildum um siðferði og reglur sem eiga auðvitað í hvívetna að vera í hávegum hafðar í svona umdeildu máli. Bjarna bráðráða hefði átt að vera það vel kunnugt áður en hann lét af ósómanum verða, að honum bar skylda til að hlutast til um núverandi deiliskipulag og fá álit Náttúrufræðistofnunar Íslands og Orkustofnunar sem aldrei lagði blessun sína yfir þennan flausturslega gjörning. Það er nú svo með marga menn sem hafa stærilæti og sperrileggstilburði að leiðarljósi, að þeir verða oft fyrir andúð svo lengi sem þeir lifa og geta vart um skallann strokið vegna miskunnarleysis í orði og æði fyrr á æviskeiði. Menn sem að í krafti stöðu sinnar barið hafa sér á brjóst og beit bolabrögðum, verða svo síðar þegar upp um þá kemst hafðir að háði og spotti. Þeir eru blindir menn, meta það aldrei eins og vera ber og unna því lítið, sem fagurt er, orti Jónas okkar allra forðum. Það er kaldur hugur sem býr að baki þess manns, sem stuðlar að útrýmingu smávina vorra, sem glatt hafa hjörtu Reykvíkinga með söng í þúsund ár. Já og okkur sérstaklega sem búum hér í efra holtinu Breiða og Árbæ. Ekki ætla ég nú herra alráði í borgarstjórn að hann hafi einn og sér endanlega lagt blessun sína yfir þennan óskunda, en ef svo er, þá er meðvirkni hans sama og samþykki. Eftir henni verður rækilega munað í næstu borgarstjórnarkosningum. Ég held nú samt að tími sé til kominn að kjöldraga þennan meirihluta allan og alla hans niðurrifs nóta og það tvisvar. Út og suður ákvarðanir sem engu hafa skilað nema neikvæðni og Íslandsmeti leiðindum. Hallarekstur borgarinnar er nú sér kapítuli út af fyrir sig þar sem vondar ákvarðanir hafa verið teknar, sem er ekkert annað en versta tegund kúgunar og ofríkis. En vonandi kemur nýr dagur. Það er sannarlega kominn tími til að borgarar Reykjavíkur rísi upp úr öskustónni og mótmæli, jafnvel með hamri og sigð, eða bara potti og pönnu (pottum eða pönnum). Það er nú samt einlæg von mín að sættir náist og að skynsemin fái að ráða för, að hunangsflugan fái að syngja og dansa við hvurn sinn fót og fingur, að smávinirnir mínir fái aftur glatt okkur með söng og dansi og að bros barna vorra skíni sem skærast langt fram eftir vegi. Höfundur er borgarbúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Elliðaárdalurinn, hin fjölskrúðuga útivistarparadís, með grænum lundum, fossum, flúðum, hólmum og hásætum allt um kring hefur í hundruð ára verið athvarf okkar ungra sem aldna. Unaðsreitur þeirra sem hreyft hafa fót og unna dalnum græna, þar sem hið fjölskrúðuga líf manna og málleysingja hefur þrifist óáreitt sem lengi sem ég man. En nú ber svo við að þessum helga reit hefur verulega verið raskað og það svo að smávinir dalsins eru nánast horfnir á braut. Þarna voru endur í margskonar litbrigðum, gæsir og svanir með danslistir daglangt, hafa nú verið sviptir lifibrauði Árbæjarlónsins sem var hjartað í dalnum. Þar sem foreldrar barna áðu í þúsunda vís í viku hverri og bros barna breiddu ljóma sinn yfir fegurð og lífi sem fyrir bar og alls þess sem dalurinn skrýðir. En svo ber við að Árbæjarlónið er þurrausið í skjóli nætur af herra Alráði hjá Orkuveitunni og það gegn öllum góðum gildum um siðferði og reglur sem eiga auðvitað í hvívetna að vera í hávegum hafðar í svona umdeildu máli. Bjarna bráðráða hefði átt að vera það vel kunnugt áður en hann lét af ósómanum verða, að honum bar skylda til að hlutast til um núverandi deiliskipulag og fá álit Náttúrufræðistofnunar Íslands og Orkustofnunar sem aldrei lagði blessun sína yfir þennan flausturslega gjörning. Það er nú svo með marga menn sem hafa stærilæti og sperrileggstilburði að leiðarljósi, að þeir verða oft fyrir andúð svo lengi sem þeir lifa og geta vart um skallann strokið vegna miskunnarleysis í orði og æði fyrr á æviskeiði. Menn sem að í krafti stöðu sinnar barið hafa sér á brjóst og beit bolabrögðum, verða svo síðar þegar upp um þá kemst hafðir að háði og spotti. Þeir eru blindir menn, meta það aldrei eins og vera ber og unna því lítið, sem fagurt er, orti Jónas okkar allra forðum. Það er kaldur hugur sem býr að baki þess manns, sem stuðlar að útrýmingu smávina vorra, sem glatt hafa hjörtu Reykvíkinga með söng í þúsund ár. Já og okkur sérstaklega sem búum hér í efra holtinu Breiða og Árbæ. Ekki ætla ég nú herra alráði í borgarstjórn að hann hafi einn og sér endanlega lagt blessun sína yfir þennan óskunda, en ef svo er, þá er meðvirkni hans sama og samþykki. Eftir henni verður rækilega munað í næstu borgarstjórnarkosningum. Ég held nú samt að tími sé til kominn að kjöldraga þennan meirihluta allan og alla hans niðurrifs nóta og það tvisvar. Út og suður ákvarðanir sem engu hafa skilað nema neikvæðni og Íslandsmeti leiðindum. Hallarekstur borgarinnar er nú sér kapítuli út af fyrir sig þar sem vondar ákvarðanir hafa verið teknar, sem er ekkert annað en versta tegund kúgunar og ofríkis. En vonandi kemur nýr dagur. Það er sannarlega kominn tími til að borgarar Reykjavíkur rísi upp úr öskustónni og mótmæli, jafnvel með hamri og sigð, eða bara potti og pönnu (pottum eða pönnum). Það er nú samt einlæg von mín að sættir náist og að skynsemin fái að ráða för, að hunangsflugan fái að syngja og dansa við hvurn sinn fót og fingur, að smávinirnir mínir fái aftur glatt okkur með söng og dansi og að bros barna vorra skíni sem skærast langt fram eftir vegi. Höfundur er borgarbúi í Reykjavík.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun